Erlent

Skyldu­bundnar getnaðar­varnir sendar aftur á lægra dóm­stig

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Hæstiréttur Bandaríkjanna.
Hæstiréttur Bandaríkjanna. vísir/getty
Hæstiréttur Bandaríkjanna heimvísaði í dag máli Zubik gegn Burwell. Málið, sem snýst um hvort það brjóti gegn trúfrelsi atvinnurekenda að þurfa að tryggja starfsfólki sínu getnaðarvarnir, verður því tekið fyrir á ný á lægra dómsstigi. Þetta kemur fram hjá Reuters.

Hæstaréttardómarar Bandaríkjanna eru sem stendur aðeins átta talsins eftir að Antonin Scalia lést í febrúar. Barack Obama hefur tilnefnt Merrick Garland sem eftirmann Scalia við réttinn en hefur ekki enn hlotið samþykki þingsins fyrir þeirri skipan. Líklegt er því að mörg hitamál geti fallið á jöfnu á meðan frjálslyndir og íhaldssamir dómarar eru jafnmargir.

Lögin sem deilt var um hvort brytu gegn stjórnarskrárvörðum réttindum eru hluti af heilbrigðislöggjöf Barack Obama, „Obamacare“. Þau kveða á um að getnaðarvarnarpillur til kvenna skuli vera hluti af sjúkratryggingum sem vinnuveitanda beri að standa straum af. Löggjöfin mætti andspyrnu af hálfu ýmissa kaþólikka sem sögðu þessa háttan mála brjóta á trúarskoðunum sínum.

Í stað þess að taka afgerandi af skarið var það niðurstaða hæstaréttar að vísa málinu til baka.


Tengdar fréttir

Hver er Merrick Garland?

Barack Obama hefur tilnefnt Merrick Garland sem nýjan dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna.

Umdeildur hæstaréttardómari allur

Hart er tekist á um skipan nýs hæstaréttadómara í Bandaríkjunum eftir að hinn umdeildi Antonin Scalia lést í gær. Jón Steinar Gunnlaugsson segir mikinn missi af Scalia, sem hafi verið mikill áhrifavaldur í sínu fagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×