Erlent

Skutu viðvörunarskotum að írönskum bátum

Samúel Karl Ólason skrifar
USS Mahan á siglingu.
USS Mahan á siglingu. Vísir/AFP
Áhöfn bandarísks tundurspillis skaut þremur viðvörunarskotum að fjórum írönskum bátum í Persaflóa í gær. Áhafnir bátanna höfðu hunsað aðrar viðvaranir og nálguðust tundurspillinn á miklum hraða. Áður en skotunum var skotið hafði viðvörunarblysum verið skotið að í átt að bátunum og varpað úr þyrlu.

Það nálægasta sem bátarnir komust tundurspillinum USS Mahan voru um átta hundruð metrar, samkvæmt Reuters. Tvö önnur herskip voru í fylgd með tundurspillinum. Nánar tiltekið átti atvikið sér stað í Hormuz-sundi sem er inngangur Persaflóa.

Nokkur sambærileg atvik hafa komið upp á undanförnum mánuðum og árum og hefur Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanan, heitið því að hvert íranskt skip sem ógni bandarískum herskipum verði sprengt í loft upp.

Síðast var viðvörunarskotum skotið að írönskum báti í ágúst en hann nálgaðist annað bandarískt herskip á miklum hraða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×