Erlent

Skutu heimilislausan mann til bana

Gunnar Reynir Valþórsson og Stefán Árni Pálsson skrifa
Aðgerðir lögreglunnar hafa verið harðlega gagnrýndar.
Aðgerðir lögreglunnar hafa verið harðlega gagnrýndar. vísir/skjáskot
Myndband fer nú eins og eldur um sinu í netheimum en á því sést þegar lögreglumenn í Los Angeles í Bandaríkjunum skjóta heimilislausan mann til bana.

Á myndunum sést hvar maðurinn lendir í átökum við nokkra lögreglumenn og eftir skamma stund heyrist einn lögreglumannanna skipa manninum að sleppa byssunni. Andartaki síðar ríða fimm skot af.

Enn er þó óljóst hvort maðurinn  hafi yfirleitt verið vopnaður og er málið nú í rannsókn. Atvikið hefur þegar vakið mikla athygli en á síðasta ári kom nokkrum sinnum til uppþota víða um Bandaríkin eftir að lögreglumenn skutu menn til bana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×