Innlent

Skúlptúrar í vatnstanki með útsýnispalli

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Einhvern veginn svona gæti tankurinn litið út eftir breytingu.
Einhvern veginn svona gæti tankurinn litið út eftir breytingu. mynd/halldór warén
Tvennir feðgar hafa farið þess leit við bæjaryfirvöld Fljótsdalshéraðs að vatnstanki, sem stendur á Þverklettum skammt frá Vilhjálmsvelli, verði breytt í útsýnispall og muni einnig hýsa listaverk.

„Skúlptúrana hans Sölva vantar nýtt heimili bráðum og okkur datt þetta í hug,“ segir Halldór Warén en hann, ásamt Sölva Aðalbjarnarsyni, syni hans og föður sínum, stendur fyrir verkefninu.

Hugmyndin er sú að styttunum yrði komið fyrir ofan á tankinum. Inni í honum er hugmyndin að hafa myndir úr héraðinu. Einnig hefur sjónpípa verið nefnd til sögunnar þar sem hægt væri, með hjálp tölvutækninnar, að sjá hvernig landið leit út á öldum áður.

„Það stóð til að rífa tankinn áður en hugmyndin barst okkur,“ segir Gunnar Jónsson, formaður stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella. Málið er í farvegi hjá Fljótsdalshéraði en ýmsu þarf að breyta ef af verkinu á að verða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×