Viðskipti innlent

Skuldaleiðréttingar eftir hálft ár

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Heildarumfang skuldaleiðréttinga er metið á um 150 milljarða króna sem dreifist yfir fjögurra ára tímabil.



"Við teljum rétt í ljósi þess gríðarlega kostnaðar sem hefur fallið á ríkið að hækka þennan skatt enn frekar og með því móti munu áhrif aðgerðanna sem við kynnum í dag vera engin á afkomu ríkissjóðs. Aðgerðin verður full fjármögnuð," sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í ræðu sinni við kynningu á aðgerðum stjórnvalda.



Umfang leiðréttingar verðtryggða húnsæðislána er um 80 milljarðar króna og höfuðstólslækkun með nýtingu séreignarlífeyrissparnaðar um 70 milljarðar króna. Ekki verður þörf á stofnun leiðréttingarsjóðs þar sem aðgerðin verður að fullu fjármögnuð. Því er gert ráð fyrir að hrein áhrif á ríkissjóð verði óveruleg fyrri hvert ár á tímabilinu 2014-2017.



Samhliða lækkun skulda mun aðgerðin auka ráðstöfunartekjur heimila og hvetja til sparnaðar með skattleysi séreignarlífeyrissparnaðar. Þá myndast aukinn hvati til fjárfestingar.



Gera má ráð fyrir því að verði tillagan samþykkt verði hægt að framkvæma niðurfærslur um mitt ár 2014.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×