Viðskipti innlent

Skúffufyrirtæki má eiga HS Orku

Hitaveita Suðurnesja.
Hitaveita Suðurnesja.

Nefnd um erlenda fjárfestingu hefur úrskurðað að Magma Energy Sweden AB (MES), megi eiga 52,35% í HS Orku hf. Minnihluti nefndarinnar er andvíg áliti meirihlutans en hart var deilt um það hvort kanadíska fyrirtækið Magma Energy mætti eiga hlut í íslensku orkufyrirtæki í ljósi þess að það er ekki á evrópska efnahagssvæðinu.

Í lögum eru sérstakar takmarkanir settar við erlendri fjárfestingu í ákveðnum atvinnurekstri, svo sem sjávarútvegi og orkuiðnaði.

Þess vegna stofnaði Magma sænskt fyrirtæki sem aftur á hlut í HS Orku.

Í tilkynningu frá viðskipta- og efnahagsráðuneytinu segir að meirihluti nefndarinnar kemst að þeirri niðurstöðu, með vísan til álits nefndarinnar frá 22. mars 2010, að fjárfesting MES gangi ekki gegn ákvæðum laga um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri.

Minnihluti greiddi atkvæði gegn þessari niðurstöðu með vísan til álitsins frá 22. mars sl.

Hér mál lesa álit nefndarinnar í heild sinni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×