Skrumskæla sannleikann og ala á ótta Hjörtur Hjartarson skrifar 15. september 2014 20:32 Uppgangur hægri flokka á Norðurlöndunum sem tala gegn fjölmenningarsamfélagi og vilja draga úr fjölda innflytjenda er greinilegur og hafa þeir fest sig þar í sessi. Flokkarnir skrumskæla sannleikann og ala á ótta til að fá fólk til liðs við sig, segir prófessor í stjórnmálafræði. Svíþjóðardemókratar eru andsnúnir auknum fjölda innflytjenda og mjög gagnrýnir á aðilld að Evrópusambandinu. Flokkurinn er af mörgum talinn öfgaflokkur sem eigi rætur sínar að rekja til nýnasista. Svíþjóðardemókratar margfölduðu fylgi sitt í kosningunum í gær og fengu 12,9 prósent. „Það þótti nokkrum tíðindum sæta þegar þeir náðu að rjúfa fjögurra prósenta þröskuldinn sem þarf til að ná inn manni á sænska þinginu fyrir fjórum árum en nú bæta þeir um betur og eru orðnir þriðji stærsti flokkurinn í sænskum stjórnmálum,“ segir BaldurÞórhallsson, prófessorístjórnmálafræði viðHáskólaÍslands. Stóru flokkarnir í Svíþjóð segjast ekki ætla að vinna með Svíþjóðardemókrötum en Baldur segir að það gæti breyst þegar frá líður eins og dæmin sýna í Noregi og Danmörku. „Menn sögðust ekki vilja með norska Framfaraflokknum eða danska Þjóðarflokknum. Í dag er hinsvegar staðan sú að Framfaraflokkurinn er í norsku ríkisstjórninni og danski Þjóðarflokkurinn studdi minnihlutastjórn danskra hægrimanna í áratug og hafði mikil áhrif á stjórnarstefnuna í Danmörku.“ Þeir flokkar á Norðurlöndum sem eru af sama meiði og Svíþjóðardemókratar, danski þjóðarflokkurinn, flokkurinn Sannir Finnar og norski framfaraflokkurinn hafa allir fest sig í sessi í sínu heimalandi. Fylgistölur flokkanna sem sjá má hér eru frá síðustu kosningum. Skoðanakannanir benda til að fylgi flokkana haldi áfram að vaxa, sérstaklega í Danmörku. En er ástæða til að hafa áhyggjur af uppgangi þessara flokka? „Það fer eftir því hvernig menn líta á þetta.“„Hvaða stimpil er hægt aðgefaþessum flokkum.“„Stundum er talað um þessa flokka sem lýðskrumsflokka vegna þess að þeir velja sér tiltekið málefni sem eru vel fallin til vinsælda hjá tilteknum hópum hverju sinni. Þeir hika þá ekki við að skrumskæla sannleikann þegar það kemur að málflutningi þeirra varðandi til dæmis málefni innflytjenda eða glæpi í samfélaginu og draga upp mjög dökkar myndir af því sem er að gerast og reyna jafnvel að ýta undir hræðsluáróður til að fá fólk til liðs við sig,“ segir Baldur. Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Sjá meira
Uppgangur hægri flokka á Norðurlöndunum sem tala gegn fjölmenningarsamfélagi og vilja draga úr fjölda innflytjenda er greinilegur og hafa þeir fest sig þar í sessi. Flokkarnir skrumskæla sannleikann og ala á ótta til að fá fólk til liðs við sig, segir prófessor í stjórnmálafræði. Svíþjóðardemókratar eru andsnúnir auknum fjölda innflytjenda og mjög gagnrýnir á aðilld að Evrópusambandinu. Flokkurinn er af mörgum talinn öfgaflokkur sem eigi rætur sínar að rekja til nýnasista. Svíþjóðardemókratar margfölduðu fylgi sitt í kosningunum í gær og fengu 12,9 prósent. „Það þótti nokkrum tíðindum sæta þegar þeir náðu að rjúfa fjögurra prósenta þröskuldinn sem þarf til að ná inn manni á sænska þinginu fyrir fjórum árum en nú bæta þeir um betur og eru orðnir þriðji stærsti flokkurinn í sænskum stjórnmálum,“ segir BaldurÞórhallsson, prófessorístjórnmálafræði viðHáskólaÍslands. Stóru flokkarnir í Svíþjóð segjast ekki ætla að vinna með Svíþjóðardemókrötum en Baldur segir að það gæti breyst þegar frá líður eins og dæmin sýna í Noregi og Danmörku. „Menn sögðust ekki vilja með norska Framfaraflokknum eða danska Þjóðarflokknum. Í dag er hinsvegar staðan sú að Framfaraflokkurinn er í norsku ríkisstjórninni og danski Þjóðarflokkurinn studdi minnihlutastjórn danskra hægrimanna í áratug og hafði mikil áhrif á stjórnarstefnuna í Danmörku.“ Þeir flokkar á Norðurlöndum sem eru af sama meiði og Svíþjóðardemókratar, danski þjóðarflokkurinn, flokkurinn Sannir Finnar og norski framfaraflokkurinn hafa allir fest sig í sessi í sínu heimalandi. Fylgistölur flokkanna sem sjá má hér eru frá síðustu kosningum. Skoðanakannanir benda til að fylgi flokkana haldi áfram að vaxa, sérstaklega í Danmörku. En er ástæða til að hafa áhyggjur af uppgangi þessara flokka? „Það fer eftir því hvernig menn líta á þetta.“„Hvaða stimpil er hægt aðgefaþessum flokkum.“„Stundum er talað um þessa flokka sem lýðskrumsflokka vegna þess að þeir velja sér tiltekið málefni sem eru vel fallin til vinsælda hjá tilteknum hópum hverju sinni. Þeir hika þá ekki við að skrumskæla sannleikann þegar það kemur að málflutningi þeirra varðandi til dæmis málefni innflytjenda eða glæpi í samfélaginu og draga upp mjög dökkar myndir af því sem er að gerast og reyna jafnvel að ýta undir hræðsluáróður til að fá fólk til liðs við sig,“ segir Baldur.
Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Sjá meira