Enski boltinn

Skrtel: Hef beðið lengi eftir markinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Skrtel fagnar.
Skrtel fagnar. Vísir/Getty
Martin Skrtel, varnarmaður Liverpool, segir að hann og félagar hans hafi verið óheppnir að ná ekki stigunum þrem gegn Arsenal í hörkuleik í enska boltanum í dag. Lokatölur 2-2.

„Þetta var skrýtið að vera þrír miðverðir þarna aftast, en mér fannst við gera þetta vel. Mér fannst við spila boltanum vel og vorum óheppnir að ná ekki stigunum þrem," sagði Skrtel í leikslok við Sky Sports.

„Þetta voru vonbrigði því eftir frábæra spilamennsku gegn Bournemouth komum við með mikið sjálfstraust inn í þennan leik."

Oliver Giroud steig á hausinn á Skrtel og það fossblæddi úr höfuði Skrtel. Hann harkaði það hins vegar af sér.

„Þetta var vont á tímapunkti, en er fínt núna. Meiðsli eru hluti af fótboltanum," sem var næst spurður út í markið sem hann skoraði.

„Þetta var frábær sending frá Adam Lallana. Ég klikkaði skalla rétt áður og ég hef verið að bíða lengi eftir markinu," sagði bjargvætturinn að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×