Skrifstofa Alþjóðlegu norðurskautsvísindanefndarinnar flyst til Akureyrar Atli Ísleifsson skrifar 15. mars 2016 15:02 Skrifstofa norðurskautsvísindanefndarinnar hefur frá árinu 2009 verið staðsett í Potsdam í Þýskalandi. vísir/pjetur Alþjóðlega norðurskautsvísindanefndin (IASC) hefur samþykkt að skrifstofa nefndarinnar flytjist til Akureyrar frá Þýskalandi um næstu áramót. Þetta var ákveðið á fundi nefndarinnar í Fairbanks í Alaska í gærkvöldi. Ríkisstjórn Íslands ákvað um miðjan febrúar að veita fjármagni til reksturs skrifstofunnar til næstu fimm ára. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að markmið IASC sé að stuðla að samstarfi um rannsóknir á norðurslóðum og að veita ráðgjöf til stjórnvalda um málefni þeirra. „Stofnunin leiðir saman opinberar rannsóknarstofnanir og -samtök frá 23 löndum og hefur skipað sér sess sem einn mikilvægasti alþjóðlegi samstarfsvettvangurinn um rannsóknir og vöktun á norðurslóðum. Á Akureyri eru þegar til staðar nokkrar stofnanir um málefni norðurslóða. Má þar nefna Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, skrifstofur Norðurskautsráðsins: PAME (Protection of the Arctic Marine Environment) og CAFF (Conservation of Arctic Fauna and Flora), og Norðurslóðanet Íslands. Á Akureyri starfar einnig sérhæft fyrirtæki, Arctic Portal, við söfnun, úrvinnslu og miðlun upplýsinga um norðurslóðir. Á Akureyri er því öflugt norðurslóðasamfélag undir einu þaki sem gæti skapað ýmiss konar samvirkni við IASC skrifstofuna. Frá upphafi hefur Rannís átt aðild að IASC fyrir hönd Íslands. IASC hefur áheyrnaraðild að Norðurskautsráðinu og gegnir mikilvægu hlutverki við miðlun upplýsinga frá vísindasamfélaginu til ráðsins um niðurstöður rannsókna á náttúru- og samfélagsbreytingum á norðurslóðum. Skrifstofa norðurskautsvísindanefndarinnar hefur frá árinu 2009 verið staðsett í Potsdam í Þýskalandi en áður hefur skrifstofa IASC verið staðsett í Svíþjóð og Noregi. Skrifstofan er ábyrg fyrir daglegri starfsemi IASC,“ segir í tilkynningunni. Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira
Alþjóðlega norðurskautsvísindanefndin (IASC) hefur samþykkt að skrifstofa nefndarinnar flytjist til Akureyrar frá Þýskalandi um næstu áramót. Þetta var ákveðið á fundi nefndarinnar í Fairbanks í Alaska í gærkvöldi. Ríkisstjórn Íslands ákvað um miðjan febrúar að veita fjármagni til reksturs skrifstofunnar til næstu fimm ára. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að markmið IASC sé að stuðla að samstarfi um rannsóknir á norðurslóðum og að veita ráðgjöf til stjórnvalda um málefni þeirra. „Stofnunin leiðir saman opinberar rannsóknarstofnanir og -samtök frá 23 löndum og hefur skipað sér sess sem einn mikilvægasti alþjóðlegi samstarfsvettvangurinn um rannsóknir og vöktun á norðurslóðum. Á Akureyri eru þegar til staðar nokkrar stofnanir um málefni norðurslóða. Má þar nefna Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, skrifstofur Norðurskautsráðsins: PAME (Protection of the Arctic Marine Environment) og CAFF (Conservation of Arctic Fauna and Flora), og Norðurslóðanet Íslands. Á Akureyri starfar einnig sérhæft fyrirtæki, Arctic Portal, við söfnun, úrvinnslu og miðlun upplýsinga um norðurslóðir. Á Akureyri er því öflugt norðurslóðasamfélag undir einu þaki sem gæti skapað ýmiss konar samvirkni við IASC skrifstofuna. Frá upphafi hefur Rannís átt aðild að IASC fyrir hönd Íslands. IASC hefur áheyrnaraðild að Norðurskautsráðinu og gegnir mikilvægu hlutverki við miðlun upplýsinga frá vísindasamfélaginu til ráðsins um niðurstöður rannsókna á náttúru- og samfélagsbreytingum á norðurslóðum. Skrifstofa norðurskautsvísindanefndarinnar hefur frá árinu 2009 verið staðsett í Potsdam í Þýskalandi en áður hefur skrifstofa IASC verið staðsett í Svíþjóð og Noregi. Skrifstofan er ábyrg fyrir daglegri starfsemi IASC,“ segir í tilkynningunni.
Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira