Skrefin í vínbúðina Sæunn Kjartansdóttir skrifar 23. febrúar 2017 07:00 Það er auðvitað að bera í bakkafullan lækinn að viðra skoðun sína á hversu skynsamlegt það sé að selja áfengi í matvörubúðum. Engu að síður leyfi ég mér að gera það fyrir hönd barna sem búa við áfengisvanda og eru of ung til að geta látið í sér heyra. Það er vægast sagt hæpið að halda því fram að aðgengi að áfengi sé erfitt á Íslandi. Hér eru yfir 50 verslanir með fjölbreytt vöruúrval, rúman opnunartíma og þjónustu sem viðskiptavinir gefa árlega hæstu einkunn. Samt liggur fyrir Alþingi frumvarp sem fyrirséð er að muni auka áfengisdrykkju umtalsvert með auknum útgjöldum fyrir samfélagið að ekki sé minnst á vanlíðan og heilsutjón stórra hópa fólks. En málið snýst auðvitað ekki um skynsemi. Það snýst um löngun manna í meiri þægindi og það viðhorf að það heyri til lífsgæða, ef ekki beinlínis mannréttinda, að geta keypt áfengi og matvöru á einum og sama staðnum. Margir nota áfengi eins og krydd í lífið sem þeir geta ýmist notið eða sleppt. Aðrir heyja daglega baráttu gegn því. Þetta þekkja börnin þeirra. Þau eru viðkvæmur hópur sem myndi líða verulega fyrir aukin þægindi þeirra sem finnst of mikið mál að taka á sig krók í vínbúðina. Verði áfengisfrumvarpið samþykkt mun streita þessara barna stigmagnast, ekki aðeins vegna aukinnar áfengisneyslu foreldranna, heldur mun sá hversdagslegi atburður að fjölskyldan kaupi í matinn verða kvíðavekjandi. Hvernig skapi eru pabbi og mamma í þegar þau fara í búðina? Virka þau í góðu jafnvægi? Eða eru þau líkleg til að grípa með sér bjórkippu eða vínflösku? Þegar kemur að þörfum þeirra sem minna mega sín, hvort sem þeir heita sjúklingar, fangar, aldraðir eða börn erum við sem samfélag alltaf staurblönk. En höfnun áfengisfrumvarpsins kostar ekki krónu. Afstaða til þess snýst um gildismat. Finnst okkur einhvers virði að taka tillit til þeirra sem þjást vegna áfengisneyslu, sem meðal annarra eru börn, eða er mikilvægara að dekra við þá sem finnst áfengisdrykkja of fyrirhafnarsöm? Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Sjá meira
Það er auðvitað að bera í bakkafullan lækinn að viðra skoðun sína á hversu skynsamlegt það sé að selja áfengi í matvörubúðum. Engu að síður leyfi ég mér að gera það fyrir hönd barna sem búa við áfengisvanda og eru of ung til að geta látið í sér heyra. Það er vægast sagt hæpið að halda því fram að aðgengi að áfengi sé erfitt á Íslandi. Hér eru yfir 50 verslanir með fjölbreytt vöruúrval, rúman opnunartíma og þjónustu sem viðskiptavinir gefa árlega hæstu einkunn. Samt liggur fyrir Alþingi frumvarp sem fyrirséð er að muni auka áfengisdrykkju umtalsvert með auknum útgjöldum fyrir samfélagið að ekki sé minnst á vanlíðan og heilsutjón stórra hópa fólks. En málið snýst auðvitað ekki um skynsemi. Það snýst um löngun manna í meiri þægindi og það viðhorf að það heyri til lífsgæða, ef ekki beinlínis mannréttinda, að geta keypt áfengi og matvöru á einum og sama staðnum. Margir nota áfengi eins og krydd í lífið sem þeir geta ýmist notið eða sleppt. Aðrir heyja daglega baráttu gegn því. Þetta þekkja börnin þeirra. Þau eru viðkvæmur hópur sem myndi líða verulega fyrir aukin þægindi þeirra sem finnst of mikið mál að taka á sig krók í vínbúðina. Verði áfengisfrumvarpið samþykkt mun streita þessara barna stigmagnast, ekki aðeins vegna aukinnar áfengisneyslu foreldranna, heldur mun sá hversdagslegi atburður að fjölskyldan kaupi í matinn verða kvíðavekjandi. Hvernig skapi eru pabbi og mamma í þegar þau fara í búðina? Virka þau í góðu jafnvægi? Eða eru þau líkleg til að grípa með sér bjórkippu eða vínflösku? Þegar kemur að þörfum þeirra sem minna mega sín, hvort sem þeir heita sjúklingar, fangar, aldraðir eða börn erum við sem samfélag alltaf staurblönk. En höfnun áfengisfrumvarpsins kostar ekki krónu. Afstaða til þess snýst um gildismat. Finnst okkur einhvers virði að taka tillit til þeirra sem þjást vegna áfengisneyslu, sem meðal annarra eru börn, eða er mikilvægara að dekra við þá sem finnst áfengisdrykkja of fyrirhafnarsöm? Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun