Skortur á fólki með tæknimenntun hamlar hagvexti Erla Hlynsdóttir skrifar 31. maí 2011 15:29 Ari Kristinn Jónsson telur raunverulega hættu á að fyrirtæki flytji starfsemi sína úr landi vegna skorts á fólki með tæknimenntun Mynd Anton Brink „Fjöldi fyrirtækja getur ekki vaxið á Íslandi í dag vegna skorts á tæknimenntuðum starfskröftum og erum við þannig að missa af aukinni verðmætasköpun og hagvexti," segir Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík. Að sögn Ara er raunveruleg og alvarleg hætta á því að fyrirtæki ákveði að flytja starfsemi sína í heild eða að hluta til erlendis, til að tryggja vaxtarumhverfi sitt. Heilsíðuauglýsingar birtist í blöðum í gær þar sem forstjórar 27 stórra íslenskra fyrirtækja hvöttu ungmenni til að sækja í tækninám vegna fyrirsjáanlegs skorts á fólki í þeim greinum á komandi árum. Háskólinn í Reykjavík útskrifar um tvo þriðju hluta alls tækni- og verkfræðimenntaðs fólks á Íslandi. Ari Kristinn segir að undanfarin ár hafi eftirspurn eftir fólki með þessa menntun stóraukist hér á landi. „Ástæður má meðal annars rekja til vaxandi hugverkaiðnaðar á Íslandi og auknu hlutverki tækni í fjölmörgum þáttum atvinnulífsins. Fjöldi þeirra sem útskrifast árlega á Íslandi með tæknimenntun hefur einnig vaxið og má meðal annars rekja það til stöðugrar fjölgunar tækninemenda við Háskólann í Reykjavík sem í dag útskrifar tvo af hverjum þremur með tæknimenntun á háskólastigi. Staðreyndin er hins vegar sú að þessi aukning hefur engan veginn haldið í við vaxandi þörf, enda útskrifast hlutfallslega færri með tæknimenntun hér en í mörgum samkeppnislöndum okkar." Að mati Ara þarf að grípa til viðeigandi ráðstafana til að tryggja hagvöxt. „Það er nauðsynlegt fyrir efnahag okkar að tæknimenntun verði efld til muna og tæknimenntuðum í atvinnulífinu fjölgað verulega. Til þess þarf annars vegar að tryggja að þeir háskólar sem útskrifa tæknimenntaða nemendur hafi bolmagn til að standa vel að náminu, bæði varðandi aðstöðu og fjármögnun námsins. Hins vegar þarf að hvetja framtíðarháskólanema til að horfa til tæknináms sem góðs kosts til framtíðar, enda skapi það þeim góða samkeppnisstöðu um leið og það eflir íslenskt atvinnulíf," segir hann. Tengdar fréttir Mikill vöxtur kallar á fólk 27 forstjórar stórra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi hvöttu í dag ungmenni til að sækja í tækninám þar sem fyrirsjáanlegt er að skortur verði á fólki í þeim greinum á komandi árum. 30. maí 2011 19:09 Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira
„Fjöldi fyrirtækja getur ekki vaxið á Íslandi í dag vegna skorts á tæknimenntuðum starfskröftum og erum við þannig að missa af aukinni verðmætasköpun og hagvexti," segir Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík. Að sögn Ara er raunveruleg og alvarleg hætta á því að fyrirtæki ákveði að flytja starfsemi sína í heild eða að hluta til erlendis, til að tryggja vaxtarumhverfi sitt. Heilsíðuauglýsingar birtist í blöðum í gær þar sem forstjórar 27 stórra íslenskra fyrirtækja hvöttu ungmenni til að sækja í tækninám vegna fyrirsjáanlegs skorts á fólki í þeim greinum á komandi árum. Háskólinn í Reykjavík útskrifar um tvo þriðju hluta alls tækni- og verkfræðimenntaðs fólks á Íslandi. Ari Kristinn segir að undanfarin ár hafi eftirspurn eftir fólki með þessa menntun stóraukist hér á landi. „Ástæður má meðal annars rekja til vaxandi hugverkaiðnaðar á Íslandi og auknu hlutverki tækni í fjölmörgum þáttum atvinnulífsins. Fjöldi þeirra sem útskrifast árlega á Íslandi með tæknimenntun hefur einnig vaxið og má meðal annars rekja það til stöðugrar fjölgunar tækninemenda við Háskólann í Reykjavík sem í dag útskrifar tvo af hverjum þremur með tæknimenntun á háskólastigi. Staðreyndin er hins vegar sú að þessi aukning hefur engan veginn haldið í við vaxandi þörf, enda útskrifast hlutfallslega færri með tæknimenntun hér en í mörgum samkeppnislöndum okkar." Að mati Ara þarf að grípa til viðeigandi ráðstafana til að tryggja hagvöxt. „Það er nauðsynlegt fyrir efnahag okkar að tæknimenntun verði efld til muna og tæknimenntuðum í atvinnulífinu fjölgað verulega. Til þess þarf annars vegar að tryggja að þeir háskólar sem útskrifa tæknimenntaða nemendur hafi bolmagn til að standa vel að náminu, bæði varðandi aðstöðu og fjármögnun námsins. Hins vegar þarf að hvetja framtíðarháskólanema til að horfa til tæknináms sem góðs kosts til framtíðar, enda skapi það þeim góða samkeppnisstöðu um leið og það eflir íslenskt atvinnulíf," segir hann.
Tengdar fréttir Mikill vöxtur kallar á fólk 27 forstjórar stórra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi hvöttu í dag ungmenni til að sækja í tækninám þar sem fyrirsjáanlegt er að skortur verði á fólki í þeim greinum á komandi árum. 30. maí 2011 19:09 Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira
Mikill vöxtur kallar á fólk 27 forstjórar stórra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi hvöttu í dag ungmenni til að sækja í tækninám þar sem fyrirsjáanlegt er að skortur verði á fólki í þeim greinum á komandi árum. 30. maí 2011 19:09