Skortur á einbýlum á Landspítala – vandamál við einangrun smitandi sjúklinga Faghópur um hjúkrun skrifar 26. janúar 2017 07:00 Hjúkrunarfræðingar á Landspítala sem mynda faghóp um hjúkrun sjúklinga með sýkingar hvetja til að byggingu nýs spítala við Hringbraut verði hraðað eins og frekast er unnt og eru ýmsar ástæður fyrir því. Sífellt færist í vöxt að ónæmar bakteríur greinist hjá sjúklingum á Landspítala og valdi sýkingum sem getur verið erfitt eða illmögulegt að meðhöndla. Þessi þróun á sér stað um allan heim og nú er svo komið að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin metur sýklalyfjaónæmi baktería sem ógn við lýðheilsu[1]. Þó svo að við hér á landi greinum færri ónæmar bakteríur en í öðrum löndum er þróunin sú sama hérlendis. Til að koma í veg fyrir dreifingu ónæmra baktería innan sjúkrahúsa er meðal annars gripið til þess að einangra þá sjúklinga sem hafa greinst með þessar bakteríur. Einangrun krefst þess að sjúklingur sé í einbýli með sér salerni auk þess sem unnið er samkvæmt leiðbeiningum um einangrun. En það þarf að einangra fleiri en þá sem eru með ónæmar bakteríur. Þá sjúklinga sem eru með ákveðnar örverur sem smitast milli manna og valda sýkingum þarf einnig að einangra. Hér er um að ræða örverur eins og flensuveirur, Nóróveirur og margar fleiri veirur, bakteríur eins og S. pyogenes sem veldur streptókokkahálsbólgu, Cl. difficile sem veldur niðurgangi og margar fleiri bakteríur. Einangrun sjúklinga veldur auknu álagi á starfsfólk deilda og þar sem einbýli eru fá á Landspítala skapast vandamál við forgangsröðun þeirra sjúklinga sem dvelja á einbýlunum. Í skýrslu um húsnæði Landspítala frá apríl 2014[2] kemur fram að alls voru 683 rúm á stofnuninni. Af þeim voru 218 í einbýli, 304 í tvíbýli, 75 í þríbýli, 48 í fjórbýli og 10 í fimmbýli. Eingöngu voru 9 stofur ætlaðar sjúklingum í varnareinangrun, 13 fyrir sjúklinga í snertismitseinangrun og 6 fyrir sjúklinga í úðasmitseinangrun. Því þurfa 64% sjúklinga spítalans að deila stofu með öðrum og eingöngu 10% sjúklinga hafa aðgengi að sér salerni. Frá því að skýrslan var gefin út hefur opnum rúmum heldur fækkað.49 utan sjúklingastofa Ef skoðaðar eru rauntölur frá spítalanum kemur í ljós að utan faraldurstímabila er algengt að 30-40 sjúklingar séu í einangrun. Þegar einangranir eru fleiri en 40 er erfitt að finna einbýli og salerni fyrir sjúklinga og ef einangranir ná 50 er ekki hægt að tryggja að hægt sé að einangra skv. leiðbeiningum, það eru hreinlega ekki til næg salerni á stofnuninni. Fimmtudaginn 5. janúar 2017 voru um 670 sjúklingar á spítalanum og þar af 50 í einangrun og má rekja þennan fjölda einangrana m.a. til flensu og annarra öndunarfæraveira sem herja á landsmenn þessa dagana. Þann 12. janúar voru 667 sjúklingar inniliggjandi og af þeim voru 40 í einangrun en upplýsingar skorti um þá sem voru í einangrun á göngu- og bráðadeildum. Þennan dag voru 49 fleiri sjúklingar inniliggjandi en skráð opin rúm (sem voru 618), það þýðir að það voru 49 sjúklingar á gangi eða öðrum rýmum sem eru ekki ætluð sem sjúklingastofur. Faghópur um hjúkrun sjúklinga með sýkingar á Landspítala lýsir yfir áhyggjum sínum varðandi húsnæði Landspítalans. Með vaxandi fjölgun ferðamanna til Íslands og aukningu á ferðalögum Íslendinga fjölgar þeim sem þarf að einangra þegar þeir leita til Landspítala. Þessir einstaklingar eru líklegri til að vera með ónæmar bakteríur þar sem þær eru mun algengari erlendis og á flensutíma getur hreinlega verið vandamál að finna legupláss fyrir sjúklinga sem þarfnast einangrunar. Bygging nýs spítala þar sem öll herbergi eru einbýli með sér salerni og sturtu er mikilvægt skref til að stemma stigu við dreifingu ónæmra baktería innan stofnunarinnar og eykur á þann hátt öryggi sjúklinga. Bygging nýs spítala er að okkar mati forgangsmál þjóðarinnar allrar og öll töf bitnar á sjúklingum sem þurfa að nota þjónustu stofnunarinnar. Því hvetjum við til áframhaldandi uppbyggingar nýs spítala við Hringbraut og að framkvæmdum verði flýtt. [1] The evolving threat of antimicrobial resistance - Options for action á heimasíðu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar www.who.int [2] GREINING LEGUDEILDA, STÆRÐIR-FJÖLDI-ÁSTAND-VIÐHALDSÞÖRF, apríl 2014, á heimasíðu Landspítala, file:///C:/Users/asdiself/Downloads/LSH_legudeildir_skyrsla_250414%20(3).pdf Berglind Guðrún Chu formaður Ardís Henriksdóttir Ásdís Elfarsdóttir Jelle Jóhanna Lilja Hjörleifsdóttir Súsanna K. Knútsdóttir f. h. faghóps um hjúkrun sjúklinga með sýkingar Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar á Landspítala sem mynda faghóp um hjúkrun sjúklinga með sýkingar hvetja til að byggingu nýs spítala við Hringbraut verði hraðað eins og frekast er unnt og eru ýmsar ástæður fyrir því. Sífellt færist í vöxt að ónæmar bakteríur greinist hjá sjúklingum á Landspítala og valdi sýkingum sem getur verið erfitt eða illmögulegt að meðhöndla. Þessi þróun á sér stað um allan heim og nú er svo komið að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin metur sýklalyfjaónæmi baktería sem ógn við lýðheilsu[1]. Þó svo að við hér á landi greinum færri ónæmar bakteríur en í öðrum löndum er þróunin sú sama hérlendis. Til að koma í veg fyrir dreifingu ónæmra baktería innan sjúkrahúsa er meðal annars gripið til þess að einangra þá sjúklinga sem hafa greinst með þessar bakteríur. Einangrun krefst þess að sjúklingur sé í einbýli með sér salerni auk þess sem unnið er samkvæmt leiðbeiningum um einangrun. En það þarf að einangra fleiri en þá sem eru með ónæmar bakteríur. Þá sjúklinga sem eru með ákveðnar örverur sem smitast milli manna og valda sýkingum þarf einnig að einangra. Hér er um að ræða örverur eins og flensuveirur, Nóróveirur og margar fleiri veirur, bakteríur eins og S. pyogenes sem veldur streptókokkahálsbólgu, Cl. difficile sem veldur niðurgangi og margar fleiri bakteríur. Einangrun sjúklinga veldur auknu álagi á starfsfólk deilda og þar sem einbýli eru fá á Landspítala skapast vandamál við forgangsröðun þeirra sjúklinga sem dvelja á einbýlunum. Í skýrslu um húsnæði Landspítala frá apríl 2014[2] kemur fram að alls voru 683 rúm á stofnuninni. Af þeim voru 218 í einbýli, 304 í tvíbýli, 75 í þríbýli, 48 í fjórbýli og 10 í fimmbýli. Eingöngu voru 9 stofur ætlaðar sjúklingum í varnareinangrun, 13 fyrir sjúklinga í snertismitseinangrun og 6 fyrir sjúklinga í úðasmitseinangrun. Því þurfa 64% sjúklinga spítalans að deila stofu með öðrum og eingöngu 10% sjúklinga hafa aðgengi að sér salerni. Frá því að skýrslan var gefin út hefur opnum rúmum heldur fækkað.49 utan sjúklingastofa Ef skoðaðar eru rauntölur frá spítalanum kemur í ljós að utan faraldurstímabila er algengt að 30-40 sjúklingar séu í einangrun. Þegar einangranir eru fleiri en 40 er erfitt að finna einbýli og salerni fyrir sjúklinga og ef einangranir ná 50 er ekki hægt að tryggja að hægt sé að einangra skv. leiðbeiningum, það eru hreinlega ekki til næg salerni á stofnuninni. Fimmtudaginn 5. janúar 2017 voru um 670 sjúklingar á spítalanum og þar af 50 í einangrun og má rekja þennan fjölda einangrana m.a. til flensu og annarra öndunarfæraveira sem herja á landsmenn þessa dagana. Þann 12. janúar voru 667 sjúklingar inniliggjandi og af þeim voru 40 í einangrun en upplýsingar skorti um þá sem voru í einangrun á göngu- og bráðadeildum. Þennan dag voru 49 fleiri sjúklingar inniliggjandi en skráð opin rúm (sem voru 618), það þýðir að það voru 49 sjúklingar á gangi eða öðrum rýmum sem eru ekki ætluð sem sjúklingastofur. Faghópur um hjúkrun sjúklinga með sýkingar á Landspítala lýsir yfir áhyggjum sínum varðandi húsnæði Landspítalans. Með vaxandi fjölgun ferðamanna til Íslands og aukningu á ferðalögum Íslendinga fjölgar þeim sem þarf að einangra þegar þeir leita til Landspítala. Þessir einstaklingar eru líklegri til að vera með ónæmar bakteríur þar sem þær eru mun algengari erlendis og á flensutíma getur hreinlega verið vandamál að finna legupláss fyrir sjúklinga sem þarfnast einangrunar. Bygging nýs spítala þar sem öll herbergi eru einbýli með sér salerni og sturtu er mikilvægt skref til að stemma stigu við dreifingu ónæmra baktería innan stofnunarinnar og eykur á þann hátt öryggi sjúklinga. Bygging nýs spítala er að okkar mati forgangsmál þjóðarinnar allrar og öll töf bitnar á sjúklingum sem þurfa að nota þjónustu stofnunarinnar. Því hvetjum við til áframhaldandi uppbyggingar nýs spítala við Hringbraut og að framkvæmdum verði flýtt. [1] The evolving threat of antimicrobial resistance - Options for action á heimasíðu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar www.who.int [2] GREINING LEGUDEILDA, STÆRÐIR-FJÖLDI-ÁSTAND-VIÐHALDSÞÖRF, apríl 2014, á heimasíðu Landspítala, file:///C:/Users/asdiself/Downloads/LSH_legudeildir_skyrsla_250414%20(3).pdf Berglind Guðrún Chu formaður Ardís Henriksdóttir Ásdís Elfarsdóttir Jelle Jóhanna Lilja Hjörleifsdóttir Súsanna K. Knútsdóttir f. h. faghóps um hjúkrun sjúklinga með sýkingar Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun