Skorið niður um 12% í þróunaraðstoð til barna Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 17. desember 2013 07:00 „Það er umhugsunarefni að alltaf þegar að kreppir sé skorið niður í framlagi til þróunarsamvinnu. Þannig var það líka á fyrri hluta síðasta kjörtímabils,“ segir Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF, um tillögu samkvæmt nefndaráliti um frumvarp til fjárlaga. Meðal þess sem lagt er til í álitinu er að dregið verði úr styrkjum til þróunaraðstoðar til UNICEF, Alþjóðabarnahjálparstofnunarinnar um tæpar 22 milljónir króna. Að sögn Stefáns Inga hafa þessir peningar farið í þróunar- og neyðaraðstoð við börn og peningarnir eru nýttir þar sem þörfin er mest hverju sinni. Um er að ræða nokkuð mikinn niðurskurð ef af verður eða um 12 prósent. UNICEF greinir á hverjum tíma hvar neyðin er mest og undanfarið hafa peningarnir aðallega farið í heilsugæsluverkefni sunnan við Sahara í Afríku. Peningarnir hafa aldrei verið eyrnamerktir og Stefán Ingi segir að það sé eitt af því sem gerir UNICEF svo sterkt, stofnunin aðstoðar þar sem þörfin er mest hverju sinni. „Þetta er flatur niðurskurður á meðan að í áætlunum ríkisins eru fjórar stofnanir í ákveðnum forgangi. Það eru stofnanirnar UNICEF, UN Women, Alþjóðabankinn og Háskólar Sameinuðu þjóðanna. Með niðurskurði sem þessum er þeim stofnunum sem eru í forgangi ekkert hlíft,“ segir Stefán Ingi. Verkefni sem þessi verða alltaf fyrir barðinu á miklum niðurskurði. „Það er alveg sama hversu mikinn stuðning við fáum, þegar til kastanna kemur virðist þetta enda oft svona,“ segir Stefán Ingi. Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
„Það er umhugsunarefni að alltaf þegar að kreppir sé skorið niður í framlagi til þróunarsamvinnu. Þannig var það líka á fyrri hluta síðasta kjörtímabils,“ segir Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF, um tillögu samkvæmt nefndaráliti um frumvarp til fjárlaga. Meðal þess sem lagt er til í álitinu er að dregið verði úr styrkjum til þróunaraðstoðar til UNICEF, Alþjóðabarnahjálparstofnunarinnar um tæpar 22 milljónir króna. Að sögn Stefáns Inga hafa þessir peningar farið í þróunar- og neyðaraðstoð við börn og peningarnir eru nýttir þar sem þörfin er mest hverju sinni. Um er að ræða nokkuð mikinn niðurskurð ef af verður eða um 12 prósent. UNICEF greinir á hverjum tíma hvar neyðin er mest og undanfarið hafa peningarnir aðallega farið í heilsugæsluverkefni sunnan við Sahara í Afríku. Peningarnir hafa aldrei verið eyrnamerktir og Stefán Ingi segir að það sé eitt af því sem gerir UNICEF svo sterkt, stofnunin aðstoðar þar sem þörfin er mest hverju sinni. „Þetta er flatur niðurskurður á meðan að í áætlunum ríkisins eru fjórar stofnanir í ákveðnum forgangi. Það eru stofnanirnar UNICEF, UN Women, Alþjóðabankinn og Háskólar Sameinuðu þjóðanna. Með niðurskurði sem þessum er þeim stofnunum sem eru í forgangi ekkert hlíft,“ segir Stefán Ingi. Verkefni sem þessi verða alltaf fyrir barðinu á miklum niðurskurði. „Það er alveg sama hversu mikinn stuðning við fáum, þegar til kastanna kemur virðist þetta enda oft svona,“ segir Stefán Ingi.
Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira