Skólpmálin eru áhyggjuefni 20. desember 2012 06:00 Svandís Svavarsdóttir Ráðherra telur að á síðustu árum hafi framþróun í skólpmálum verið engin og jafnvel hægt að tala um afturför. fréttablaðið/gva Svandís Svavarsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir það áhyggjuefni að við Íslendingar séum langt á eftir nágrannalöndum okkar þegar kemur að skólpmálum. Hún segir stöðnun ríkja og að jafnvel megi tala um afturför vegna skorts á viðhaldi, og í því ljósi þurfi nokkur sveitarfélög að gera átak til að uppfylla kröfur. Stjórnvaldssektir eru til skoðunar í ráðuneytinu. Langt á eftir Fréttablaðið fjallaði um hreinsun skólps í fimmtudagsblaði síðustu viku þar sem kom fram að mörg stærri sveitarfélögin á landsbyggðinni hefðu ekki lokið við uppsetningu hreinsimannvirkja fyrir skólp þrátt fyrir að tími til þess sé löngu runninn út. Fyrst og síðast stæði mikill kostnaður í vegi fyrir því að kröfum laga og reglugerða sé framfylgt, en hann hleypur á milljörðum hjá stærri sveitarfélögum. Íslensk löggjöf og reglugerðir um skólp- og fráveitumál eiga rætur sínar í tilskipun Evrópusambandsins en meginmarkmið hennar er að vernda yfirborðsvatn fyrir skólpmengun. „Það má lesa út úr reglugerðinni og lögunum að mikilvægt sé að fráveitumál séu í lagi og fráveitur standist ströngustu kröfur. Það þarf að standa vörð um mikilvægustu auðlindir Íslendinga, sem eru hafið og ferskvatnið, og tryggja heilnæmt umhverfi fyrir framleiðslu matvæla,“ sagði Tryggvi Þórðarson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Áhyggjuefni En hvað finnst ráðherra umhverfis- og auðlindamála um þá staðreynd að við erum langt á eftir nágrannalöndunum í skólpmálum? „Það er áhyggjuefni að við séum almennt á eftir nágrannalöndunum í skólpmálum. Milli 70 og 80% íbúa landsins búa nú við viðunandi skólphreinsun en meðal 20 til 30% er ástandið ófullnægjandi. Hér gegna sveitarfélögin lykilhlutverki – mörg þeirra hafa ekki lokið við fráveituframkvæmdir sem þegar eru hafnar og sum hafa ekki hafið þær. Enn öðrum hefur ekki lánast að viðhalda þeim búnaði sem komið hefur verið upp. Víða þurfa sveitarfélög því að taka sig á,“ segir Svandís. Hún bætir við að ekki sé þó að öllu leyti einfalt að bera aðstæður á Íslandi saman við aðstæður í löndunum í kringum okkur. Þannig séu aðstæður hérlendis víða góðar vegna öflugra sjávarfalla sem valda því að strandsjórinn umhverfis Ísland er víða skilgreindur sem „síður viðkvæmur viðtaki“. Stöðnun – jafnvel afturför Sjö ár eru liðin frá því að frestur sveitarfélaga til að koma upp skólphreinsun rann út. Um þá staðreynd segir Svandís að sveitarfélög fengu stuðning ríkissjóðs vegna framkvæmda á árunum 1995 til 2008 og þá hafi orðið bylting í fráveitumálum sveitarfélaga víða um land. Hins vegar hafi legið fyrir að sveitarfélögin þyrftu sjálf að standa straum af kostnaðinum við fráveitur eftir að þessu tímabili lyki. „Á síðustu árum hefur hins vegar ríkt stöðnun og jafnvel orðið afturför vegna skorts á viðhaldi skólpmannvirkja. Þetta er óviðunandi og er ljóst að mörg sveitarfélög þurfa að taka sig verulega á til að uppfylla skyldur sínar á þessu sviði. Það er á þeirra ábyrgð að sjá til þess að þessi hluti innviða sveitarfélaganna sé með sóma fyrir náttúru og lífríki en ekki síður til að búa íbúunum bestu mögulegar aðstæður,“ segir Svandís. Spurð hvort kostnaður sé gild rök fyrir því að sveitarfélög hafa látið hjá líða að gera það sem lög og reglur segja til um segir hún að kostnaður einn og sér dugi ekki sem röksemd fyrir því að fara ekki að lögum og reglum. „Hér er um að ræða gríðarlega mikilvægt heilbrigðis- og umhverfismál sem varðar lífríkið og lífsgæði íbúanna og því ætti það að vera meðal brýnustu verkefna allra sveitarfélaga.“ Skoða sektir við slóðaskap Nærtækt er að spyrja hvort grípa þurfi inn í með einhverjum hætti, af hálfu stjórnvalda, til að hraða því að skólpmálum sé kippt í liðinn af þeim sem dregið hafa fæturna. Svandís segir að íslensk lög og reglur leyfi ákveðin þvingunarúrræði en í þessu tilviki sé erfitt að beita þeim þar sem lokaúrræðið, sem er að stöðva starfsemina, er í raun ónothæft – það er einfaldlega ekki hægt að loka skólphreinsistöðvum eða fráveitum þó lagabókstafnum sé ekki fylgt í þaula. „Hins vegar er umhverfis- og auðlindaráðuneytið að skoða möguleika á að beita stjórnvaldssektum í þessum tilvikum og kæmi til greina að gera tillögu um slíkt við endurskoðun laga um hollustuhætti og mengunarvarnir. Auðvitað er samt allra best að sveitarfélögin og íbúar þeirra sjái sér sjálf hag í því að kippa þessu mikilvæga hagsmunamáli í liðinn,“ segir Svandís. Mest lesið Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir það áhyggjuefni að við Íslendingar séum langt á eftir nágrannalöndum okkar þegar kemur að skólpmálum. Hún segir stöðnun ríkja og að jafnvel megi tala um afturför vegna skorts á viðhaldi, og í því ljósi þurfi nokkur sveitarfélög að gera átak til að uppfylla kröfur. Stjórnvaldssektir eru til skoðunar í ráðuneytinu. Langt á eftir Fréttablaðið fjallaði um hreinsun skólps í fimmtudagsblaði síðustu viku þar sem kom fram að mörg stærri sveitarfélögin á landsbyggðinni hefðu ekki lokið við uppsetningu hreinsimannvirkja fyrir skólp þrátt fyrir að tími til þess sé löngu runninn út. Fyrst og síðast stæði mikill kostnaður í vegi fyrir því að kröfum laga og reglugerða sé framfylgt, en hann hleypur á milljörðum hjá stærri sveitarfélögum. Íslensk löggjöf og reglugerðir um skólp- og fráveitumál eiga rætur sínar í tilskipun Evrópusambandsins en meginmarkmið hennar er að vernda yfirborðsvatn fyrir skólpmengun. „Það má lesa út úr reglugerðinni og lögunum að mikilvægt sé að fráveitumál séu í lagi og fráveitur standist ströngustu kröfur. Það þarf að standa vörð um mikilvægustu auðlindir Íslendinga, sem eru hafið og ferskvatnið, og tryggja heilnæmt umhverfi fyrir framleiðslu matvæla,“ sagði Tryggvi Þórðarson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Áhyggjuefni En hvað finnst ráðherra umhverfis- og auðlindamála um þá staðreynd að við erum langt á eftir nágrannalöndunum í skólpmálum? „Það er áhyggjuefni að við séum almennt á eftir nágrannalöndunum í skólpmálum. Milli 70 og 80% íbúa landsins búa nú við viðunandi skólphreinsun en meðal 20 til 30% er ástandið ófullnægjandi. Hér gegna sveitarfélögin lykilhlutverki – mörg þeirra hafa ekki lokið við fráveituframkvæmdir sem þegar eru hafnar og sum hafa ekki hafið þær. Enn öðrum hefur ekki lánast að viðhalda þeim búnaði sem komið hefur verið upp. Víða þurfa sveitarfélög því að taka sig á,“ segir Svandís. Hún bætir við að ekki sé þó að öllu leyti einfalt að bera aðstæður á Íslandi saman við aðstæður í löndunum í kringum okkur. Þannig séu aðstæður hérlendis víða góðar vegna öflugra sjávarfalla sem valda því að strandsjórinn umhverfis Ísland er víða skilgreindur sem „síður viðkvæmur viðtaki“. Stöðnun – jafnvel afturför Sjö ár eru liðin frá því að frestur sveitarfélaga til að koma upp skólphreinsun rann út. Um þá staðreynd segir Svandís að sveitarfélög fengu stuðning ríkissjóðs vegna framkvæmda á árunum 1995 til 2008 og þá hafi orðið bylting í fráveitumálum sveitarfélaga víða um land. Hins vegar hafi legið fyrir að sveitarfélögin þyrftu sjálf að standa straum af kostnaðinum við fráveitur eftir að þessu tímabili lyki. „Á síðustu árum hefur hins vegar ríkt stöðnun og jafnvel orðið afturför vegna skorts á viðhaldi skólpmannvirkja. Þetta er óviðunandi og er ljóst að mörg sveitarfélög þurfa að taka sig verulega á til að uppfylla skyldur sínar á þessu sviði. Það er á þeirra ábyrgð að sjá til þess að þessi hluti innviða sveitarfélaganna sé með sóma fyrir náttúru og lífríki en ekki síður til að búa íbúunum bestu mögulegar aðstæður,“ segir Svandís. Spurð hvort kostnaður sé gild rök fyrir því að sveitarfélög hafa látið hjá líða að gera það sem lög og reglur segja til um segir hún að kostnaður einn og sér dugi ekki sem röksemd fyrir því að fara ekki að lögum og reglum. „Hér er um að ræða gríðarlega mikilvægt heilbrigðis- og umhverfismál sem varðar lífríkið og lífsgæði íbúanna og því ætti það að vera meðal brýnustu verkefna allra sveitarfélaga.“ Skoða sektir við slóðaskap Nærtækt er að spyrja hvort grípa þurfi inn í með einhverjum hætti, af hálfu stjórnvalda, til að hraða því að skólpmálum sé kippt í liðinn af þeim sem dregið hafa fæturna. Svandís segir að íslensk lög og reglur leyfi ákveðin þvingunarúrræði en í þessu tilviki sé erfitt að beita þeim þar sem lokaúrræðið, sem er að stöðva starfsemina, er í raun ónothæft – það er einfaldlega ekki hægt að loka skólphreinsistöðvum eða fráveitum þó lagabókstafnum sé ekki fylgt í þaula. „Hins vegar er umhverfis- og auðlindaráðuneytið að skoða möguleika á að beita stjórnvaldssektum í þessum tilvikum og kæmi til greina að gera tillögu um slíkt við endurskoðun laga um hollustuhætti og mengunarvarnir. Auðvitað er samt allra best að sveitarfélögin og íbúar þeirra sjái sér sjálf hag í því að kippa þessu mikilvæga hagsmunamáli í liðinn,“ segir Svandís.
Mest lesið Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira