Skólastjóraskipti í Melaskóla eftir verulegar væringar Jakob Bjarnar skrifar 1. desember 2015 15:21 Dagný er kominn í leyfi en verulegur ágreiningur hefur verið innan Melaskóla -- Helgi Grímsson segir málið viðkvæmt en nú er lausn fundin. Dagný Annasdóttir skólastjóri Melaskóla er nú komin í leyfi frá störfum. Við skólastjórastöðunni hefur tekið gamalreyndur skólamaður, Ellert Borgar Þorvaldsson.Undirskriftalisti kennaraVerulegar væringar hafa verið innan starfsliðs skólans í vetur og var fyrir nokkru lagður fram til Skóla- og frístundasviðs borgarinnar undirskriftalisti, sem 3/4 kennaraliðs skrifuðu undir þar sem farið var fram á að fenginn yrði annar skólastjóri en Dagný til að stjórna skólanum. Málið er gríðarlega viðkvæmt og hafa þeir ýmsu sem Vísir hefur rætt við um málið talað afar varlega og/eða neitað að tjá sig. En, víst er að á ýmsu hefur gengið. Vísir hefur heimildir fyrir því að Dagný hafi lagt fram eineltiskæru á hendur hópnum sem að undirskriftunum stóðu en Dagný var ófáanleg til að tjá sig um það né reyndar nokkuð annað sem að þessu máli snýr, þegar Vísir leitaði eftir því. Hún vísaði á Skóla- og frístundasvið.Rottugangur í heimilisfræðinniTalað hefur verið um mikla samstarfserfiðleika og það var svo ekki til að bæta úr skák að heimilisfræðikennarinn varð vör við rottugang þar sem heimilisfræðikennslan fer fram í haust, og lét hún í framhaldi af því af störfum, meðal annars vegna þess að ekki var talið að brugðist hafi verið við með fullnægjandi hætti. Helgi Grímsson hjá Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar vildi sem minnst tjá sig um málið þegar Vísir leitaði eftir því. Hann segir það flókið, viðkvæmt og að unnið hafi verið að því nú um hríð, að finna farsæla lausn með þeim sem að koma; foreldraráði, kennurum, skólastjóra og fagaðilum. Sú lausn liggur nú fyrir. Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Dagný Annasdóttir skólastjóri Melaskóla er nú komin í leyfi frá störfum. Við skólastjórastöðunni hefur tekið gamalreyndur skólamaður, Ellert Borgar Þorvaldsson.Undirskriftalisti kennaraVerulegar væringar hafa verið innan starfsliðs skólans í vetur og var fyrir nokkru lagður fram til Skóla- og frístundasviðs borgarinnar undirskriftalisti, sem 3/4 kennaraliðs skrifuðu undir þar sem farið var fram á að fenginn yrði annar skólastjóri en Dagný til að stjórna skólanum. Málið er gríðarlega viðkvæmt og hafa þeir ýmsu sem Vísir hefur rætt við um málið talað afar varlega og/eða neitað að tjá sig. En, víst er að á ýmsu hefur gengið. Vísir hefur heimildir fyrir því að Dagný hafi lagt fram eineltiskæru á hendur hópnum sem að undirskriftunum stóðu en Dagný var ófáanleg til að tjá sig um það né reyndar nokkuð annað sem að þessu máli snýr, þegar Vísir leitaði eftir því. Hún vísaði á Skóla- og frístundasvið.Rottugangur í heimilisfræðinniTalað hefur verið um mikla samstarfserfiðleika og það var svo ekki til að bæta úr skák að heimilisfræðikennarinn varð vör við rottugang þar sem heimilisfræðikennslan fer fram í haust, og lét hún í framhaldi af því af störfum, meðal annars vegna þess að ekki var talið að brugðist hafi verið við með fullnægjandi hætti. Helgi Grímsson hjá Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar vildi sem minnst tjá sig um málið þegar Vísir leitaði eftir því. Hann segir það flókið, viðkvæmt og að unnið hafi verið að því nú um hríð, að finna farsæla lausn með þeim sem að koma; foreldraráði, kennurum, skólastjóra og fagaðilum. Sú lausn liggur nú fyrir.
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira