Skógrækt til góðs eða ills Sigvaldi Ásgeirsson skrifar 24. febrúar 2011 09:48 Í Fréttablaðinu þann 22. febrúar sl. birtist grein eftir Snorra Baldursson, líffræðing, þjóðgarðsvörð í Vatnajökulsþjóðgarði og fyrrum stjórnandi hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, þar sem hann finnur skógrækt á Íslandi allt til foráttu. Hann furðar sig á því, að ríkisvaldið skuli leggja 700 milljónir króna í þann málaflokk, þegar allt eins mætti leyfa landinu að skrýðast birkiskógi af sjálfdáðum með friðun þess fyrir beit. Ég spyr: Er það á dagskrá að friða Ísland fyrir beit? Snorri telur birkiskóg góðan, en sígrænan barrskóg slæman, hann sé ljótur eða eins og hann orðar það: „eftir situr meira eða minna sígrænn skógur, mjög víða afkáralegur, tilgangslaus og utanveltu í íslenskum úthaga og landslagi." Þetta með tilgangsleysið er kannski eina lýsingarorðið í þessari smekklegu klausu, sem hægt er að ræða. Hin, þ.e. „afkáralegur" og „utanveltu" eru aðeins spurning um smekk. Snorri Baldursson kýs t.d. að gróðursetja sitkagreni í eigið sumarbústaðarland! Því skil ég ekki þá beiskju, sem skín úr orðum hans. Það er þetta með orð og athafnir, sem flækist stundum fyrir mönnum. Ég gæti sem skógarbóndi móðgast yfir atvinnurógi og rangfærslum, sem Snorri stundar í pistli sínum. Hann segir t.d., að viðarnytjar af barrskógi komi fyrst eftir 100-200 ár. Ég get glatt hann og lesendur með því, að sitkagreniskógur skilar borðviði á mun skemmri tíma á góðum stöðum á Íslandi, t.d. á Suður- og Vesturlandi. Þar geta menn átt von á því, að sitkagreni gefi borðvið úr grisjunum 50 árum eftir gróðursetningu, líkt og gerist þessa dagana á Stálpastöðum í Skorradal. Sá 50 ára gamli skógur, sem þar er nú grisjaður, mun verða 30 m á hæð eftir 30 ár, þ.e. 80 árum eftir gróðursetningu og þá vel tækur til arðvænlegrar nýtingar. Að vísu eru 80 ár langur tími fyrir þá, sem eru vanir að heimta daglaun að kveldi - eða mánaðarlega – eins og flestir. En fyrir frændur okkar á Norðurlöndunum er það hið eðlilegasta mál, að greniskógur sé felldur og úr honum unninn borðviður, þá fyrst þegar hann er 70-90 ára gamall. Þegar 80 ára greni eða fura hefur verið flutt að skógarvegi, eru verðmæti viðarins samt aðeins 1/7 hluti þess sem verður, þegar úr þessu hráefni hefur verið unnin neysluvara. Margfeldisáhrif skógræktar og skógarhöggs eru m.ö.o. sex- eða sjöföld, eftir því hvernig á það er litið. Snorri segir að skógræktarstarf Íslendinga sé „löngu gengið út í öfgar". Ennfremur: „Kappið er svo mikið og forsjárlítið að stefnir í umhverfisslys af sambærilegri stærðargráðu og jarðvegseyðingin var áður fyrr". Hvorug þessara staðhæfinga stenst nánari skoðun. Á Íslandi eru margir náttúrufarslegir, hagrænir og félagslegir þættir, sem hamla framgangi skógræktar. Hér bætast aðeins við 1000-1500 hektarar af nýjum skógi árlega, og er um þriðjungur þess birkiskógur. Hugsum nú hnattrænt og til framtíðar: Framundan eru tímar olíukreppu. Ekki verður unnt að auka olíuframleiðslu veraldar að neinu marki frá því sem nú er, en eftirspurnin eykst hröðum skrefum í geysifjölmennum ríkjum, svo sem Indlandi, Kína, Brasilíu og Indónesíu. Þessi fjögur ríki eru nú í örri iðnþróun. Þar búa samtals um þrír milljarðar manna miðað við einn milljarð í þeim löndum, sem til skamms tíma hafa setið ein að olíunni í heiminum. Því er ljóst, að olíuverð á eftir að hækka gífurlega á næstu áratugum. Þá mun koma sér vel að þurfa ekki að flytja inn um langan veg allar timburafurðir, heldur geta framleitt þær hér á landi og skapað með því þúsundir nýrra starfa. Enda eru Kínverjar árlega að rækta nýjan skóg á þremur milljónum hektara og Inverjar á 300 þúsund hekturum, eins og fram kemur í nýrri skýrslu matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO). Á Indlandi eru 357 íbúar á km2, í Kína 139 en á Íslandi aðeins 3. Hvert þessara landa skyldi vera best aflögufært um land undir skógrækt? Þeir sem geta gengið að vísum mánaðarlegum launum, það sem eftir er starfsæfinnar, gefa kannski lítið fyrir nauðsyn þess, að hugað sé að því, hvað geti skapað störf í framtíðinni. Ég geri ráð fyrir því, að Vatnajökulsþjóðgarði sé ætlað að laða að ferðamenn, þótt greinilega séu ekki allir ferðalangar jafnvelkomnir í hann. Ég vil ekki gera lítið úr þýðingu ferðaþjónustu fyrir Ísland, bæði í nútíð og framtíð. Ef ég skil suma þá náttúrufræðinga rétt, sem telja sig vera að vinna ferðaþjónustunni gagn, koma ferðamenn ekki til Íslands til að skoða skóg. Ég er þess fullviss, að ekki er allt sem sýnist í þeim efnum. Ég veit að margir erlendir ferðamenn koma í íslenska skóga og dást að þeim. Ég veit líka, að margfalt fleiri ferðamenn koma árlega til hinna Norðurlandanna fjögurra hvers um sig en til Íslands. Samt eru þrjú hinna Norðurlandanna vaxin skógi milli fjalls og fjöru. Eitthvað er því bogið við hugarheim þeirra, sem halda, að ferðamenn myndu hætta að koma til Íslands, ef hér vex upp skógur á fleiri stöðum. Gildir þá einu, hvort sá skógur verður sígrænn eða sumargrænn. Svo má alltaf bjóða uppá safarí um hina íslensku Sahara Miðhálendisins, fyrir þann hluta ferðamanna, sem helst vilja upplifa eyðimörkina. Nóg er landrýmið. Ef að líkum lætur, mun loftslag hlýna um 2-6 °C á þessari öld. Nú þegar eru norskir skógfræðingar farnir að tala um, að hugsanlega sé orðið of heitt á láglendum svæðum Austanfjalls í Noregi fyrir rauðgreni. Þeir tala um, að menn gætu þurft að skipta þar yfir í beykiskóga. Ef þessar spár um loftslagsbreytingar verða að veruleika, þurfum við Íslendingar ekki aðeins að huga að ræktun sitkagrenis og aspar á frjósömu landi, en stafafuru, lerkis og birkis á hinum rýrari svæðum. Við þurfum líka að fara að leita skipulega að heppilegum kvæmum annarra og ennþá gjöfulli tegunda. Þá ríður á, að ekki verði lagðar óþarfar hindranir í veg nauðsynlegrar þróunar. Við verðum þrátt fyrir allt að hafa eitthvert lifibrauð í þessu landi – líka í framtíðinni. Því ættu góðar og grænar leiðir eins og skógrækt að verða skáldum yrkisefni og kappsmál öllum framfarasinnum. Höfundur er skógarbóndi á Vilmundarstöðum í Reykholtsdal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Bráðnauðsynlegar breytingar á náttúruverndarlögum Drög að frumvarpi til laga um breytingar á náttúruverndarlögum hafa valdið uppnámi meðal talsmanna skógræktar. Þeir hafa skorað á skógræktarfólk að mótmæla meintri aðför að ræktunarfrelsi og telja að boðaðar breytingar á lögunum, nái þær fram að ganga, muni íþyngja framkvæmd alls skógræktarstarfs í landinu og skaða það til frambúðar. 22. febrúar 2011 00:01 Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu þann 22. febrúar sl. birtist grein eftir Snorra Baldursson, líffræðing, þjóðgarðsvörð í Vatnajökulsþjóðgarði og fyrrum stjórnandi hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, þar sem hann finnur skógrækt á Íslandi allt til foráttu. Hann furðar sig á því, að ríkisvaldið skuli leggja 700 milljónir króna í þann málaflokk, þegar allt eins mætti leyfa landinu að skrýðast birkiskógi af sjálfdáðum með friðun þess fyrir beit. Ég spyr: Er það á dagskrá að friða Ísland fyrir beit? Snorri telur birkiskóg góðan, en sígrænan barrskóg slæman, hann sé ljótur eða eins og hann orðar það: „eftir situr meira eða minna sígrænn skógur, mjög víða afkáralegur, tilgangslaus og utanveltu í íslenskum úthaga og landslagi." Þetta með tilgangsleysið er kannski eina lýsingarorðið í þessari smekklegu klausu, sem hægt er að ræða. Hin, þ.e. „afkáralegur" og „utanveltu" eru aðeins spurning um smekk. Snorri Baldursson kýs t.d. að gróðursetja sitkagreni í eigið sumarbústaðarland! Því skil ég ekki þá beiskju, sem skín úr orðum hans. Það er þetta með orð og athafnir, sem flækist stundum fyrir mönnum. Ég gæti sem skógarbóndi móðgast yfir atvinnurógi og rangfærslum, sem Snorri stundar í pistli sínum. Hann segir t.d., að viðarnytjar af barrskógi komi fyrst eftir 100-200 ár. Ég get glatt hann og lesendur með því, að sitkagreniskógur skilar borðviði á mun skemmri tíma á góðum stöðum á Íslandi, t.d. á Suður- og Vesturlandi. Þar geta menn átt von á því, að sitkagreni gefi borðvið úr grisjunum 50 árum eftir gróðursetningu, líkt og gerist þessa dagana á Stálpastöðum í Skorradal. Sá 50 ára gamli skógur, sem þar er nú grisjaður, mun verða 30 m á hæð eftir 30 ár, þ.e. 80 árum eftir gróðursetningu og þá vel tækur til arðvænlegrar nýtingar. Að vísu eru 80 ár langur tími fyrir þá, sem eru vanir að heimta daglaun að kveldi - eða mánaðarlega – eins og flestir. En fyrir frændur okkar á Norðurlöndunum er það hið eðlilegasta mál, að greniskógur sé felldur og úr honum unninn borðviður, þá fyrst þegar hann er 70-90 ára gamall. Þegar 80 ára greni eða fura hefur verið flutt að skógarvegi, eru verðmæti viðarins samt aðeins 1/7 hluti þess sem verður, þegar úr þessu hráefni hefur verið unnin neysluvara. Margfeldisáhrif skógræktar og skógarhöggs eru m.ö.o. sex- eða sjöföld, eftir því hvernig á það er litið. Snorri segir að skógræktarstarf Íslendinga sé „löngu gengið út í öfgar". Ennfremur: „Kappið er svo mikið og forsjárlítið að stefnir í umhverfisslys af sambærilegri stærðargráðu og jarðvegseyðingin var áður fyrr". Hvorug þessara staðhæfinga stenst nánari skoðun. Á Íslandi eru margir náttúrufarslegir, hagrænir og félagslegir þættir, sem hamla framgangi skógræktar. Hér bætast aðeins við 1000-1500 hektarar af nýjum skógi árlega, og er um þriðjungur þess birkiskógur. Hugsum nú hnattrænt og til framtíðar: Framundan eru tímar olíukreppu. Ekki verður unnt að auka olíuframleiðslu veraldar að neinu marki frá því sem nú er, en eftirspurnin eykst hröðum skrefum í geysifjölmennum ríkjum, svo sem Indlandi, Kína, Brasilíu og Indónesíu. Þessi fjögur ríki eru nú í örri iðnþróun. Þar búa samtals um þrír milljarðar manna miðað við einn milljarð í þeim löndum, sem til skamms tíma hafa setið ein að olíunni í heiminum. Því er ljóst, að olíuverð á eftir að hækka gífurlega á næstu áratugum. Þá mun koma sér vel að þurfa ekki að flytja inn um langan veg allar timburafurðir, heldur geta framleitt þær hér á landi og skapað með því þúsundir nýrra starfa. Enda eru Kínverjar árlega að rækta nýjan skóg á þremur milljónum hektara og Inverjar á 300 þúsund hekturum, eins og fram kemur í nýrri skýrslu matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO). Á Indlandi eru 357 íbúar á km2, í Kína 139 en á Íslandi aðeins 3. Hvert þessara landa skyldi vera best aflögufært um land undir skógrækt? Þeir sem geta gengið að vísum mánaðarlegum launum, það sem eftir er starfsæfinnar, gefa kannski lítið fyrir nauðsyn þess, að hugað sé að því, hvað geti skapað störf í framtíðinni. Ég geri ráð fyrir því, að Vatnajökulsþjóðgarði sé ætlað að laða að ferðamenn, þótt greinilega séu ekki allir ferðalangar jafnvelkomnir í hann. Ég vil ekki gera lítið úr þýðingu ferðaþjónustu fyrir Ísland, bæði í nútíð og framtíð. Ef ég skil suma þá náttúrufræðinga rétt, sem telja sig vera að vinna ferðaþjónustunni gagn, koma ferðamenn ekki til Íslands til að skoða skóg. Ég er þess fullviss, að ekki er allt sem sýnist í þeim efnum. Ég veit að margir erlendir ferðamenn koma í íslenska skóga og dást að þeim. Ég veit líka, að margfalt fleiri ferðamenn koma árlega til hinna Norðurlandanna fjögurra hvers um sig en til Íslands. Samt eru þrjú hinna Norðurlandanna vaxin skógi milli fjalls og fjöru. Eitthvað er því bogið við hugarheim þeirra, sem halda, að ferðamenn myndu hætta að koma til Íslands, ef hér vex upp skógur á fleiri stöðum. Gildir þá einu, hvort sá skógur verður sígrænn eða sumargrænn. Svo má alltaf bjóða uppá safarí um hina íslensku Sahara Miðhálendisins, fyrir þann hluta ferðamanna, sem helst vilja upplifa eyðimörkina. Nóg er landrýmið. Ef að líkum lætur, mun loftslag hlýna um 2-6 °C á þessari öld. Nú þegar eru norskir skógfræðingar farnir að tala um, að hugsanlega sé orðið of heitt á láglendum svæðum Austanfjalls í Noregi fyrir rauðgreni. Þeir tala um, að menn gætu þurft að skipta þar yfir í beykiskóga. Ef þessar spár um loftslagsbreytingar verða að veruleika, þurfum við Íslendingar ekki aðeins að huga að ræktun sitkagrenis og aspar á frjósömu landi, en stafafuru, lerkis og birkis á hinum rýrari svæðum. Við þurfum líka að fara að leita skipulega að heppilegum kvæmum annarra og ennþá gjöfulli tegunda. Þá ríður á, að ekki verði lagðar óþarfar hindranir í veg nauðsynlegrar þróunar. Við verðum þrátt fyrir allt að hafa eitthvert lifibrauð í þessu landi – líka í framtíðinni. Því ættu góðar og grænar leiðir eins og skógrækt að verða skáldum yrkisefni og kappsmál öllum framfarasinnum. Höfundur er skógarbóndi á Vilmundarstöðum í Reykholtsdal.
Bráðnauðsynlegar breytingar á náttúruverndarlögum Drög að frumvarpi til laga um breytingar á náttúruverndarlögum hafa valdið uppnámi meðal talsmanna skógræktar. Þeir hafa skorað á skógræktarfólk að mótmæla meintri aðför að ræktunarfrelsi og telja að boðaðar breytingar á lögunum, nái þær fram að ganga, muni íþyngja framkvæmd alls skógræktarstarfs í landinu og skaða það til frambúðar. 22. febrúar 2011 00:01
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun