Skógrækt telur grisjun í Öskjuhlíð "vitleysu“ Stígur Helgason skrifar 22. apríl 2013 07:00 "Þetta er stór hluti af Öskjuhlíðinni og fallegasti hlutinn af einni mestu útivistarperlu borgarbúa,“ segir framkvæmdastjóri Skógræktarfélagsins um fyrirhugaða grisjun.fréttablaðið/vilhelm „Þetta samkomulag kemur eins og skrattinn úr sauðarleggnum,“ segir Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, um fyrirhugaðar framkvæmdir á og í nágrenni Reykjavíkurflugvallar, sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og Jón Gnarr borgarstjóri undirrituðu samkomulag um fyrir helgi. Það kveður meðal annars á um að lækka skuli gróður í Öskjuhlíðinni af öryggisástæðum. „Við vorum ekkert kölluð að þessari ákvörðun núna og vorum bara að kynnast henni í gegnum fjölmiðla,“ segir Helgi. Skógræktarfélagið hefur á fyrri stigum mótmælt grisjuninni í Öskjuhlíð harðlega, meðal annars í umsögn sinni til umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar í desember 2011. „Ég lít svo á að þetta sé hin mesta vitleysa,“ segir Helgi, sem telur að málið snúist ekki á nokkurn hátt um öryggismál þótt það sé kynnt á þann hátt. „Þetta hefur ekkert með öryggismál að gera, heldur takmarkanir. Eftir einhver ár getur verið að í flugtaki í átt að Öskjuhlíð þurfi að takmarka þyngd í flutnings- og farþegavélum, sem mundi þá minnka hagkvæmni. Það eru einu áhrifin.“ Hann segir að trén sem eigi að grisja séu þau elstu og vöxtulegustu í Öskjuhlíðinni. Skógræktarfélagið hafi þegar útskýrt hvaða áhrif það mundi hafa á trén að klippa ofan af þeim – það mundi drepa þau eða stórskaða – og í raun telji hann að samkomulagið feli í sér að trén verði hreinlega felld. „Þetta er stór hluti af Öskjuhlíðinni og fallegasti hlutinn af einni mestu útivistarperlu borgarbúa,“ segir hann. Spurður hvort Skógræktarfélagið geti beitt sér frekar á einhvern hátt eftir að samkomulagið hefur verið undirritað segir hann ljóst að baráttunni sé ekki lokið. „Ég held að þetta geti ekki gengið friðsamlega fyrir sig.“ Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa mótmælt þessari grisjun og fulltrúar flokksins í skipulagsráði, Gísli Marteinn Baldursson og Hildur Sverrisdóttir, áréttuðu með bókun á fundi ráðsins fyrr í mánuðinum að þetta sýndi að flugvöllurinn væri of frekur í umhverfi sínu í miðborginni. Ekki náðist í Ögmund Jónasson innanríkisráðherra í gær. Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
„Þetta samkomulag kemur eins og skrattinn úr sauðarleggnum,“ segir Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, um fyrirhugaðar framkvæmdir á og í nágrenni Reykjavíkurflugvallar, sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og Jón Gnarr borgarstjóri undirrituðu samkomulag um fyrir helgi. Það kveður meðal annars á um að lækka skuli gróður í Öskjuhlíðinni af öryggisástæðum. „Við vorum ekkert kölluð að þessari ákvörðun núna og vorum bara að kynnast henni í gegnum fjölmiðla,“ segir Helgi. Skógræktarfélagið hefur á fyrri stigum mótmælt grisjuninni í Öskjuhlíð harðlega, meðal annars í umsögn sinni til umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar í desember 2011. „Ég lít svo á að þetta sé hin mesta vitleysa,“ segir Helgi, sem telur að málið snúist ekki á nokkurn hátt um öryggismál þótt það sé kynnt á þann hátt. „Þetta hefur ekkert með öryggismál að gera, heldur takmarkanir. Eftir einhver ár getur verið að í flugtaki í átt að Öskjuhlíð þurfi að takmarka þyngd í flutnings- og farþegavélum, sem mundi þá minnka hagkvæmni. Það eru einu áhrifin.“ Hann segir að trén sem eigi að grisja séu þau elstu og vöxtulegustu í Öskjuhlíðinni. Skógræktarfélagið hafi þegar útskýrt hvaða áhrif það mundi hafa á trén að klippa ofan af þeim – það mundi drepa þau eða stórskaða – og í raun telji hann að samkomulagið feli í sér að trén verði hreinlega felld. „Þetta er stór hluti af Öskjuhlíðinni og fallegasti hlutinn af einni mestu útivistarperlu borgarbúa,“ segir hann. Spurður hvort Skógræktarfélagið geti beitt sér frekar á einhvern hátt eftir að samkomulagið hefur verið undirritað segir hann ljóst að baráttunni sé ekki lokið. „Ég held að þetta geti ekki gengið friðsamlega fyrir sig.“ Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa mótmælt þessari grisjun og fulltrúar flokksins í skipulagsráði, Gísli Marteinn Baldursson og Hildur Sverrisdóttir, áréttuðu með bókun á fundi ráðsins fyrr í mánuðinum að þetta sýndi að flugvöllurinn væri of frekur í umhverfi sínu í miðborginni. Ekki náðist í Ögmund Jónasson innanríkisráðherra í gær.
Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira