Skoða hvort afnema eigi þagnarskyldu hjá ríkinu 14. júlí 2012 09:00 Katrín Jakobsdóttir segir að við úttekt á vernd tjáningarfrelsis verði ekki síst horft til blaðamennsku hér á landi. fréttablaðið/anton Skoðað verður hvort létta eigi þagnarskyldu opinberra starfsmanna og tryggja betur vernd heimildarmanna. Þetta er á meðal þeirra atriða sem stýrihópur mennta- og menningarmálaráðherra hefur til athugunar, en hann skoðar breytingar á lagaumhverfi til að tryggja betur tjáningar- og upplýsingafrelsi. Alþingi samþykkti í fyrra þingsályktunartillögu Birgittu Jónsdóttur og fleiri um að Ísland myndi skapa sér afgerandi lagalega sérstöðu varðandi vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis. Katrín Jakobsdóttir, ráðherra málaflokksins, segir að fyrsta skref í þeim áfanga hafi verið endurskoðun fjölmiðlalaga. „Við fórum yfir ný fjölmiðlalög út frá markmiðum tillögunnar og þar voru til að mynda prentlögin innlimuð í fjölmiðlalögin og ákvæðin sem gömlu dómarnir, sem Mannréttindadómstóll Evrópu var að fjalla um á dögunum, byggðu á voru í gömlu prentlögunum.“ Ása Ólafsdóttir, formaður stýrihópsins, segir að fyrsta verk hópsins hafi verið að skrifa refsiréttarnefnd erindi um hvort ekki væri rétt að færa meiðyrðamál úr hegningarlögum og inn í skaðabótalög og afnema refsingu við brotum. Þó fá dæmi séu um refsingu breyti þetta ásýnd þessara mála og þau hverfi úr hegningarlagaumhverfi yfir í einkamálaumhverfi. Í erindinu kemur fram að Mannréttindadómstóllinn hafi í auknum mæli gagnrýnt notkun refsinga sem úrræðis á þessu sviði. „Það er mikilvægt að við getum sýnt fram á að hafa tekið upplýsta ákvörðun um að bótamál og umgjörð utan um meiðyrðalöggjöf séu ekki inni í hegningarlögum heldur í einkarétti. Það er viðhorfsbreyting og stórt skref.“ Þá mun hópurinn skoða hvort tryggja þurfi betur vernd heimildarmanna. Meðal þess sem skoðað verður er hvort draga eigi úr þagnarskyldu hjá opinberum starfsmönnum. „Við munum kanna hvort breyta eigi lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, hvort eigi að styrkja vernd afhjúpenda sem vilja koma einhverju á framfæri sem þeir verða áskynja í sinni stjórnsýslu. Það eru skiptar skoðanir um það, en í dag er rík trúnaðarskylda á opinberum starfsmönnum.“kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira
Skoðað verður hvort létta eigi þagnarskyldu opinberra starfsmanna og tryggja betur vernd heimildarmanna. Þetta er á meðal þeirra atriða sem stýrihópur mennta- og menningarmálaráðherra hefur til athugunar, en hann skoðar breytingar á lagaumhverfi til að tryggja betur tjáningar- og upplýsingafrelsi. Alþingi samþykkti í fyrra þingsályktunartillögu Birgittu Jónsdóttur og fleiri um að Ísland myndi skapa sér afgerandi lagalega sérstöðu varðandi vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis. Katrín Jakobsdóttir, ráðherra málaflokksins, segir að fyrsta skref í þeim áfanga hafi verið endurskoðun fjölmiðlalaga. „Við fórum yfir ný fjölmiðlalög út frá markmiðum tillögunnar og þar voru til að mynda prentlögin innlimuð í fjölmiðlalögin og ákvæðin sem gömlu dómarnir, sem Mannréttindadómstóll Evrópu var að fjalla um á dögunum, byggðu á voru í gömlu prentlögunum.“ Ása Ólafsdóttir, formaður stýrihópsins, segir að fyrsta verk hópsins hafi verið að skrifa refsiréttarnefnd erindi um hvort ekki væri rétt að færa meiðyrðamál úr hegningarlögum og inn í skaðabótalög og afnema refsingu við brotum. Þó fá dæmi séu um refsingu breyti þetta ásýnd þessara mála og þau hverfi úr hegningarlagaumhverfi yfir í einkamálaumhverfi. Í erindinu kemur fram að Mannréttindadómstóllinn hafi í auknum mæli gagnrýnt notkun refsinga sem úrræðis á þessu sviði. „Það er mikilvægt að við getum sýnt fram á að hafa tekið upplýsta ákvörðun um að bótamál og umgjörð utan um meiðyrðalöggjöf séu ekki inni í hegningarlögum heldur í einkarétti. Það er viðhorfsbreyting og stórt skref.“ Þá mun hópurinn skoða hvort tryggja þurfi betur vernd heimildarmanna. Meðal þess sem skoðað verður er hvort draga eigi úr þagnarskyldu hjá opinberum starfsmönnum. „Við munum kanna hvort breyta eigi lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, hvort eigi að styrkja vernd afhjúpenda sem vilja koma einhverju á framfæri sem þeir verða áskynja í sinni stjórnsýslu. Það eru skiptar skoðanir um það, en í dag er rík trúnaðarskylda á opinberum starfsmönnum.“kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira