Skoða heiminn og gefa af sér 14. ágúst 2012 20:30 Sjálfboðaliðar Seeds. Mynd/Vilhelm Á næstu vikum munu hópar ungra Íslendinga hverfa til ólíkra svæða í Evrópu, þar sem þeir munu taka þátt í samfélagsverkefnum á vegum sjálfboðaliðasamtakanna Seeds. Samtökin urðu til árið 2005 og höfðu það að aðalmarkmiði að taka á móti erlendum sjálfboðaliðum sem komu til Íslands og unnu ólík störf. Þetta er enn kjarnastarfsemi þeirra, en að undanförnu hefur það færst verulega í vöxt að íslenskir sjálfboðaliðar bjóði sig fram til verkefna erlendis. „Við erum með margar ólíkar tegundir af verkefnum í gangi, fyrir fólk á öllum aldri og víðs vegar um heim. En ungmennaskipti innan Evrópu, sem eru styrkt af Evrópusambandinu í gegnum verkefnið "Youth in action", hafa notið mikilla vinsælda," útskýrir Oscar Uscategui hjá Seeds. „Þetta eru verkefni fyrir fólk á aldrinum átján til þrjátíu ára. Þátttakendur fá styrk sem stendur yfirleitt undir sjötíu til hundrað prósentum af ferðakostnaði þeirra, svo þetta er góður valkostur fyrir þá sem vilja ferðast en hafa ekki mikil fjárráð." Á staðnum fá sjálfboðaliðar jafnframt fæði og húsnæði gegn vinnuframlagi sínu.Í dag rennur út umsóknarfrestur til að sækja um að taka þátt í verkefni í palermo á Sikiley. Þessi mynd var tekin fyrr í sumar þegar sjálfboðaliðar á vegum Seeds komu saman í Palerno og unnu að verkefnum tengdum fjölmenningu, mannréttindum og menntun.Unnur Silfá Eyfells starfar við hlið Óskars hjá Seeds, en hún hefur sjálf farið til Póllands sem sjálfboðaliði þar sem hún vann við dýraverndunarverkefni og tók þátt í fjáröflun fyrir dýraathvarf. „Ég lærði mjög mikið af þessu og sá heiminn í nýju ljósi. Satt að segja leið mér aldrei eins og ég væri að vinna, því þetta var svo skemmtilegt. Á kvöldin og í frístund um kynntum við lönd okkar og menningu fyrir hvert öðru. Þetta var mjög gefandi." Verkefnin sem nú standa til boða eru af margvíslegum toga. Í verkefninu "We are brothers, we are the future", í Palermo á Ítalíu munu þátttakendur búa til myndbönd og annað kynningarefni um réttindi ungs fólks í Evrópu. Í Valga-héraði í Eistlandi eru í boði verkefni sem snúa að dýravernd. Í Banská ?tiavnica í Slóvakíu verður þema verkefnisins "Change 4 Life", en þar er í forgrunni heilbrigður lífsstíll og hvernig hugur, líkami og umhverfi tvinnast saman í daglegu lífi. Að lokum má nefna leiklistarverkefnið "To be or not to be", en þátttakendur í því safnast saman í bænum Gießübel í Þýskalandi. Þar verður lögð áhersla á að skoða hvernig megi nota leiklist til að brúa bil á milli menningarheima. Hægt er að sækja um og fræðast frekar um verkefnin sem í boði eru á vefsíðunni seeds.is. Mest lesið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Munur er á manviti og mannviti Menning Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Sjá meira
Á næstu vikum munu hópar ungra Íslendinga hverfa til ólíkra svæða í Evrópu, þar sem þeir munu taka þátt í samfélagsverkefnum á vegum sjálfboðaliðasamtakanna Seeds. Samtökin urðu til árið 2005 og höfðu það að aðalmarkmiði að taka á móti erlendum sjálfboðaliðum sem komu til Íslands og unnu ólík störf. Þetta er enn kjarnastarfsemi þeirra, en að undanförnu hefur það færst verulega í vöxt að íslenskir sjálfboðaliðar bjóði sig fram til verkefna erlendis. „Við erum með margar ólíkar tegundir af verkefnum í gangi, fyrir fólk á öllum aldri og víðs vegar um heim. En ungmennaskipti innan Evrópu, sem eru styrkt af Evrópusambandinu í gegnum verkefnið "Youth in action", hafa notið mikilla vinsælda," útskýrir Oscar Uscategui hjá Seeds. „Þetta eru verkefni fyrir fólk á aldrinum átján til þrjátíu ára. Þátttakendur fá styrk sem stendur yfirleitt undir sjötíu til hundrað prósentum af ferðakostnaði þeirra, svo þetta er góður valkostur fyrir þá sem vilja ferðast en hafa ekki mikil fjárráð." Á staðnum fá sjálfboðaliðar jafnframt fæði og húsnæði gegn vinnuframlagi sínu.Í dag rennur út umsóknarfrestur til að sækja um að taka þátt í verkefni í palermo á Sikiley. Þessi mynd var tekin fyrr í sumar þegar sjálfboðaliðar á vegum Seeds komu saman í Palerno og unnu að verkefnum tengdum fjölmenningu, mannréttindum og menntun.Unnur Silfá Eyfells starfar við hlið Óskars hjá Seeds, en hún hefur sjálf farið til Póllands sem sjálfboðaliði þar sem hún vann við dýraverndunarverkefni og tók þátt í fjáröflun fyrir dýraathvarf. „Ég lærði mjög mikið af þessu og sá heiminn í nýju ljósi. Satt að segja leið mér aldrei eins og ég væri að vinna, því þetta var svo skemmtilegt. Á kvöldin og í frístund um kynntum við lönd okkar og menningu fyrir hvert öðru. Þetta var mjög gefandi." Verkefnin sem nú standa til boða eru af margvíslegum toga. Í verkefninu "We are brothers, we are the future", í Palermo á Ítalíu munu þátttakendur búa til myndbönd og annað kynningarefni um réttindi ungs fólks í Evrópu. Í Valga-héraði í Eistlandi eru í boði verkefni sem snúa að dýravernd. Í Banská ?tiavnica í Slóvakíu verður þema verkefnisins "Change 4 Life", en þar er í forgrunni heilbrigður lífsstíll og hvernig hugur, líkami og umhverfi tvinnast saman í daglegu lífi. Að lokum má nefna leiklistarverkefnið "To be or not to be", en þátttakendur í því safnast saman í bænum Gießübel í Þýskalandi. Þar verður lögð áhersla á að skoða hvernig megi nota leiklist til að brúa bil á milli menningarheima. Hægt er að sækja um og fræðast frekar um verkefnin sem í boði eru á vefsíðunni seeds.is.
Mest lesið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Munur er á manviti og mannviti Menning Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Sjá meira