Skjóðuleg hagfræði Ásgeir Daníelsson skrifar 1. júlí 2015 07:00 Í Markaðinum, kálfi Fréttablaðsins, 17. júní sl., er pistill undir yfirskriftinni „Skjóðan“. Þessi pistill inniheldur harða gagnrýni á Seðlabankann og vaxtahækkunina 10. júní. Auðvitað orkar allt tvímælis þá gjört er og nauðsynlegt að fjölmiðlar landsins veiti Seðlabankanum aðhald. En stundum þurfa fjölmiðlar líka aðhald.Eftirspurnar- og kostnaðarverðbólga Höfundur Skjóðunnar segir að „[g]rundvallarmunur er á eftirspurnarverðbólgu annars vegar og kostnaðarverðbólgu hins vegar“ og bætir við að „[í] kostnaðarverðbólgu er mjög varasamt, og jafnvel glæfralegt, að bregðast við með hækkun vaxta.“ Vandinn er að vextir eru kostnaður fyrirtækja og því þurfa þau að „hækka vöruverð enn meira en ella“. Það er rétt að vextir eru kostnaðarþáttur en vextir hafa líka áhrif á eftirspurn. Í þeim líkönum sem seðlabankar heimsins styðjast við er það nær alltaf niðurstaðan að hækkun (raun)vaxta lækkar verðbólgu. Það er nokkuð augljóst að launabreytingar hafa áhrif á kostnað fyrirtækja og einnig eftirspurn. Höfundur Skjóðunnar telur hins vegar að sú „óhjákvæmilega“ aukning verðbólgunnar sem leiði af kjarasamningunum sé alfarið vegna aukins kostnaðar fyrirtækja og fullyrðir: „Í ljósi skulda- og framfærsluvanda stórs hluta heimila landsins er ólíklegt að launahækkanir hjá lág- og meðaltekjufólki hafi teljandi áhrif á aukna eftirspurnarþenslu í hagkerfinu.“ Þetta er skrítin fullyrðing. Er ekki nærtækt að ætla að framfærsluvandi stórs hluta heimila leiði til þess að fólk noti það svigrúm sem launahækkanirnar gefa til að auka neyslu frekar en að það spari mestan hluta af hækkun launanna? Sú niðurstaða er í samræmi við nýjustu rannsóknir á þessu sviði í öðrum vestrænum löndum þar sem menn horfa meir en áður til áhrifa tekjuskiptingar á eftirspurnina. Það er mat Seðlabankans að eftirspurnin í hagkerfinu sé að verða meiri en framleiðslugetan. Við þær aðstæður hefur vaxtahækkun lítil áhrif á hagvöxt og atvinnu en getur hins vegar dregið úr verðbólgu þannig að kaupmáttur launa verði meiri en ella.Vaxtamunaviðskipti Höfundur Skjóðunnar bendir á að hækkun innlendra vaxta hvetji til vaxtamunaviðskipta. Fleira spilar þarna inn í sbr. að Danir hafa glímt við mikið innflæði skammtímafjár að undanförnu þrátt fyrir neikvæða nafnvexti og hér óttast flestir fjármagnsflótta krónueigna þegar höftum verði aflétt þrátt fyrir mikinn vaxtamun. Stjórnun peningamála í litlu opnu hagkerfi er vissulega vandasöm en sú fullyrðing að „hávaxtastefna Seðlabankans leiddi til stórfelldra vaxtamunarviðskipta auk þess sem íslensk fyrirtæki og neytendur kusu að fjármagna sig með gengisbundnum lánum fremur en að borga hina háu vexti Seðlabankans“ á árunum fyrir fall bankanna er mjög misvísandi svo ekki sé meira sagt. Á árunum 2005-2008 gáfu erlendar fjármálastofnanir út jöklabréf sem þeir seldu erlendum aðilum, keyptu krónur til að tryggja sig gegn gengishækkun krónunnar og lánuðu féð til íslenskra aðila. Fjárhæð útistandandi jöklabréfa varð hæst í ágúst 2007 þegar hún nam 441 ma.kr. eða fjórðungi landsframleiðslunnar. Bankarnir skulduðu Seðlabankanum hundruð ma.kr. á þessum árum þrátt fyrir háa vexti. Hæst var skuldin í september 2008 þegar hún nam 456 ma.kr. Þess vegna er því sums staðar haldið fram, t.d. í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, að vextir Seðlabankans hafi verið of lágir en ekki of háir á þessum tíma. Það er langt í frá að allir hafi farið yfir í lán í erlendri mynt/gengistryggð lán. Ef miðað er við tímabilið frá júní 2004 til júní 2007 jukust útlán innlánsstofnana til heimila um 562 ma.kr. Þar af nam aukning í gengistengdum lánum 83 ma.kr. en aukning í lánum í krónum var 479 ma.kr. Fyrirtækin tóku meira af lánum í erlendri mynt en gerðu það einnig áður en þenslan byrjaði. Á árunum 2003-2005 voru gengistengd lán um 57% af öllum lánum innlánsstofnana til fyrirtækja annarra en eignarhaldsfélaga en þá voru gengistengd lán innlánsstofnana til heimila 1-2% af öllum lánum. Þessi hlutföll fóru í 65% og 8% um mitt ár 2007 og í 75% og 17% í september 2008 eftir mikla lækkun á gengi krónunnar. Vissulega leiddu vaxtamunaviðskiptin til „stórfelldra“ erlendra lána til íslenskra aðila, mest banka, í krónum, en ef við miðum við ágúst 2007 þegar fjárhæð útgefinna jöklabréfa nam 441 ma.kr. voru erlendar skuldir innlánsstofnana 5.128 ma.kr. og höfðu aukist um 881 ma.kr. frá lokum ársins 2006, sem sýnir að erlend fjármögnun íslenska bankakerfisins í erlendum myntum var margfalt meiri. Þar lá vandinn.Skoðanir í þessari grein þurfa ekki að endurspegla skoðanir bankans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í Markaðinum, kálfi Fréttablaðsins, 17. júní sl., er pistill undir yfirskriftinni „Skjóðan“. Þessi pistill inniheldur harða gagnrýni á Seðlabankann og vaxtahækkunina 10. júní. Auðvitað orkar allt tvímælis þá gjört er og nauðsynlegt að fjölmiðlar landsins veiti Seðlabankanum aðhald. En stundum þurfa fjölmiðlar líka aðhald.Eftirspurnar- og kostnaðarverðbólga Höfundur Skjóðunnar segir að „[g]rundvallarmunur er á eftirspurnarverðbólgu annars vegar og kostnaðarverðbólgu hins vegar“ og bætir við að „[í] kostnaðarverðbólgu er mjög varasamt, og jafnvel glæfralegt, að bregðast við með hækkun vaxta.“ Vandinn er að vextir eru kostnaður fyrirtækja og því þurfa þau að „hækka vöruverð enn meira en ella“. Það er rétt að vextir eru kostnaðarþáttur en vextir hafa líka áhrif á eftirspurn. Í þeim líkönum sem seðlabankar heimsins styðjast við er það nær alltaf niðurstaðan að hækkun (raun)vaxta lækkar verðbólgu. Það er nokkuð augljóst að launabreytingar hafa áhrif á kostnað fyrirtækja og einnig eftirspurn. Höfundur Skjóðunnar telur hins vegar að sú „óhjákvæmilega“ aukning verðbólgunnar sem leiði af kjarasamningunum sé alfarið vegna aukins kostnaðar fyrirtækja og fullyrðir: „Í ljósi skulda- og framfærsluvanda stórs hluta heimila landsins er ólíklegt að launahækkanir hjá lág- og meðaltekjufólki hafi teljandi áhrif á aukna eftirspurnarþenslu í hagkerfinu.“ Þetta er skrítin fullyrðing. Er ekki nærtækt að ætla að framfærsluvandi stórs hluta heimila leiði til þess að fólk noti það svigrúm sem launahækkanirnar gefa til að auka neyslu frekar en að það spari mestan hluta af hækkun launanna? Sú niðurstaða er í samræmi við nýjustu rannsóknir á þessu sviði í öðrum vestrænum löndum þar sem menn horfa meir en áður til áhrifa tekjuskiptingar á eftirspurnina. Það er mat Seðlabankans að eftirspurnin í hagkerfinu sé að verða meiri en framleiðslugetan. Við þær aðstæður hefur vaxtahækkun lítil áhrif á hagvöxt og atvinnu en getur hins vegar dregið úr verðbólgu þannig að kaupmáttur launa verði meiri en ella.Vaxtamunaviðskipti Höfundur Skjóðunnar bendir á að hækkun innlendra vaxta hvetji til vaxtamunaviðskipta. Fleira spilar þarna inn í sbr. að Danir hafa glímt við mikið innflæði skammtímafjár að undanförnu þrátt fyrir neikvæða nafnvexti og hér óttast flestir fjármagnsflótta krónueigna þegar höftum verði aflétt þrátt fyrir mikinn vaxtamun. Stjórnun peningamála í litlu opnu hagkerfi er vissulega vandasöm en sú fullyrðing að „hávaxtastefna Seðlabankans leiddi til stórfelldra vaxtamunarviðskipta auk þess sem íslensk fyrirtæki og neytendur kusu að fjármagna sig með gengisbundnum lánum fremur en að borga hina háu vexti Seðlabankans“ á árunum fyrir fall bankanna er mjög misvísandi svo ekki sé meira sagt. Á árunum 2005-2008 gáfu erlendar fjármálastofnanir út jöklabréf sem þeir seldu erlendum aðilum, keyptu krónur til að tryggja sig gegn gengishækkun krónunnar og lánuðu féð til íslenskra aðila. Fjárhæð útistandandi jöklabréfa varð hæst í ágúst 2007 þegar hún nam 441 ma.kr. eða fjórðungi landsframleiðslunnar. Bankarnir skulduðu Seðlabankanum hundruð ma.kr. á þessum árum þrátt fyrir háa vexti. Hæst var skuldin í september 2008 þegar hún nam 456 ma.kr. Þess vegna er því sums staðar haldið fram, t.d. í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, að vextir Seðlabankans hafi verið of lágir en ekki of háir á þessum tíma. Það er langt í frá að allir hafi farið yfir í lán í erlendri mynt/gengistryggð lán. Ef miðað er við tímabilið frá júní 2004 til júní 2007 jukust útlán innlánsstofnana til heimila um 562 ma.kr. Þar af nam aukning í gengistengdum lánum 83 ma.kr. en aukning í lánum í krónum var 479 ma.kr. Fyrirtækin tóku meira af lánum í erlendri mynt en gerðu það einnig áður en þenslan byrjaði. Á árunum 2003-2005 voru gengistengd lán um 57% af öllum lánum innlánsstofnana til fyrirtækja annarra en eignarhaldsfélaga en þá voru gengistengd lán innlánsstofnana til heimila 1-2% af öllum lánum. Þessi hlutföll fóru í 65% og 8% um mitt ár 2007 og í 75% og 17% í september 2008 eftir mikla lækkun á gengi krónunnar. Vissulega leiddu vaxtamunaviðskiptin til „stórfelldra“ erlendra lána til íslenskra aðila, mest banka, í krónum, en ef við miðum við ágúst 2007 þegar fjárhæð útgefinna jöklabréfa nam 441 ma.kr. voru erlendar skuldir innlánsstofnana 5.128 ma.kr. og höfðu aukist um 881 ma.kr. frá lokum ársins 2006, sem sýnir að erlend fjármögnun íslenska bankakerfisins í erlendum myntum var margfalt meiri. Þar lá vandinn.Skoðanir í þessari grein þurfa ekki að endurspegla skoðanir bankans.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar