Skjálftavirkni mögulega merki um eldgos fyrir ofan Hafnarfjörð Höskuldur Kári Schram skrifar 27. maí 2012 12:45 Frá Heiðmörk. Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur, telur að aukin skjálftavirkni og landris í Krýsuvík geti hugsanlega verið merki um að eldgos sé vændum fyrir ofan Hafnarfjörð, í Heiðmörk eða í grennd við Elliðavatn. Vísindamenn hafa fylgst með svæðinu frá árinu 2007 en mælingar benda til þess að land hafi risið og nokkra sentimetra. Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur, segir að Krýsuvík flokkist sem megineldstöð. „Þetta er dálítið stórt eldfjall og miðjan er Krýsuvík," segir Haraldur. „Svona stóru eldfjalli fylgir sprungukerfi, gjár og sprungur sem liggja frá Selártanga við Krýsuvíkurbjarg og alveg norðaustur í Heiðmörki. Rétt fyrir sunnan Hafnarfjörði og svo inn í Heiðmörk og það er sprungukerfi." „Það gaus síðast á þessu sprungukerfi árið 1151 og þá rann Ögmungarhraun í Krísuvík og þá kom líka Kapelluhraun þar sem álverksmiðjan stendur og Gvendarselshraun er þar á milli." Ekki liggur fyrir hvað veldur því að land er að rísa en Haraldur telur að það geti bent til þess að hraunkvika sé á hreyfingu inni í jarðskorpunni. „Það er mögulegt að þarna sé kvika að safnast fyrir og það er ekki vitað hvort að sú kvika verður bara róleg eða hvort hún myndar kvikuhlaup og brýst inn í sprungukerfið til norðausturs eða suðvesturs, eða hvort hún kemur upp á yfirborðið. Svo það er eitthvað að gerast þarna undir Krísuvík sem þurfum að fylgjast með." Sprungugos í norðurhluta Krýsvíkurkerfisns getur hugsanleg komið upp í Heiðmörk eða í grennd við Elliðavatn. En eru líkur á því að það fari að gjósa þarna á næstu árum? „Það er enginn klukka í gangi, þannig er það bara með eldstöðvar," segir Haraldur. „Þetta er ekki vekjaraklukka. Þannig að það er ekki hægt að dæma um líkur út frá síðustu gosum. Það er hægt að fylgjast með breytingum sem eiga sér stað en það er vel mögulegt að segja hvort Krýsuvík eigi eftir að gjósa, hvort að það væri gos eins og árið 1151. Þá var sprungugos og þessi þrjú hraun mynduðust. Þar sem ung hraun eru eins og Kapelluhraun er það því miður svo að ný hraun koma ofan á þau, það þarf að hafa það í hug þegar menn eru ráðast í mikla þróun á byggð á svæði eins og er þarna fyrir sunnan Hafnarfjörð." Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur, telur að aukin skjálftavirkni og landris í Krýsuvík geti hugsanlega verið merki um að eldgos sé vændum fyrir ofan Hafnarfjörð, í Heiðmörk eða í grennd við Elliðavatn. Vísindamenn hafa fylgst með svæðinu frá árinu 2007 en mælingar benda til þess að land hafi risið og nokkra sentimetra. Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur, segir að Krýsuvík flokkist sem megineldstöð. „Þetta er dálítið stórt eldfjall og miðjan er Krýsuvík," segir Haraldur. „Svona stóru eldfjalli fylgir sprungukerfi, gjár og sprungur sem liggja frá Selártanga við Krýsuvíkurbjarg og alveg norðaustur í Heiðmörki. Rétt fyrir sunnan Hafnarfjörði og svo inn í Heiðmörk og það er sprungukerfi." „Það gaus síðast á þessu sprungukerfi árið 1151 og þá rann Ögmungarhraun í Krísuvík og þá kom líka Kapelluhraun þar sem álverksmiðjan stendur og Gvendarselshraun er þar á milli." Ekki liggur fyrir hvað veldur því að land er að rísa en Haraldur telur að það geti bent til þess að hraunkvika sé á hreyfingu inni í jarðskorpunni. „Það er mögulegt að þarna sé kvika að safnast fyrir og það er ekki vitað hvort að sú kvika verður bara róleg eða hvort hún myndar kvikuhlaup og brýst inn í sprungukerfið til norðausturs eða suðvesturs, eða hvort hún kemur upp á yfirborðið. Svo það er eitthvað að gerast þarna undir Krísuvík sem þurfum að fylgjast með." Sprungugos í norðurhluta Krýsvíkurkerfisns getur hugsanleg komið upp í Heiðmörk eða í grennd við Elliðavatn. En eru líkur á því að það fari að gjósa þarna á næstu árum? „Það er enginn klukka í gangi, þannig er það bara með eldstöðvar," segir Haraldur. „Þetta er ekki vekjaraklukka. Þannig að það er ekki hægt að dæma um líkur út frá síðustu gosum. Það er hægt að fylgjast með breytingum sem eiga sér stað en það er vel mögulegt að segja hvort Krýsuvík eigi eftir að gjósa, hvort að það væri gos eins og árið 1151. Þá var sprungugos og þessi þrjú hraun mynduðust. Þar sem ung hraun eru eins og Kapelluhraun er það því miður svo að ný hraun koma ofan á þau, það þarf að hafa það í hug þegar menn eru ráðast í mikla þróun á byggð á svæði eins og er þarna fyrir sunnan Hafnarfjörð."
Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira