Viðskipti innlent

Skíthræddur um stöðuna á evrusvæðinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Simon Johnson sagðist vera skíthræddur um stöðuna á evrusvæðinu
Simon Johnson sagðist vera skíthræddur um stöðuna á evrusvæðinu mynd/ afp.
Simon Johnson, fyrrverandi aðalhagfræðingur Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, hrósaði Íslendingum fyrir að hafa staðið sig vel, hingað til í að fást við eftirmála kreppunnar. En það mætti alltaf gera betur. Hann segist skíthræddur um stöðuna á evrusvæðinu og innviði bankanna þar.

Johnson spurði hversu háa upphæð skattgreiðendur í Þýskalandi væru tilbúnir að borga fyrir áframhaldandi stjórnarsetu Berlusconis á Ítalíu. Eins og greint var frá í hádegisfréttum Bylgjunnar hafa leiðtogar Evrópusambandsríkja hafa náð samkomulagi um aðgerðir til að leysa vandann á evrusvæðinu. Skuldir Grikkja verða afskrifaðar um 50 prósent, björgunarsjóður ESB verður styrktur og bankar verða að safna nýju hlutafé. Markmið þess er að koma í veg fyrir að vandinn breiðist út til stærri ríkja á evrusvæðinu, eins og Ítalíu.

Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, hefur samþykkt að fara í strangar aðhaldsaðgerðir og niðurskurð á Ítalíu til að lækka skuldir, en Berlusconi mun hafi verið undir mikilli pressu frá leiðtögum annarra Evrópuríkja um að sanna að honum væri alvara með niðurskurðinn.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×