Skiptar skoðanir á framtaki Íslendinga Guðsteinn Bjarnason skrifar 28. október 2015 07:00 Raphael Schutz, sendiherra Ísraels, segir Íslendinga hafa sýnt ábyrgðarleysi. Fréttablaðið/Pjetur „Það kemur varla á óvart að ég telji báðar þessar ákvarðanir hafa verið mjög neikvæðar,“ segir Raphael Schutz, sendiherra Ísraels, gagnvart Íslandi. „En ég er ánægður með að ákvörðun Reykjavíkurborgar hafi verið afturkölluð.“ Hann á þarna við ályktun á landsfundi Vinstri grænna um helgina um að slíta eigi stjórnmálasambandi við Ísrael og ákvörðun borgarstjórnar Reykjavíkur, sem fljótlega var afturkölluð, um að setja kaupbann á vörur frá Ísrael. Hann er í stuttri heimsókn hér á landi og átti á mánudag fundi með bæði Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, þar sem hann segist hafa rætt ítarlega þessar tvær ákvarðanir auk þess sem hann hafi upplýst þau um afstöðu Ísraelsstjórnar, bæði gagnvart Mið-Austurlöndum almennt og gagnvart Palestínu sérstaklega. „Ég tel almennt séð að fólk eigi að sýna af sér ábyrgð,“ segir hann, „og þá meina ég að fólk eigi að þekkja staðreyndirnar og gæta ábyrgðar í orðavali. Því miður tel ég að í báðum þessum tilvikum hafi fólk sýnt af sér gróft ábyrgðarleysi í þessum tveimur ákvörðunum. Þetta ábyrgðarleysi vekur auðvitað áhyggjur og vonbrigði.“ „Við skulum hafa það skýrt að ég tel að vissulega geti gagnrýni á Ísrael átt rétt á sér,“ segir Schutz. „Það sem ég get ekki sætt mig við er að farið sé yfir rauðu strikin, þegar notast er við lygar eins og þjóðarmorð, aðskilnaðarstefnu, þjóðernishreinsanir og nýlenduríki. Öllu þessu ætti að útrýma úr orðabók umræðunnar ef við viljum taka af einhverri alvöru þátt í uppbyggilegum samræðum. Annars teljum við þetta vera hatursherferð gegn Ísrael.“Mufeed Shami, sendiherra Palestínu, segir Íslendinga hafa sýnt hugrekki. Fréttablaðið/ErnirKann að meta hugrekki Íslendinga„Þetta er auðvitað ákvörðun sem er tekin á Íslandi af höfuðborg landsins. Við skiptum okkur ekkert af innanlandsstjórnmálum hér, jafnvel þegar þau snerta okkur beint,“ segir Mufaz Shami, sendiherra Palestínu gagnvart Íslandi. Hann var staddur hér á landi í síðustu viku og var þá spurður út í hið endasleppa kaupbann Reykjavíkurborgar gagnvart Ísrael. „Hins vegar hafa öll samskipti okkar við Ísland skipt okkur miklu máli. Við kunnum virkilega að meta að Ísland hafi orðið fyrst Norðurlandanna til þess að viðurkenna Palestínu sem fullgilt ríki með landamærin frá 4. júní 1967.“ Shami fagnar því sérstaklega að íslenska þjóðin sé mjög vel upplýst um alþjóðamál: „Hún horfir ekki á aðra hliðina heldur á báðar hliðarnar. Hún þekkir ísraelsku útgáfuna af þessari sögu og hún þekkir palestínsku útgáfuna, og er fær um að leggja sitt eigið mat á þetta.“ Hann segir Ísland hafa sýnt hugrekki með því að taka þetta skref þótt önnur lönd hafi verið hrædd við það: „Ísland reið á vaðið og Svíþjóð fylgdi í kjölfarið. Svo breyttu hin Norðurlöndin stöðu sendifulltrúa Palestínu í stöðu sendiherra með öll þau réttindi sem slíkri stöðu fylgja, sömu réttindi og fylgja sendiráðum annarra ríkja,“ segir Shami. „Þegar Ísland tók ákvörðun að grípa inn í og líta á átökin milli Ísraels og Palestínu þá hafði Ísland engra pólitískra eða efnahagslegra hagsmuna að gæta gagnvart hvorki Palestínu né Ísrael. En þetta skref er í raun og veru skref í áttina að friði og að tveggja ríkja lausninni. Þannig að við erum eindregið þeirrar skoðunar að ef friður kemst á þá gerist það vegna Norðurlandanna. Þau komu Palestínu aftur á kortið.“ Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
„Það kemur varla á óvart að ég telji báðar þessar ákvarðanir hafa verið mjög neikvæðar,“ segir Raphael Schutz, sendiherra Ísraels, gagnvart Íslandi. „En ég er ánægður með að ákvörðun Reykjavíkurborgar hafi verið afturkölluð.“ Hann á þarna við ályktun á landsfundi Vinstri grænna um helgina um að slíta eigi stjórnmálasambandi við Ísrael og ákvörðun borgarstjórnar Reykjavíkur, sem fljótlega var afturkölluð, um að setja kaupbann á vörur frá Ísrael. Hann er í stuttri heimsókn hér á landi og átti á mánudag fundi með bæði Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, þar sem hann segist hafa rætt ítarlega þessar tvær ákvarðanir auk þess sem hann hafi upplýst þau um afstöðu Ísraelsstjórnar, bæði gagnvart Mið-Austurlöndum almennt og gagnvart Palestínu sérstaklega. „Ég tel almennt séð að fólk eigi að sýna af sér ábyrgð,“ segir hann, „og þá meina ég að fólk eigi að þekkja staðreyndirnar og gæta ábyrgðar í orðavali. Því miður tel ég að í báðum þessum tilvikum hafi fólk sýnt af sér gróft ábyrgðarleysi í þessum tveimur ákvörðunum. Þetta ábyrgðarleysi vekur auðvitað áhyggjur og vonbrigði.“ „Við skulum hafa það skýrt að ég tel að vissulega geti gagnrýni á Ísrael átt rétt á sér,“ segir Schutz. „Það sem ég get ekki sætt mig við er að farið sé yfir rauðu strikin, þegar notast er við lygar eins og þjóðarmorð, aðskilnaðarstefnu, þjóðernishreinsanir og nýlenduríki. Öllu þessu ætti að útrýma úr orðabók umræðunnar ef við viljum taka af einhverri alvöru þátt í uppbyggilegum samræðum. Annars teljum við þetta vera hatursherferð gegn Ísrael.“Mufeed Shami, sendiherra Palestínu, segir Íslendinga hafa sýnt hugrekki. Fréttablaðið/ErnirKann að meta hugrekki Íslendinga„Þetta er auðvitað ákvörðun sem er tekin á Íslandi af höfuðborg landsins. Við skiptum okkur ekkert af innanlandsstjórnmálum hér, jafnvel þegar þau snerta okkur beint,“ segir Mufaz Shami, sendiherra Palestínu gagnvart Íslandi. Hann var staddur hér á landi í síðustu viku og var þá spurður út í hið endasleppa kaupbann Reykjavíkurborgar gagnvart Ísrael. „Hins vegar hafa öll samskipti okkar við Ísland skipt okkur miklu máli. Við kunnum virkilega að meta að Ísland hafi orðið fyrst Norðurlandanna til þess að viðurkenna Palestínu sem fullgilt ríki með landamærin frá 4. júní 1967.“ Shami fagnar því sérstaklega að íslenska þjóðin sé mjög vel upplýst um alþjóðamál: „Hún horfir ekki á aðra hliðina heldur á báðar hliðarnar. Hún þekkir ísraelsku útgáfuna af þessari sögu og hún þekkir palestínsku útgáfuna, og er fær um að leggja sitt eigið mat á þetta.“ Hann segir Ísland hafa sýnt hugrekki með því að taka þetta skref þótt önnur lönd hafi verið hrædd við það: „Ísland reið á vaðið og Svíþjóð fylgdi í kjölfarið. Svo breyttu hin Norðurlöndin stöðu sendifulltrúa Palestínu í stöðu sendiherra með öll þau réttindi sem slíkri stöðu fylgja, sömu réttindi og fylgja sendiráðum annarra ríkja,“ segir Shami. „Þegar Ísland tók ákvörðun að grípa inn í og líta á átökin milli Ísraels og Palestínu þá hafði Ísland engra pólitískra eða efnahagslegra hagsmuna að gæta gagnvart hvorki Palestínu né Ísrael. En þetta skref er í raun og veru skref í áttina að friði og að tveggja ríkja lausninni. Þannig að við erum eindregið þeirrar skoðunar að ef friður kemst á þá gerist það vegna Norðurlandanna. Þau komu Palestínu aftur á kortið.“
Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira