Skattaskjólið Ísland Gunnar Þór Gíslason skrifar 6. janúar 2015 00:00 Forstjóri Haga hefur nú gengist við því að kjúklingaeldi heyri til landbúnaðar en ekki iðnaðarframleiðslu. Það er umtalsvert ánægjuefni. Sinnaskiptin voru gerð lýðnum heyrinkunn á sjálfum aðfangadegi jóla í grein hér í Fréttablaðinu. Tilefni skrifa forstjórans var samt að gera tortryggilegt eignarhald fyrirtækis sem stundar kjúklingaeldi á Íslandi, Matfugls ehf., sem er að öllu leyti í eigu eignarhaldsfélagsins Langasjávar ehf. Langisjór ehf. á nokkur önnur íslensk félög sem sinna starfsemi af ýmsu tagi, hafa hátt í 300 manns í vinnu og standa við skatta sína og skyldur á sama hátt og önnur félög í íslenskum atvinnurekstri. Hluthafar Langasjávar ehf. eru fjögur íslensk systkin og öll störfum við hjá dótturfélögum Langasjávar. Fimmti hluthafinn er Coldrock Investments Limited, félag skráð í Evrópusambandsríkinu Möltu. Forstjórinn kallar þennan eiganda Langasjávar „bændur í skattaskjólum“ og leggur síðan út af eigin fullyrðingu á kunnuglegan máta frá hans hendi í opinberri umræðu. Skilja má af orðum forstjórans að erlend fjárfesting sé á einhvern hátt óeðlileg eða óæskileg í íslensku atvinnulífi, sem kemur satt að segja á óvart. Aðallega gefur hann samt í skyn að það sé skattalegt athugunarefni að félag á Möltu eigi hlut í íslensku eignarhaldsfélagi, sem kemur á óvart líka! Svo vill til að greinarhöfundur, Finnur Árnason, er velmenntaður viðskiptafræðingur hérlendis og erlendis, einn af framámönnum íslensks viðskiptalífs til margra ára og einn hæstlaunaði forstjóri Íslands. Hann ætti að vita betur en flestir að skattanna vegna er tæplega hagstæðara að eiga og reka eignarhaldsfélög en einmitt hér heima. Ísland er „skattaskjól“ í þeim skilningi! Ég þekki ekki skattakerfi Möltu í þaula en vandséð er hvernig skattlagning félaga vegna tekna þeirra af eignarhlutum í öðrum félögum getur verið lægri en það sem íslensk eignarhaldsfélög greiða, 0% – núll! Þetta veit Finnur auðvitað en hann virðist samt ekki hafa staðist freistinguna til að nýta þetta tækifæri til að sverta íslenskan landbúnað og þá sem við hann starfa. Við systkinin erum endanlegir eigendur að Coldrock Investments Limted. Skýringin á tilvist félagsins í hluthafahópi Langasjávar ehf. er að eitt af dótturfélögum Langasjávar ehf. þurfti fjárhagslegan stuðning árið 2011 og við nýttum fjármuni sem við áttum erlendis til að auka eigið fé fyrirtækjanna á Íslandi. Við biðjumst ekki afsökunar á því að leggja fjármuni í íslenskt atvinnulíf, hvorki gagnvart Hagaforstjóranum né öðrum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Sjá meira
Forstjóri Haga hefur nú gengist við því að kjúklingaeldi heyri til landbúnaðar en ekki iðnaðarframleiðslu. Það er umtalsvert ánægjuefni. Sinnaskiptin voru gerð lýðnum heyrinkunn á sjálfum aðfangadegi jóla í grein hér í Fréttablaðinu. Tilefni skrifa forstjórans var samt að gera tortryggilegt eignarhald fyrirtækis sem stundar kjúklingaeldi á Íslandi, Matfugls ehf., sem er að öllu leyti í eigu eignarhaldsfélagsins Langasjávar ehf. Langisjór ehf. á nokkur önnur íslensk félög sem sinna starfsemi af ýmsu tagi, hafa hátt í 300 manns í vinnu og standa við skatta sína og skyldur á sama hátt og önnur félög í íslenskum atvinnurekstri. Hluthafar Langasjávar ehf. eru fjögur íslensk systkin og öll störfum við hjá dótturfélögum Langasjávar. Fimmti hluthafinn er Coldrock Investments Limited, félag skráð í Evrópusambandsríkinu Möltu. Forstjórinn kallar þennan eiganda Langasjávar „bændur í skattaskjólum“ og leggur síðan út af eigin fullyrðingu á kunnuglegan máta frá hans hendi í opinberri umræðu. Skilja má af orðum forstjórans að erlend fjárfesting sé á einhvern hátt óeðlileg eða óæskileg í íslensku atvinnulífi, sem kemur satt að segja á óvart. Aðallega gefur hann samt í skyn að það sé skattalegt athugunarefni að félag á Möltu eigi hlut í íslensku eignarhaldsfélagi, sem kemur á óvart líka! Svo vill til að greinarhöfundur, Finnur Árnason, er velmenntaður viðskiptafræðingur hérlendis og erlendis, einn af framámönnum íslensks viðskiptalífs til margra ára og einn hæstlaunaði forstjóri Íslands. Hann ætti að vita betur en flestir að skattanna vegna er tæplega hagstæðara að eiga og reka eignarhaldsfélög en einmitt hér heima. Ísland er „skattaskjól“ í þeim skilningi! Ég þekki ekki skattakerfi Möltu í þaula en vandséð er hvernig skattlagning félaga vegna tekna þeirra af eignarhlutum í öðrum félögum getur verið lægri en það sem íslensk eignarhaldsfélög greiða, 0% – núll! Þetta veit Finnur auðvitað en hann virðist samt ekki hafa staðist freistinguna til að nýta þetta tækifæri til að sverta íslenskan landbúnað og þá sem við hann starfa. Við systkinin erum endanlegir eigendur að Coldrock Investments Limted. Skýringin á tilvist félagsins í hluthafahópi Langasjávar ehf. er að eitt af dótturfélögum Langasjávar ehf. þurfti fjárhagslegan stuðning árið 2011 og við nýttum fjármuni sem við áttum erlendis til að auka eigið fé fyrirtækjanna á Íslandi. Við biðjumst ekki afsökunar á því að leggja fjármuni í íslenskt atvinnulíf, hvorki gagnvart Hagaforstjóranum né öðrum.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun