Skapandi greinar, menntun og rannsóknir Ólöf Gerður Sigfúsdóttir skrifar 6. desember 2012 06:00 Starfshópur á vegum fimm ráðuneyta hefur unnið ítarlega greiningu á starfsumhverfi skapandi greina í nýútkominni skýrslu, Skapandi greinar – sýn til framtíðar. Skýrslan markar tímamót í almennri umræðu um listir og menningu á Íslandi og er mikilvæg viðbót við áður útkomna skýrslu um hagræn áhrif skapandi greina. Í þessari skýrslu er gildi skapandi greina í samfélagi okkar dregið fram og lagður grunnur að þróun faglegrar orðræðu á sviðinu. Auk þess er stjórnsýslulegu umhverfi greinanna lýst og opinber fjárframlög sundurgreind eftir sviðum. Starfshópurinn leggur áherslu á mikilvægi þess að efla list- og starfsmenntun á öllum stigum skólakerfisins en lýsir því jafnframt að fjölgun menntunartækifæra á meistarastigi sé nauðsynleg svo stuðla megi að fagmennsku og góðum undirbúningi fyrir atvinnu- og menningarlíf. Loks lýsir hópurinn skorti á rannsóknum á sviðinu og leggur fram tillögu um að komið verði á fót sérstökum rannsóknasjóði fyrir skapandi greinar, sem vistaður yrði hjá Rannsóknaráði Íslands.Kjarnaskóli Listaháskólinn fagnar þessum tillögum og skýrslunni í heild sinni, en útgáfa hennar styður vel við þá uppbyggingu sem hefur átt sér stað innan skólans undanfarin ár, bæði á sviði kennslu og rannsókna. Skólinn starfar nú á sínu þrettánda starfsári og býður upp á grunnnám á ellefu námsbrautum og framhaldsnám á fimm. Hann er eini háskólinn á Íslandi sem hlotið hefur viðurkenningu mennta- og menningarmálaráðuneytisins á fræðasviðinu listir, og lítur hann á sig sem kjarnaskóla skapandi greina hér á landi. Þannig er hann leiðandi í uppbyggingu þekkingar á sviðinu og gegnir lykilhlutverki í að skapa opið og virkt umhverfi fyrir rannsóknarstarf listamanna og hönnuða. Tilkoma fjölbreytts og öflugs meistaranáms er grundvöllur fyrir því að skólinn geti sinnt þessu hlutverki sínu. Öflugt rannsóknarumhverfi er forsenda þekkingarsköpunar í hverju samfélagi og gegna háskólar lykilhlutverki í mótun og þróun slíks umhverfis. Í Listaháskóla Íslands leiða akademískir starfsmenn rannsóknarverkefni í krafti sérþekkingar sinnar, með virkri þátttöku nemenda. Afrakstri verkefna þeirra er miðlað í hinum ýmsu listmiðlum, s.s. myndverki, tónverki, gjörningi, hönnunarverki, manngerðu umhverfi, dansverki, leikverki eða hvaða mynd sem verk viðkomandi listamanns kann að taka á sig. Undanfarin misseri hefur skólinn þróað leiðir til að styrkja innviði sína og stoðþjónustu til eflingar rannsóknarstarfi, og þróað með sér rannsóknarmenningu sem stuðlar að gagnrýninni umræðu um innihald, aðferðir og miðlun. Allri sjálfstæðri vinnu kennara skólans, hvort sem hún felur í sér listsköpun, listflutning eða fræðistörf, er miðlað í opnum gagnagrunni á heimasíðu skólans. Markmið gagnagrunnsins er að kortleggja og miðla þeim verkefnum sem kennarar skólans leiða hver á sínu sviði, en hann er í stöðugri þróun og tekur mið af eðli verkefnanna og þeim miðlum sem skilgreina þau. (http://rannsoknagrunnur.lhi.is/is/rannsoknir/folk/).Aukið fjármagn Það er einungis með auknu fjármagni, jafnt grunnfé á fjárframlögum ríkisins og með aðgengi að opinberum samkeppnissjóðum, sem mögulegt verður að stuðla að uppbyggingu þekkingar í listum. Í þeim löndum sem skólinn ber sig saman við er frumsköpun listamanna löngu orðin viðurkennd sem rannsóknarferli, þ.e. ef viðkomandi listamaður skilgreinir verk sín á þann hátt og miðlar þeim bæði innan akademísks samhengis sem og á opinberum menningarvettvangi. Þannig hafa kollegar í listaháskólum víða erlendis aðgengi að opinberum samkeppnissjóðum sem byggja á jafningjamati í stað þess að þurfa að keppa t.d. við stjörnufræðinga eða stjórnmálafræðinga um rannsóknarfé. Jafningjamat á fræðasviði lista þýðir að fagaðilar sviðsins meta umsóknir, þ.e. mat er lagt á verkefni af utanaðkomandi listamönnum sem hafa þekkingu og reynslu á sviðinu. Fyrir utan aðgengi að samkeppnissjóðum er það enn brýnna verkefni að Listaháskólinn njóti jafnræðis á við aðra háskóla í landinu og að honum verði tryggt grunnfé til þessa mikilvæga starfsþáttar sem allar menntastofnanir á háskólastigi byggja á og er undirstaða kennslu. Mikilvægt er að vísinda- og nýsköpunarumhverfið hér á landi dragist ekki lengra aftur úr en orðið er og þróist í takt við samanburðarlöndin. Geta má þess að Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sett fram áætlun 2014-2020 undir yfirskriftinni „Skapandi Evrópa”, þar sem ríki og sveitarstjórn Evrópulanda eru hvött til þess að spýta í lófana og auka framlög sín til skapandi greina og menningar. Því leikur enginn vafi á að málaflokkurinn leikur lykilhlutverk í vexti og viðhaldi samfélaga framtíðarinnar, og við því verður að bregðast einnig hér á landi. Listaháskólinn kallar því á að stjórnvöld taki til greina þá góðu vinnu sem starfshópur ofangreindrar skýrslu hefur unnið og íhugi alvarlega að hleypa kennurum Listaháskólans að í samfélagi rannsókna og nýsköpunar hér á landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Skaðaminnkun bjargar mannslífum Jónína Guðný Bogadóttir Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Þriðjungur barna af erlendum uppruna tilheyrir ekki skólanum sínum Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Starfshópur á vegum fimm ráðuneyta hefur unnið ítarlega greiningu á starfsumhverfi skapandi greina í nýútkominni skýrslu, Skapandi greinar – sýn til framtíðar. Skýrslan markar tímamót í almennri umræðu um listir og menningu á Íslandi og er mikilvæg viðbót við áður útkomna skýrslu um hagræn áhrif skapandi greina. Í þessari skýrslu er gildi skapandi greina í samfélagi okkar dregið fram og lagður grunnur að þróun faglegrar orðræðu á sviðinu. Auk þess er stjórnsýslulegu umhverfi greinanna lýst og opinber fjárframlög sundurgreind eftir sviðum. Starfshópurinn leggur áherslu á mikilvægi þess að efla list- og starfsmenntun á öllum stigum skólakerfisins en lýsir því jafnframt að fjölgun menntunartækifæra á meistarastigi sé nauðsynleg svo stuðla megi að fagmennsku og góðum undirbúningi fyrir atvinnu- og menningarlíf. Loks lýsir hópurinn skorti á rannsóknum á sviðinu og leggur fram tillögu um að komið verði á fót sérstökum rannsóknasjóði fyrir skapandi greinar, sem vistaður yrði hjá Rannsóknaráði Íslands.Kjarnaskóli Listaháskólinn fagnar þessum tillögum og skýrslunni í heild sinni, en útgáfa hennar styður vel við þá uppbyggingu sem hefur átt sér stað innan skólans undanfarin ár, bæði á sviði kennslu og rannsókna. Skólinn starfar nú á sínu þrettánda starfsári og býður upp á grunnnám á ellefu námsbrautum og framhaldsnám á fimm. Hann er eini háskólinn á Íslandi sem hlotið hefur viðurkenningu mennta- og menningarmálaráðuneytisins á fræðasviðinu listir, og lítur hann á sig sem kjarnaskóla skapandi greina hér á landi. Þannig er hann leiðandi í uppbyggingu þekkingar á sviðinu og gegnir lykilhlutverki í að skapa opið og virkt umhverfi fyrir rannsóknarstarf listamanna og hönnuða. Tilkoma fjölbreytts og öflugs meistaranáms er grundvöllur fyrir því að skólinn geti sinnt þessu hlutverki sínu. Öflugt rannsóknarumhverfi er forsenda þekkingarsköpunar í hverju samfélagi og gegna háskólar lykilhlutverki í mótun og þróun slíks umhverfis. Í Listaháskóla Íslands leiða akademískir starfsmenn rannsóknarverkefni í krafti sérþekkingar sinnar, með virkri þátttöku nemenda. Afrakstri verkefna þeirra er miðlað í hinum ýmsu listmiðlum, s.s. myndverki, tónverki, gjörningi, hönnunarverki, manngerðu umhverfi, dansverki, leikverki eða hvaða mynd sem verk viðkomandi listamanns kann að taka á sig. Undanfarin misseri hefur skólinn þróað leiðir til að styrkja innviði sína og stoðþjónustu til eflingar rannsóknarstarfi, og þróað með sér rannsóknarmenningu sem stuðlar að gagnrýninni umræðu um innihald, aðferðir og miðlun. Allri sjálfstæðri vinnu kennara skólans, hvort sem hún felur í sér listsköpun, listflutning eða fræðistörf, er miðlað í opnum gagnagrunni á heimasíðu skólans. Markmið gagnagrunnsins er að kortleggja og miðla þeim verkefnum sem kennarar skólans leiða hver á sínu sviði, en hann er í stöðugri þróun og tekur mið af eðli verkefnanna og þeim miðlum sem skilgreina þau. (http://rannsoknagrunnur.lhi.is/is/rannsoknir/folk/).Aukið fjármagn Það er einungis með auknu fjármagni, jafnt grunnfé á fjárframlögum ríkisins og með aðgengi að opinberum samkeppnissjóðum, sem mögulegt verður að stuðla að uppbyggingu þekkingar í listum. Í þeim löndum sem skólinn ber sig saman við er frumsköpun listamanna löngu orðin viðurkennd sem rannsóknarferli, þ.e. ef viðkomandi listamaður skilgreinir verk sín á þann hátt og miðlar þeim bæði innan akademísks samhengis sem og á opinberum menningarvettvangi. Þannig hafa kollegar í listaháskólum víða erlendis aðgengi að opinberum samkeppnissjóðum sem byggja á jafningjamati í stað þess að þurfa að keppa t.d. við stjörnufræðinga eða stjórnmálafræðinga um rannsóknarfé. Jafningjamat á fræðasviði lista þýðir að fagaðilar sviðsins meta umsóknir, þ.e. mat er lagt á verkefni af utanaðkomandi listamönnum sem hafa þekkingu og reynslu á sviðinu. Fyrir utan aðgengi að samkeppnissjóðum er það enn brýnna verkefni að Listaháskólinn njóti jafnræðis á við aðra háskóla í landinu og að honum verði tryggt grunnfé til þessa mikilvæga starfsþáttar sem allar menntastofnanir á háskólastigi byggja á og er undirstaða kennslu. Mikilvægt er að vísinda- og nýsköpunarumhverfið hér á landi dragist ekki lengra aftur úr en orðið er og þróist í takt við samanburðarlöndin. Geta má þess að Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sett fram áætlun 2014-2020 undir yfirskriftinni „Skapandi Evrópa”, þar sem ríki og sveitarstjórn Evrópulanda eru hvött til þess að spýta í lófana og auka framlög sín til skapandi greina og menningar. Því leikur enginn vafi á að málaflokkurinn leikur lykilhlutverk í vexti og viðhaldi samfélaga framtíðarinnar, og við því verður að bregðast einnig hér á landi. Listaháskólinn kallar því á að stjórnvöld taki til greina þá góðu vinnu sem starfshópur ofangreindrar skýrslu hefur unnið og íhugi alvarlega að hleypa kennurum Listaháskólans að í samfélagi rannsókna og nýsköpunar hér á landi.
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Þriðjungur barna af erlendum uppruna tilheyrir ekki skólanum sínum Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Þriðjungur barna af erlendum uppruna tilheyrir ekki skólanum sínum Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun