Skál fyrir myndlistinni Ragnar Kjartansson skrifar 1. nóvember 2014 07:00 Í kaffi, bjór, djús eða kampavíni, eða bara Egils Kristal ef maður vill vera betri en hinir. Já, bræður og systur, í dag er dagur myndlistar. Dagur listformsins sem mótar sjónrænan veruleika okkar niður í minnstu smáatriði. Myndlistin er nefnilega mamma hönnunar, auglýsinga, tísku og eiginlega bara útlits alls þess manngerða sem við sjáum nú til dags. Já, hyllum þetta stórkostlega form mannlegrar tilvistar. Ég vinn sem myndlistarmaður en fyrst og fremst er ég myndlistaráhugamaður. Myndlistin er svo víðfeðm, það er vonlaust að skilgreina hana. Hún er alltaf að kanna nýjar formlausar lendur og umbreyta þeim í form, listaverk. Myndlistin er alltaf skrefi framar í hugmyndum en allt annað. Pönkið byrjaði í myndlistinni 1913. Já, skál fyrir myndlist. Hér á Íslandi er kvik og brjáluð myndlistarsena. Hún hefur verið að springa út undanfarið og nú er rætt um íslenska myndlistarmenn á kaffihúsum Parísar og diskóbörum New York-borgar. Ég er þakklátur fyrir að búa á landi sem er iðandi af myndlistarlífi. Hér er allt fullt af listamönnum og áhorfendum. Hér er fólk á útkjálka sem lætur sig framþróun mannsandans einhverju varða. Skál. Myndlist er frelsi. Ég veit ekki um neinn bransa sem gengur jafn mikið út á frelsi í hugsun, frelsi til að gera nákvæmlega það sem maður vill og þá virki það. Ég hef einu sinni grátið fyrir framan listaverk. Það var „Merda d'artista“ eftir Piero Manzoni. Þetta eru litlar niðursuðudósir með mannaskít listamannsins frá 1961. Þegar ég sá verkið var dósin að verða 50 ára gömul. Listamaðurinn löngu dáinn. Eftir stóð þessi bjarti, prakkaralegi og magnaði hlutur. Það er ómögulegt að útskýra fyrir einhverjum ruddum af hverju ég grét, en ég gerði það.Gullgerðarlist Manzoni var svo frábær, dó svo ungur og þetta verk á eftir að lifa um aldir, hvað sem á dynur. Þetta var hans niðurstaða um hvað það er að lifa, vera til og vera listamaður – hvað listin er. Hún er nefnilega hin eiginlega gullgerðarlist. Að gera gull úr skít. Magnað. Ég nenni samt ekki að tala um efnahagslegan ávinning samfélagsins af listinni, afleidd störf, styrkingu ferðamannaiðnaðarins og allt hitt sem óhjákvæmilega fylgir frábærri listasenu. Það er bara afskaplega jákvæð hliðarverkun. Myndlistin er svo mikil andans gjöf fyrir hvern og einn einasta sem setur sig inn í hana. Að njóta myndlistar eru mikil lífsgæði sem standa öllum til boða. Góðir hálsar, myndlist er að finna til. Við verðum að elska listaverk, þá skiljum við það. Við verðum að elska listina þá skiljum við hana. Þannig að þeir sem bölva listinni og listamönnum eru örgustu vitleysingar sem kunna ekki að elska. Æ, ég tala bara svona af því að það er dagur myndlistar og þá má ég taka blaðið frá munninum. Lyftum kaffibollanum hátt á loft og hvíslum „skál fyrir myndlistinni og elskum þetta helvíti“.Greinin er birt í tilefni Dags Myndlistarwww.dagurmyndistar.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Í kaffi, bjór, djús eða kampavíni, eða bara Egils Kristal ef maður vill vera betri en hinir. Já, bræður og systur, í dag er dagur myndlistar. Dagur listformsins sem mótar sjónrænan veruleika okkar niður í minnstu smáatriði. Myndlistin er nefnilega mamma hönnunar, auglýsinga, tísku og eiginlega bara útlits alls þess manngerða sem við sjáum nú til dags. Já, hyllum þetta stórkostlega form mannlegrar tilvistar. Ég vinn sem myndlistarmaður en fyrst og fremst er ég myndlistaráhugamaður. Myndlistin er svo víðfeðm, það er vonlaust að skilgreina hana. Hún er alltaf að kanna nýjar formlausar lendur og umbreyta þeim í form, listaverk. Myndlistin er alltaf skrefi framar í hugmyndum en allt annað. Pönkið byrjaði í myndlistinni 1913. Já, skál fyrir myndlist. Hér á Íslandi er kvik og brjáluð myndlistarsena. Hún hefur verið að springa út undanfarið og nú er rætt um íslenska myndlistarmenn á kaffihúsum Parísar og diskóbörum New York-borgar. Ég er þakklátur fyrir að búa á landi sem er iðandi af myndlistarlífi. Hér er allt fullt af listamönnum og áhorfendum. Hér er fólk á útkjálka sem lætur sig framþróun mannsandans einhverju varða. Skál. Myndlist er frelsi. Ég veit ekki um neinn bransa sem gengur jafn mikið út á frelsi í hugsun, frelsi til að gera nákvæmlega það sem maður vill og þá virki það. Ég hef einu sinni grátið fyrir framan listaverk. Það var „Merda d'artista“ eftir Piero Manzoni. Þetta eru litlar niðursuðudósir með mannaskít listamannsins frá 1961. Þegar ég sá verkið var dósin að verða 50 ára gömul. Listamaðurinn löngu dáinn. Eftir stóð þessi bjarti, prakkaralegi og magnaði hlutur. Það er ómögulegt að útskýra fyrir einhverjum ruddum af hverju ég grét, en ég gerði það.Gullgerðarlist Manzoni var svo frábær, dó svo ungur og þetta verk á eftir að lifa um aldir, hvað sem á dynur. Þetta var hans niðurstaða um hvað það er að lifa, vera til og vera listamaður – hvað listin er. Hún er nefnilega hin eiginlega gullgerðarlist. Að gera gull úr skít. Magnað. Ég nenni samt ekki að tala um efnahagslegan ávinning samfélagsins af listinni, afleidd störf, styrkingu ferðamannaiðnaðarins og allt hitt sem óhjákvæmilega fylgir frábærri listasenu. Það er bara afskaplega jákvæð hliðarverkun. Myndlistin er svo mikil andans gjöf fyrir hvern og einn einasta sem setur sig inn í hana. Að njóta myndlistar eru mikil lífsgæði sem standa öllum til boða. Góðir hálsar, myndlist er að finna til. Við verðum að elska listaverk, þá skiljum við það. Við verðum að elska listina þá skiljum við hana. Þannig að þeir sem bölva listinni og listamönnum eru örgustu vitleysingar sem kunna ekki að elska. Æ, ég tala bara svona af því að það er dagur myndlistar og þá má ég taka blaðið frá munninum. Lyftum kaffibollanum hátt á loft og hvíslum „skál fyrir myndlistinni og elskum þetta helvíti“.Greinin er birt í tilefni Dags Myndlistarwww.dagurmyndistar.is
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun