Sjúkraliðar boða allsherjarverkfall Óli Kristján Ármannsson skrifar 15. mars 2016 07:00 Sjúkraliðar hafa þurft að hafa fyrir kjarabótum sínum. Hér talar Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður SLFÍ, á baráttufundi, þegar yfir stóðu verkföll sjúkraliða og fólks í SFR, í kjarabaráttu við ríkið í fyrrahaust. vísir/anton brink Samþykkt hefur verið allsherjarverkfall sjúkraliða hjá sveitarfélögum landsins frá fjórða apríl takist ekki samningar fyrir þann tíma. Undir er þjónusta sjúkraliða um allt landið þar sem sveitarfélög reka öldrunar- og hjúkrunarþjónustu, auk félagsþjónustu sem sjúkraliðar vinna við. Stærstu stofnanirnar sem verkfall myndi ná til eru Síða á Akureyri, Brákarhlíð í Borgarfirði, Höfði á Akranesi og Ísafold í Garðabæ, segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ). Þjónusta í Reykjavík raskast ekki, en borgin semur beint við sína viðsemjendur. Samningur sjúkraliða og Reykjavíkurborgar var undirritaður 16. desember síðastliðinn. Af þeim 180 sem þátt tóku samþykktu 175, eða rúm 97 prósent, verkfallsaðgerðir í kosningu Sjúkraliðafélags Íslands. Niðurstöður kosningarinnar voru birtar í gær. Þrír kusu á móti verkfalli og tveir skiluðu auðu. Tæp 58 prósent félagsmanna tóku þátt í kosningunni. Kristín segir boðaðar aðgerðir fyrst og fremst vegna mikils dráttar sem orðið hafi á samningum. „Samningar okkar voru lausir um leið og allra annarra,“ segir hún. „Allan þann tíma var mjög lengi verið að koma samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga að borðinu.“ Síðan hafi deilunni verið vísað til ríkissáttasemjara. Í gærmorgun segir Kristín að hafi verið tíundi fundurinn í deilunni og enn beri mikið í milli. Tilboð sveitarfélaganna sem samninganefndin hafi hafnað sé langt frá því sem samið hafi verið um annars staðar. „Við gerðum þeim tilboð á móti, en því höfnuðu þau og slitu.“ Varðandi það hvort hún sé bjartsýn á að samningar náist áður en til verkfalls kemur bendir Kristín á að ríkissáttasemjari sé búinn að boða til funda í deilunni strax eftir páska. „Maður verður bara að vera bjartsýnn. Það er ekki ósk nokkurs að þetta lendi í verkföllum.“ Hjá Bandalagi háskólamanna (BHM) er einnig sagður þungur tónn í fólki og verið að íhuga aðgerðir. „Félagsmenn BHM hjá sveitarfélögunum hafa verið samningslausir í rúmt hálft ár en kjaraviðræður við Samband íslenskra sveitarfélaga hafa dregist úr hömlu,“ segir í umfjöllun á vef BHM. „Ef ekki verður gripið í taumana er grunnþjónusta sveitarfélaganna í hættu.“ Kjaramál Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurivision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Sjá meira
Samþykkt hefur verið allsherjarverkfall sjúkraliða hjá sveitarfélögum landsins frá fjórða apríl takist ekki samningar fyrir þann tíma. Undir er þjónusta sjúkraliða um allt landið þar sem sveitarfélög reka öldrunar- og hjúkrunarþjónustu, auk félagsþjónustu sem sjúkraliðar vinna við. Stærstu stofnanirnar sem verkfall myndi ná til eru Síða á Akureyri, Brákarhlíð í Borgarfirði, Höfði á Akranesi og Ísafold í Garðabæ, segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ). Þjónusta í Reykjavík raskast ekki, en borgin semur beint við sína viðsemjendur. Samningur sjúkraliða og Reykjavíkurborgar var undirritaður 16. desember síðastliðinn. Af þeim 180 sem þátt tóku samþykktu 175, eða rúm 97 prósent, verkfallsaðgerðir í kosningu Sjúkraliðafélags Íslands. Niðurstöður kosningarinnar voru birtar í gær. Þrír kusu á móti verkfalli og tveir skiluðu auðu. Tæp 58 prósent félagsmanna tóku þátt í kosningunni. Kristín segir boðaðar aðgerðir fyrst og fremst vegna mikils dráttar sem orðið hafi á samningum. „Samningar okkar voru lausir um leið og allra annarra,“ segir hún. „Allan þann tíma var mjög lengi verið að koma samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga að borðinu.“ Síðan hafi deilunni verið vísað til ríkissáttasemjara. Í gærmorgun segir Kristín að hafi verið tíundi fundurinn í deilunni og enn beri mikið í milli. Tilboð sveitarfélaganna sem samninganefndin hafi hafnað sé langt frá því sem samið hafi verið um annars staðar. „Við gerðum þeim tilboð á móti, en því höfnuðu þau og slitu.“ Varðandi það hvort hún sé bjartsýn á að samningar náist áður en til verkfalls kemur bendir Kristín á að ríkissáttasemjari sé búinn að boða til funda í deilunni strax eftir páska. „Maður verður bara að vera bjartsýnn. Það er ekki ósk nokkurs að þetta lendi í verkföllum.“ Hjá Bandalagi háskólamanna (BHM) er einnig sagður þungur tónn í fólki og verið að íhuga aðgerðir. „Félagsmenn BHM hjá sveitarfélögunum hafa verið samningslausir í rúmt hálft ár en kjaraviðræður við Samband íslenskra sveitarfélaga hafa dregist úr hömlu,“ segir í umfjöllun á vef BHM. „Ef ekki verður gripið í taumana er grunnþjónusta sveitarfélaganna í hættu.“
Kjaramál Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurivision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Sjá meira