ŢRIĐJUDAGUR 28. MARS NÝJAST 14:57

Messi dćmdur í fjögurra leikja bann

SPORT

Sjúkrabíll í útkalli fauk út af

 
Innlent
16:23 24. FEBRÚAR 2017
Tók nokkra klukkutíma ađ koma bílnum aftur upp á veg en ekki var stćtt á svćđinu sökum hálku og roks.
Tók nokkra klukkutíma ađ koma bílnum aftur upp á veg en ekki var stćtt á svćđinu sökum hálku og roks. VÍSIR

Sjúkrabíll fauk út af á Bláfjallaafleggjaranum fyrr í dag. Rúta hafði fokið út af veginum skammt frá en engin slys urðu á fólki. Ákveðið var hins vegar að senda tvo sjúkrabíla á vettvang til að sinna farþegunum en annar þeirra fauk út af veginum sem liggur um brekku á Bláfjallaafleggjaranum.

Rekur slökkviliðið það til hálku og mikils roks en engin slys urðu á þeim sem voru í sjúkrabílnum.

Talsverðan tíma tók að ná bílnum aftur upp á veg, eða um þrjá til fjóra klukkutíma. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var ekki stætt um tíma á staðnum vegna brjálaðs veðurs.

Engin óþægindi hlutust af þessu önnur en að þarna var mannskapur bundinn við þetta verkefni í nokkra klukkutíma við að ná bílnum aftur upp á veginn.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Sjúkrabíll í útkalli fauk út af
Fara efst