Sjúkdómur Fletcher: Háalvarlegur og erfiður viðureignar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. desember 2011 08:00 Darren Fletcher með Ryan Giggs og Paul Scholes. Mynd/Nordic Photos/Getty Á hverjum degi berast fregnir af meiðslum íþróttamanna og að þeir þurfi vegna þeirra að taka sér hvíld frá íþrótt sinni. Langoftast er hægt að greina frá eðli meiðslanna og hversu lengi viðkomandi íþróttakappi verði frá – sem reynist svo yfirleitt vera rétt. En af og til berast fregnir af því að íþróttamenn þurfi að taka sér veikindafrí þar sem þeir eru að glíma við sjúkdóm sem kemur íþróttinni ekkert við. Í þeim tilvikum getur óvissan verið mikil og óvíst hvort og hvenær viðkomandi getur stundað íþrótt sína á ný. Fyrr í vikunni var greint frá því að skoski knattspyrnumaðurinn Darren Fletcher hjá Manchester United myndi líklega ekki spila meira með liðinu á leiktíðinni þar sem hann væri veikur. Manchester United greindi frá því að Fletcher væri með sjúkdóm sem nefnist Colitis ulcerosa, eða sáraristilbólga á íslensku. Voru fjölmiðlar beðnir um að gefa honum næði og svigrúm til að takast á við veikindin. Ólæknandi sjúkdómurMynd/Nordic Photos/GettySjúkdómurinn leggst á þarmana og ristilinn og getur haft mikil áhrif á daglegt líf. Helst lýsir hann sér í langvinnum niðurgangi, stundum blóðugum, þreytu, kviðverkjum og í slæmum tilvikum hefur hann einnig í för með sér þyngdartap og hita. Edda Svavarsdóttir er formaður CCU-samtakanna á Íslandi, sem eru hagsmunasamtök sjúklinga með sáraristilbólgu og svæðisgarnabólgu. Samtökin voru stofnuð árið 1995 til að auka samfélagsvitund um sjúkdómana og veita sjúklingum vettvang til að leita sér stuðnings og kynnast öðrum sem hafa gengið í gegnum það sama. Talið er að um 0,5 prósent íslensku þjóðarinnar séu með annan hvorn sjúkdóminn, eða vel á annað þúsund manns. Algengt er að fólk greinist fyrst með sjúkdóminn á aldrinum 15-25 ára en orsökin er enn ókunn. „Fyrir það fyrsta er sjúkdómurinn ólæknandi," segir Edda. „Það er hægt að halda honum niðri með lyfjagjöf en það er ekki vitað af hverju fólk fær þennan sjúkdóm." Vill verða feimnismálMynd/Nordic Photos/GettyEdda segir að það hafi lengi þótt feimnismál að greinast með sjúkdóminn enda geti hann verið erfiður viðureignar í daglegu lífi. „Þegar maður er veikur og þarf að komast á salerni hvenær sem er dagsins, fer maður stundum ekki mikið út fyrir hússins dyr," segir Edda. „Allt álag – stress og áreiti – er vont fyrir sjúkdóminn. Það þarf einnig að passa vel upp á mataræði og svefn." Eins og með aðra sjúkdóma leggst sáraristilbólga misþungt á sjúklinga. „Sumir eru heppnir og sleppa vel en það getur farið á versta veg hjá öðrum og endað með því að það þurfi að fjarlægja ristilinn með uppskurði. Viðkomandi fengi því stómapoka – sumir innvortis en það gengur ekki hjá öllum og þeir þurfa því að vera með útvortis stóma." Sjúkdómurinn er ekki banvænn en getur þó leitt til ristilkrabbameins. Líkurnar á því aukast umtalsvert eftir að hafa gengið með sjúkdóminn í áratug. Þeir sem eru með stómapoka geta lifað eðlilegu daglegu lífi en óvíst er hvort knattspyrnumaður, með þeim átökum sem fylgja á knattspyrnuvellinum, geti stundað íþróttina eins og áður. Það skal þó tekið fram að það telst ekki fötlun að vera með stómapoka enda hafa einstaklingar með stómapoka bæði klifið Everest-fjall og hlaupið maraþon, svo eitthvað sé nefnt. Uppskurður er lokaúrræðiMynd/Nordic Photos/GettyMeð því að fjarlægja ristilinn telst sjúkdómurinn læknaður en með varandi afleiðingum fyrir viðkomandi. Edda segir að fæstir grípi til þessa úrræðis fyrr en í lengstu lög. „Lyfjagjöf geta fylgt aukaverkanir og svo geta margir stjórnað líðaninni með breyttu mataræði," segir Edda, sem sjálf hefur glímt við sáraristilbólgu. „Það hefur reynst mér vel að taka út allt rautt kjöt, áfengi og steiktan mat. Brasað skyndibitafæði er ekki lengur til staðar í mínu lífi." Átök og áreynsla varhugaverðMynd/Nordic Photos/GettyHún segir að íþróttaiðkun gæti reynst erfið fyrir sjúklinga. „Þeir sem glíma við þetta þurfa að hafa í huga að átök og áreynsla geta haft afar hvimleiðar afleiðingar í för með sér. Sjúkdómurinn hefur verið að greinast í krökkum allt niður í tólf ára aldur og þetta getur verið afar mikið feimnismál fyrir þá þegar fram í sækir – ekki bara í íþróttum," segir Edda og nefnir sem dæmi að prófkvíði geti verið slæmur fylgikvilli fyrir sjúklinga. „Próf geta oft verið ávísun á veikindi," segir hún. Hvort Darren Fletcher spilar aftur fótbolta verður tíminn einn að fá að leiða í ljós en Edda segir að þeir sem hafi greinst með sjúkdóminn geti lifað eðlilegu lífi. „En það getur verið líf með takmörkunum. Margir takast á við sjúkdóminn með jákvæðni að leiðarljósi og þá getur manni liðið mjög vel," segir Edda. „Finni maður hentuga lyfjagjöf er hægt að halda sjúkdómnum niðri og þá ætti knattspyrnukappinn að geta byrjað að spila á ný." Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sjá meira
Á hverjum degi berast fregnir af meiðslum íþróttamanna og að þeir þurfi vegna þeirra að taka sér hvíld frá íþrótt sinni. Langoftast er hægt að greina frá eðli meiðslanna og hversu lengi viðkomandi íþróttakappi verði frá – sem reynist svo yfirleitt vera rétt. En af og til berast fregnir af því að íþróttamenn þurfi að taka sér veikindafrí þar sem þeir eru að glíma við sjúkdóm sem kemur íþróttinni ekkert við. Í þeim tilvikum getur óvissan verið mikil og óvíst hvort og hvenær viðkomandi getur stundað íþrótt sína á ný. Fyrr í vikunni var greint frá því að skoski knattspyrnumaðurinn Darren Fletcher hjá Manchester United myndi líklega ekki spila meira með liðinu á leiktíðinni þar sem hann væri veikur. Manchester United greindi frá því að Fletcher væri með sjúkdóm sem nefnist Colitis ulcerosa, eða sáraristilbólga á íslensku. Voru fjölmiðlar beðnir um að gefa honum næði og svigrúm til að takast á við veikindin. Ólæknandi sjúkdómurMynd/Nordic Photos/GettySjúkdómurinn leggst á þarmana og ristilinn og getur haft mikil áhrif á daglegt líf. Helst lýsir hann sér í langvinnum niðurgangi, stundum blóðugum, þreytu, kviðverkjum og í slæmum tilvikum hefur hann einnig í för með sér þyngdartap og hita. Edda Svavarsdóttir er formaður CCU-samtakanna á Íslandi, sem eru hagsmunasamtök sjúklinga með sáraristilbólgu og svæðisgarnabólgu. Samtökin voru stofnuð árið 1995 til að auka samfélagsvitund um sjúkdómana og veita sjúklingum vettvang til að leita sér stuðnings og kynnast öðrum sem hafa gengið í gegnum það sama. Talið er að um 0,5 prósent íslensku þjóðarinnar séu með annan hvorn sjúkdóminn, eða vel á annað þúsund manns. Algengt er að fólk greinist fyrst með sjúkdóminn á aldrinum 15-25 ára en orsökin er enn ókunn. „Fyrir það fyrsta er sjúkdómurinn ólæknandi," segir Edda. „Það er hægt að halda honum niðri með lyfjagjöf en það er ekki vitað af hverju fólk fær þennan sjúkdóm." Vill verða feimnismálMynd/Nordic Photos/GettyEdda segir að það hafi lengi þótt feimnismál að greinast með sjúkdóminn enda geti hann verið erfiður viðureignar í daglegu lífi. „Þegar maður er veikur og þarf að komast á salerni hvenær sem er dagsins, fer maður stundum ekki mikið út fyrir hússins dyr," segir Edda. „Allt álag – stress og áreiti – er vont fyrir sjúkdóminn. Það þarf einnig að passa vel upp á mataræði og svefn." Eins og með aðra sjúkdóma leggst sáraristilbólga misþungt á sjúklinga. „Sumir eru heppnir og sleppa vel en það getur farið á versta veg hjá öðrum og endað með því að það þurfi að fjarlægja ristilinn með uppskurði. Viðkomandi fengi því stómapoka – sumir innvortis en það gengur ekki hjá öllum og þeir þurfa því að vera með útvortis stóma." Sjúkdómurinn er ekki banvænn en getur þó leitt til ristilkrabbameins. Líkurnar á því aukast umtalsvert eftir að hafa gengið með sjúkdóminn í áratug. Þeir sem eru með stómapoka geta lifað eðlilegu daglegu lífi en óvíst er hvort knattspyrnumaður, með þeim átökum sem fylgja á knattspyrnuvellinum, geti stundað íþróttina eins og áður. Það skal þó tekið fram að það telst ekki fötlun að vera með stómapoka enda hafa einstaklingar með stómapoka bæði klifið Everest-fjall og hlaupið maraþon, svo eitthvað sé nefnt. Uppskurður er lokaúrræðiMynd/Nordic Photos/GettyMeð því að fjarlægja ristilinn telst sjúkdómurinn læknaður en með varandi afleiðingum fyrir viðkomandi. Edda segir að fæstir grípi til þessa úrræðis fyrr en í lengstu lög. „Lyfjagjöf geta fylgt aukaverkanir og svo geta margir stjórnað líðaninni með breyttu mataræði," segir Edda, sem sjálf hefur glímt við sáraristilbólgu. „Það hefur reynst mér vel að taka út allt rautt kjöt, áfengi og steiktan mat. Brasað skyndibitafæði er ekki lengur til staðar í mínu lífi." Átök og áreynsla varhugaverðMynd/Nordic Photos/GettyHún segir að íþróttaiðkun gæti reynst erfið fyrir sjúklinga. „Þeir sem glíma við þetta þurfa að hafa í huga að átök og áreynsla geta haft afar hvimleiðar afleiðingar í för með sér. Sjúkdómurinn hefur verið að greinast í krökkum allt niður í tólf ára aldur og þetta getur verið afar mikið feimnismál fyrir þá þegar fram í sækir – ekki bara í íþróttum," segir Edda og nefnir sem dæmi að prófkvíði geti verið slæmur fylgikvilli fyrir sjúklinga. „Próf geta oft verið ávísun á veikindi," segir hún. Hvort Darren Fletcher spilar aftur fótbolta verður tíminn einn að fá að leiða í ljós en Edda segir að þeir sem hafi greinst með sjúkdóminn geti lifað eðlilegu lífi. „En það getur verið líf með takmörkunum. Margir takast á við sjúkdóminn með jákvæðni að leiðarljósi og þá getur manni liðið mjög vel," segir Edda. „Finni maður hentuga lyfjagjöf er hægt að halda sjúkdómnum niðri og þá ætti knattspyrnukappinn að geta byrjað að spila á ný."
Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sjá meira