Sjötíu prósent vilja kjósa til þings í haust Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. júní 2016 07:00 Sjö af hverjum tíu sem afstöðu taka vilja að kosið verði til Alþingis strax í haust frekar en næsta vor. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þegar ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar tók við völdum 7.apríl, eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér embætti, sögðu oddvitar ríkisstjórnarinnar að kosið yrði til Alþingis í haust. Þetta hafa þeir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigurður Ingi ítrekað síðan þá. En skoðanir um áætlaðan kjördag eru þó skiptar, einkum meðal framsóknarmanna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði til að mynda á Bylgjunni að hann teldi ekki liggja á kosningum í haust. Það hafa þingkonurnar Elsa Lára Arnardóttir og Silja Dögg Gunnarsdóttir einnig gert, svo dæmi séu tekin. Skoðanir almennings eru þó nokkuð afgerandi. Þegar svör könnunarinnar eru skoðuð í heild sést að 60 prósent vilja kjósa í haust, 26 prósent vilja kjósa í vor, 12 prósent segjast ekki vita hvenær þau vilja kjósa og tvö prósent vilja ekki svara. Þegar einungis eru skoðuð svör þeirra sem afstöðu taka sést að 69,5 prósent vilja kjósa í haust en 30,5 prósent í vor. Heldur fleiri konur vilja kjósa í haust en karlar. Fólk á aldrinum 18-49 ára vill fremur kjósa í haust en þeir sem eldri eru. Könnunin var gerð 30. maí. Hringt var í 919 manns þar til náðist í 772 og var svarhlutfallið því 84 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Alls tóku 85,7 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stóru málin fyrst, kosningar svo Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir að kosningar í haust byggi á að búið verði að afgreiða þau stóru mál sem ríkisstjórnin ætlar sér að klára á kjörtímabilinu. 29. maí 2016 12:51 Sex þingmenn Framsóknarflokks andsnúnir kosningum í haust Stór hluti þingmanna Framsóknarflokksins gerir fyrirvara eða eru andsnúinn því að boðað verði til alþingiskosninga í haust. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir algjörlega ótímabært að spá um hvort kosningar muni frestast fram á vor. 26. maí 2016 22:59 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Sjá meira
Sjö af hverjum tíu sem afstöðu taka vilja að kosið verði til Alþingis strax í haust frekar en næsta vor. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þegar ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar tók við völdum 7.apríl, eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér embætti, sögðu oddvitar ríkisstjórnarinnar að kosið yrði til Alþingis í haust. Þetta hafa þeir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigurður Ingi ítrekað síðan þá. En skoðanir um áætlaðan kjördag eru þó skiptar, einkum meðal framsóknarmanna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði til að mynda á Bylgjunni að hann teldi ekki liggja á kosningum í haust. Það hafa þingkonurnar Elsa Lára Arnardóttir og Silja Dögg Gunnarsdóttir einnig gert, svo dæmi séu tekin. Skoðanir almennings eru þó nokkuð afgerandi. Þegar svör könnunarinnar eru skoðuð í heild sést að 60 prósent vilja kjósa í haust, 26 prósent vilja kjósa í vor, 12 prósent segjast ekki vita hvenær þau vilja kjósa og tvö prósent vilja ekki svara. Þegar einungis eru skoðuð svör þeirra sem afstöðu taka sést að 69,5 prósent vilja kjósa í haust en 30,5 prósent í vor. Heldur fleiri konur vilja kjósa í haust en karlar. Fólk á aldrinum 18-49 ára vill fremur kjósa í haust en þeir sem eldri eru. Könnunin var gerð 30. maí. Hringt var í 919 manns þar til náðist í 772 og var svarhlutfallið því 84 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Alls tóku 85,7 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stóru málin fyrst, kosningar svo Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir að kosningar í haust byggi á að búið verði að afgreiða þau stóru mál sem ríkisstjórnin ætlar sér að klára á kjörtímabilinu. 29. maí 2016 12:51 Sex þingmenn Framsóknarflokks andsnúnir kosningum í haust Stór hluti þingmanna Framsóknarflokksins gerir fyrirvara eða eru andsnúinn því að boðað verði til alþingiskosninga í haust. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir algjörlega ótímabært að spá um hvort kosningar muni frestast fram á vor. 26. maí 2016 22:59 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Sjá meira
Stóru málin fyrst, kosningar svo Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir að kosningar í haust byggi á að búið verði að afgreiða þau stóru mál sem ríkisstjórnin ætlar sér að klára á kjörtímabilinu. 29. maí 2016 12:51
Sex þingmenn Framsóknarflokks andsnúnir kosningum í haust Stór hluti þingmanna Framsóknarflokksins gerir fyrirvara eða eru andsnúinn því að boðað verði til alþingiskosninga í haust. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir algjörlega ótímabært að spá um hvort kosningar muni frestast fram á vor. 26. maí 2016 22:59