Sjónvarp í almannaþágu Ragnar Bragason skrifar 31. október 2014 07:00 Víðast hvar erlendis þegar Danmörku ber á góma eru leiknu þáttaraðir danska ríkissjónvarpsins það fyrsta jákvæða sem kemur upp í huga fólks. Þessi mikilvægi samfélagsspegill danskra er einnig þeirra mikilvægasta útflutningsvara síðustu ára. Víðtæk jákvæð áhrif þessa þarf ég ekki að tíunda hér. En gæði dansks sjónvarpsefnis er ekki tilviljun. Metnaðarfull þróun og þroski þess var menningarpólitísk og fjárhagsleg ákvörðun tekin fyrir rúmum áratug út frá einföldum spurningum; Hver erum við sem einstaklingar og sem samfélag? Hvernig viljum við sjá okkur í okkar sjónvarpi? Íslensk þjóð gladdist í vor þegar nýr útvarpsstjóri var ráðinn, maður sem hafði unnið kraftaverk í leikhúsum landsins. Tilfinningin var að nú ætluðu stjórnvöld að styrkja og efla menningarhlutverk RÚV, það yrði blásið í lúðra og fánar reistir. En í dag mæla misvitrir enn og aftur fyrir frekari niðurskurði og harmonera þannig við stefnu sem framfylgt er í löndum sem okkur langar ekki að bera okkur saman við. RÚV er meginvettvangur íslenskrar menningar, útvarp og sjónvarp í almannaþágu. Þar opnast okkur fjölbreytt heimsýn, ólíkar raddir, straumar og stefnur öllum aðgengilegar, sama á hvaða aldri, hvar sem er á landinu. RÚV er einnig stærsti spegill þjóðarinnar, þar hljómar og birtist fjölbreytileiki hennar og andi. Sé andinn sem þar birtist fátæklegur verðum við enn fátækari í anda. Við erum rétt rúmlega 320.000 sem tölum þetta einstaka tungumál og hvað gerir hóp að þjóð annað en tungan og menningin? Styrkja þarf sérstöðu RÚV með áherslu á metnaðarfulla dagskrárgerð, sérstaklega er það mikilvægt þegar kemur að leiknu efni. Þar eru fræ mörg í jörð en spíra ekki nema hlúð sé að og vökvað.Skammsýni Mikill niðurskurður hefur orðið á RÚV á síðustu árum með aðhaldsaðgerðum og uppsögnum í kjölfarið. Aðhald er gott þegar skórinn kreppir en líta ber upp og hugleiða þegar skerðing verður að skaða. Staðreyndin er sú að hið lögbundna útvarpsgjald, sem við öll greiðum og er sambærilegt við löndin í kringum okkur, rennur stórskert til sjónvarps allra landsmanna. Það var kannski skiljanlegt korteri eftir hrun en ekki í dag. Ofan á niðurskurð og skert framlög hefur RÚV lengi verið að sligast undan eldgömlum lífeyrisskuldbindingum sem ríkið hefur fyrir löngu aflétt af öðrum menningarstofnunum. Framkvæmdastjóri Sambands útvarps og sjónvarpsstöðva í Evrópu benti nýlega á að flestar siðmenntaðar menningarþjóðir í kringum okkur tryggja sínum almannafjölmiðlum stöðugleika með traustu fjármagni bundnu til lágmark fjögurra ára í senn. RÚV getur hinsvegar ekki sett sér langtímamarkmið vegna þeirrar óvissu sem skapast ár hvert þegar framlög eru háð geðþóttaákvörðunum fjárlagaárs. Allt tal um frekari niðurskurð í einstrengingslegri hugsun um hallalaus fjárlög ber merki um skammsýni. Ég skora á stjórnvöld að búa þannig um hnútana að RÚV verði eflt þjóðinni til hagsbóta og í framhaldi spyrjum við svo; Hver erum við sem einstaklingar og sem samfélag? Hvernig viljum við sjá okkur í okkar sjónvarpi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Víðast hvar erlendis þegar Danmörku ber á góma eru leiknu þáttaraðir danska ríkissjónvarpsins það fyrsta jákvæða sem kemur upp í huga fólks. Þessi mikilvægi samfélagsspegill danskra er einnig þeirra mikilvægasta útflutningsvara síðustu ára. Víðtæk jákvæð áhrif þessa þarf ég ekki að tíunda hér. En gæði dansks sjónvarpsefnis er ekki tilviljun. Metnaðarfull þróun og þroski þess var menningarpólitísk og fjárhagsleg ákvörðun tekin fyrir rúmum áratug út frá einföldum spurningum; Hver erum við sem einstaklingar og sem samfélag? Hvernig viljum við sjá okkur í okkar sjónvarpi? Íslensk þjóð gladdist í vor þegar nýr útvarpsstjóri var ráðinn, maður sem hafði unnið kraftaverk í leikhúsum landsins. Tilfinningin var að nú ætluðu stjórnvöld að styrkja og efla menningarhlutverk RÚV, það yrði blásið í lúðra og fánar reistir. En í dag mæla misvitrir enn og aftur fyrir frekari niðurskurði og harmonera þannig við stefnu sem framfylgt er í löndum sem okkur langar ekki að bera okkur saman við. RÚV er meginvettvangur íslenskrar menningar, útvarp og sjónvarp í almannaþágu. Þar opnast okkur fjölbreytt heimsýn, ólíkar raddir, straumar og stefnur öllum aðgengilegar, sama á hvaða aldri, hvar sem er á landinu. RÚV er einnig stærsti spegill þjóðarinnar, þar hljómar og birtist fjölbreytileiki hennar og andi. Sé andinn sem þar birtist fátæklegur verðum við enn fátækari í anda. Við erum rétt rúmlega 320.000 sem tölum þetta einstaka tungumál og hvað gerir hóp að þjóð annað en tungan og menningin? Styrkja þarf sérstöðu RÚV með áherslu á metnaðarfulla dagskrárgerð, sérstaklega er það mikilvægt þegar kemur að leiknu efni. Þar eru fræ mörg í jörð en spíra ekki nema hlúð sé að og vökvað.Skammsýni Mikill niðurskurður hefur orðið á RÚV á síðustu árum með aðhaldsaðgerðum og uppsögnum í kjölfarið. Aðhald er gott þegar skórinn kreppir en líta ber upp og hugleiða þegar skerðing verður að skaða. Staðreyndin er sú að hið lögbundna útvarpsgjald, sem við öll greiðum og er sambærilegt við löndin í kringum okkur, rennur stórskert til sjónvarps allra landsmanna. Það var kannski skiljanlegt korteri eftir hrun en ekki í dag. Ofan á niðurskurð og skert framlög hefur RÚV lengi verið að sligast undan eldgömlum lífeyrisskuldbindingum sem ríkið hefur fyrir löngu aflétt af öðrum menningarstofnunum. Framkvæmdastjóri Sambands útvarps og sjónvarpsstöðva í Evrópu benti nýlega á að flestar siðmenntaðar menningarþjóðir í kringum okkur tryggja sínum almannafjölmiðlum stöðugleika með traustu fjármagni bundnu til lágmark fjögurra ára í senn. RÚV getur hinsvegar ekki sett sér langtímamarkmið vegna þeirrar óvissu sem skapast ár hvert þegar framlög eru háð geðþóttaákvörðunum fjárlagaárs. Allt tal um frekari niðurskurð í einstrengingslegri hugsun um hallalaus fjárlög ber merki um skammsýni. Ég skora á stjórnvöld að búa þannig um hnútana að RÚV verði eflt þjóðinni til hagsbóta og í framhaldi spyrjum við svo; Hver erum við sem einstaklingar og sem samfélag? Hvernig viljum við sjá okkur í okkar sjónvarpi?
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar