Sjónarmiðin úrelt án skilnings á vistfræði og ástandi lands sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 7. apríl 2015 15:42 "Meðferð málsins er klassískt dæmi um það sem nefnt hefur verið "aðferðafræði afneitunarinnar“,segir Ólafur. mynd/sveinn runólfsson Ólafur Arnalds, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands, segir ákvörðun um að leyfa beit á Almenningum í Rangárþingi eystra vonbrigði. Hún gangi gegn öllum þeim viðmiðum og þekkingu sem Landgræðsla ríkisins hafi lengi haft að leiðarljósi og að úrskurðurinn sé tekinn út frá úreltum lögum og sjónarmiðum án skilnings á vistfræði og ástandi lands. Þetta kemur fram í skoðanapistli sem hann ritaði í Fréttablaðið í dag undir yfirskriftinni „Sorgardagur fyrir náttúruvernd“.Greint var frá því í Fréttablaðinu á laugardag að nefnd sem úrskurðar um fjölda sauðfjár í afréttinn Almenninga í Rangárþingi eystra hafi ákveðið að leyfa beit sextíu lambáa, að hámarki 180 kindur, í sumar. Þar segir jafnframt að Ágúst H. Bjarnason plöntuvistfræðingur hafi skilað sératkvæði í nefndinni því hann taldi svæðið ekki geta tekið við svo miklum fjölda sauðfjár og vildi takmarka beitina við tíu fullorðnar kindur með lömb.Gróðurþekjan um 36% Því er Ólafur sammála og segir að ekki sé í lagi að beita illa farið og rofið land, en gróðurþekjan á Almenningum í dag er um þrjátíu og sex prósent samkvæmt nýjustu mælingum. „Meðferð málsins er klassískt dæmi um það sem nefnt hefur verið „aðferðafræði afneitunarinnar“, sem beitt hefur verið á ýmismálefni á borð við loftslagsbreytingar, blýmengun og aðra mengun, sem og reykingar. Sú aðferðafræði einkennist meðal annars af þvældum málatilbúnaði og afneitun þar sem augum er beint frá aðalatriðunum. Aðferðafræði sem beitt var áður en stjórnsýslan náði að sigrast á sjónarmiðum „hagsmunaaðila“ og ríkið kom á raunverulegri stjórn á aflamagni fiskitegunda úr sjó,“ segir Ólafur í pistli sínum. Þá segir hann stöðuna sem nú sé uppi ekki síður áfall fyrir sauðfjárbændir sem beiti á gott heilgróið land. „Það er ekki þeirra hagur að viðhalda aldagömlum deilum og neikvæðri ásýnd á sauðfjárbeit í landinu. Úrskurðurinn skerpir jafnframt á réttmætri kröfu neytenda dilkakjöts: að það sé upprunavottað. Nú er öllu kjöti blandað saman og neytendum sagt að þetta sé allt jafngott kjöt. Kjötbragðið kann að vera það sama, en sá blær sem úrskurður „yfirítölunefndar“ kemur á framleiðsluna setur óbragð í munn neytandans.“Pistil Ólafs má lesa í heild hér. Tengdar fréttir Fjölga lambfé í Almenningum 36 prósenta gróðurþekja. 4. apríl 2015 10:00 Sorgardagur fyrir náttúruvernd Hinn 1. apríl 2015 var einn mesti sorgardagur í sögu náttúruverndar á Íslandi frá upphafi vega. Þá úrskurðaði „yfirítölunefnd“ að beita megi á Almenninga. 7. apríl 2015 00:01 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Sjá meira
Ólafur Arnalds, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands, segir ákvörðun um að leyfa beit á Almenningum í Rangárþingi eystra vonbrigði. Hún gangi gegn öllum þeim viðmiðum og þekkingu sem Landgræðsla ríkisins hafi lengi haft að leiðarljósi og að úrskurðurinn sé tekinn út frá úreltum lögum og sjónarmiðum án skilnings á vistfræði og ástandi lands. Þetta kemur fram í skoðanapistli sem hann ritaði í Fréttablaðið í dag undir yfirskriftinni „Sorgardagur fyrir náttúruvernd“.Greint var frá því í Fréttablaðinu á laugardag að nefnd sem úrskurðar um fjölda sauðfjár í afréttinn Almenninga í Rangárþingi eystra hafi ákveðið að leyfa beit sextíu lambáa, að hámarki 180 kindur, í sumar. Þar segir jafnframt að Ágúst H. Bjarnason plöntuvistfræðingur hafi skilað sératkvæði í nefndinni því hann taldi svæðið ekki geta tekið við svo miklum fjölda sauðfjár og vildi takmarka beitina við tíu fullorðnar kindur með lömb.Gróðurþekjan um 36% Því er Ólafur sammála og segir að ekki sé í lagi að beita illa farið og rofið land, en gróðurþekjan á Almenningum í dag er um þrjátíu og sex prósent samkvæmt nýjustu mælingum. „Meðferð málsins er klassískt dæmi um það sem nefnt hefur verið „aðferðafræði afneitunarinnar“, sem beitt hefur verið á ýmismálefni á borð við loftslagsbreytingar, blýmengun og aðra mengun, sem og reykingar. Sú aðferðafræði einkennist meðal annars af þvældum málatilbúnaði og afneitun þar sem augum er beint frá aðalatriðunum. Aðferðafræði sem beitt var áður en stjórnsýslan náði að sigrast á sjónarmiðum „hagsmunaaðila“ og ríkið kom á raunverulegri stjórn á aflamagni fiskitegunda úr sjó,“ segir Ólafur í pistli sínum. Þá segir hann stöðuna sem nú sé uppi ekki síður áfall fyrir sauðfjárbændir sem beiti á gott heilgróið land. „Það er ekki þeirra hagur að viðhalda aldagömlum deilum og neikvæðri ásýnd á sauðfjárbeit í landinu. Úrskurðurinn skerpir jafnframt á réttmætri kröfu neytenda dilkakjöts: að það sé upprunavottað. Nú er öllu kjöti blandað saman og neytendum sagt að þetta sé allt jafngott kjöt. Kjötbragðið kann að vera það sama, en sá blær sem úrskurður „yfirítölunefndar“ kemur á framleiðsluna setur óbragð í munn neytandans.“Pistil Ólafs má lesa í heild hér.
Tengdar fréttir Fjölga lambfé í Almenningum 36 prósenta gróðurþekja. 4. apríl 2015 10:00 Sorgardagur fyrir náttúruvernd Hinn 1. apríl 2015 var einn mesti sorgardagur í sögu náttúruverndar á Íslandi frá upphafi vega. Þá úrskurðaði „yfirítölunefnd“ að beita megi á Almenninga. 7. apríl 2015 00:01 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Sjá meira
Sorgardagur fyrir náttúruvernd Hinn 1. apríl 2015 var einn mesti sorgardagur í sögu náttúruverndar á Íslandi frá upphafi vega. Þá úrskurðaði „yfirítölunefnd“ að beita megi á Almenninga. 7. apríl 2015 00:01