Sjónarmið í óboðlegri umræðu Gyða Margrét Pétursdóttir skrifar 5. september 2013 06:00 Í Fréttablaðinu 3. september birtist leiðari Ólafs Stephensen ritstjóra með yfirskriftinni „Óboðleg umræða“. Vegna leiðarans er eftirfarandi sjónarmiðum komið á framfæri. Sjónarmiðin eru almenn en stundum er vísað í mál Jóns Baldvins Hannibalssonar (JBH) eins og ritstjórinn gerir í sínum leiðara.Að skapa þolendavænt umhverfi Á undanförnum árum hefur sjónum í auknum mæli verið beint að kynferðislegri áreitni og kynferðislegu ofbeldi, tíðni þess, afleiðingum fyrir þolendur og stöðu gerenda. Í fræðunum er fjallað um þolendavænt umhverfi, að samfélagið leggi sig fram um að skapa aðstæður og umhverfi þar sem þolendum er sýnd tillitssemi og skilningur. Í rannsókn sem framkvæmd var árið 2008 fyrir atbeina félags- og tryggingamálaráðuneytisins kom fram að rétt tæplega fjórðungur kvenna á aldrinum 18-80 hafði einhvern tímann frá 16 ára aldri orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Þolendur einhvers konar kynferðislegs ofbeldis eru því víða í samfélaginu og stofnanir samfélagsins þurfa að vera meðvitaðar um það og haga starfsemi sinni þannig að þolendur fái notið vafans og því þarf að huga vel að vali á starfsmönnum. Rev. Dr. Marie M. Fortune hélt árið 2011 fyrirlestur í Háskóla Íslands þar sem hún fjallaði um viðbrögð samfélagsins við kynferðislegu ofbeldi. Hún sagði að viðbrögðin væru oft á þá vegu að samfélagið brygðist ekki við og þá með þeim formerkjum að það vildi ekki taka afstöðu í málinu. Fortune heldur því fram að meint afstöðuleysi sé í raun afstaða með þeim sem brotið fremur, viðkomandi haldi stöðu sinni í samfélaginu á meðan þolendur hrekist á brott.Viljum við trúa þolendum? Samfélagið hvetur þolendur til að stíga fram og greina frá því ofbeldi sem þeir hafa orðið fyrir. Ef þeir síðan gera það eigum við þá að leyfa skilgreiningum gerenda á því sem átti sér stað að vega þyngra en frásagnir þolenda og þeirra upplifun? Í leiðaranum kemur fram: „Það er heldur engin leið að leggja yfirsjónir hans að jöfnu við brot barnaníðinga sem ástæða þykir til að hafa sérstakar gætur á – þótt í umræðu undanfarinna daga virðist það stundum gert.“ Í viðtali við Guðrúnu Harðardóttur í Nýju lífi (2. tbl. 2012) lýsir hún hegðun JBH gagnvart sér þegar hún var barn að aldri. Ég hvet alla til þess að kynna sér frásögn Guðrúnar Harðardóttur.Vald og valdastöður Kennarar eru í valdastöðu gagnvart nemendum sínum og í kennslustofunni gangast nemendur undir vald kennarans. Það er rétt sem fram kemur í leiðaranum að við Háskóla Íslands stundar fullorðið fólk nám. En eins og lýst var hér að framan þá hefur fjöldi kvenna orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Þess vegna er ástæða til þess að velta fyrir sér stöðu nemenda. Hvernig líður nemanda að sitja í tíma hjá kennara sem orðið hefur uppvís að þeirri háttsemi sem um ræðir? Getur nemandi treyst viðkomandi? Hvað ef í nemendahópnum eru einstaklingar sem orðið hafa fyrir einhvers konar kynferðislegu ofbeldi eða einstaklingar sem eru nánir fólki sem orðið hefur fyrir slíku? Ég hef nokkur undanfarin ár kennt í Háskóla Íslands og hef upplifað það að þegar rætt er um kynferðislegt ofbeldi eða kynferðislega áreitni í kennslu þá eru alltaf einhverjir nemendur sem annað hvort í tíma eða í samtölum við kennara greina frá reynslu sinni eða reynslu einhvers sem er þeim nákominn. Umræðan ein um málefnið vekur hjá þessum hópi nemenda mjög erfiðar tilfinningar jafnvel þótt reynsla þeirra eða reynsla einhvers sem þeim er nákominn sé áratuga gömul eða eldri. Það er ekki ástæða til að ætla að þessir nemendahópar séu endilega frábrugðnir öðrum nemendahópum og því er mikilvægt að allir nemendur njóti þess eins og framast er unnt að kennari þeirra, sem eðli málsins samkvæmt er í ákveðinni valdastöðu gagnvart nemendum, hafi ekki gerst uppvís að háttsemi sem er til þess fallin að valda þeim vanlíðan og grafa undan því trausti sem á að ríkja og þeirri virðingu sem kennarinn ætti að njóta.Skrímslavæðing Ég er sammála því að við sem samfélag þurfum að ræða hvað sé boðlegt og hvað ekki, eins og fram kemur í leiðaranum: „Hvað þurfa menn að hafa gert af sér til að vera ekki gjaldgengir í störf sem þeir hafa klárlega reynslu og hæfni til að gegna?“ Í fræðunum er sjónum beint að svokallaðri skrímslavæðingu. Það gerir engum gott og leysir engan vanda að útmála kynferðisbrotamenn sem skrímsli. Það er oft í óþökk þolenda, sem eru nátengdir viðkomandi og þekkja viðkomandi einnig að góðu, og oft gleymist að kynferðisbrotamenn eins og aðrir eiga fjölskyldur sem verða þá þolendur í málinu. Hér þarf því að vega og meta ólíka hagsmuni og samfélagið, við, þurfum að finna leiðir til að koma til móts við þolendur án þess að útskúfa gerendum. Sérstaklega þarf að huga að valdastöðum og þeim aðstæðum, sem eðli aðstæðnanna samkvæmt, bjóða upp á misnotkun valds. Og í því sambandi þarf einnig að vera val. Val um að sækja sér eða hafna þeirri menntun/þjónustu o.s.frv. sem viðkomandi geranda er ætlað að veita. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 3. september birtist leiðari Ólafs Stephensen ritstjóra með yfirskriftinni „Óboðleg umræða“. Vegna leiðarans er eftirfarandi sjónarmiðum komið á framfæri. Sjónarmiðin eru almenn en stundum er vísað í mál Jóns Baldvins Hannibalssonar (JBH) eins og ritstjórinn gerir í sínum leiðara.Að skapa þolendavænt umhverfi Á undanförnum árum hefur sjónum í auknum mæli verið beint að kynferðislegri áreitni og kynferðislegu ofbeldi, tíðni þess, afleiðingum fyrir þolendur og stöðu gerenda. Í fræðunum er fjallað um þolendavænt umhverfi, að samfélagið leggi sig fram um að skapa aðstæður og umhverfi þar sem þolendum er sýnd tillitssemi og skilningur. Í rannsókn sem framkvæmd var árið 2008 fyrir atbeina félags- og tryggingamálaráðuneytisins kom fram að rétt tæplega fjórðungur kvenna á aldrinum 18-80 hafði einhvern tímann frá 16 ára aldri orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Þolendur einhvers konar kynferðislegs ofbeldis eru því víða í samfélaginu og stofnanir samfélagsins þurfa að vera meðvitaðar um það og haga starfsemi sinni þannig að þolendur fái notið vafans og því þarf að huga vel að vali á starfsmönnum. Rev. Dr. Marie M. Fortune hélt árið 2011 fyrirlestur í Háskóla Íslands þar sem hún fjallaði um viðbrögð samfélagsins við kynferðislegu ofbeldi. Hún sagði að viðbrögðin væru oft á þá vegu að samfélagið brygðist ekki við og þá með þeim formerkjum að það vildi ekki taka afstöðu í málinu. Fortune heldur því fram að meint afstöðuleysi sé í raun afstaða með þeim sem brotið fremur, viðkomandi haldi stöðu sinni í samfélaginu á meðan þolendur hrekist á brott.Viljum við trúa þolendum? Samfélagið hvetur þolendur til að stíga fram og greina frá því ofbeldi sem þeir hafa orðið fyrir. Ef þeir síðan gera það eigum við þá að leyfa skilgreiningum gerenda á því sem átti sér stað að vega þyngra en frásagnir þolenda og þeirra upplifun? Í leiðaranum kemur fram: „Það er heldur engin leið að leggja yfirsjónir hans að jöfnu við brot barnaníðinga sem ástæða þykir til að hafa sérstakar gætur á – þótt í umræðu undanfarinna daga virðist það stundum gert.“ Í viðtali við Guðrúnu Harðardóttur í Nýju lífi (2. tbl. 2012) lýsir hún hegðun JBH gagnvart sér þegar hún var barn að aldri. Ég hvet alla til þess að kynna sér frásögn Guðrúnar Harðardóttur.Vald og valdastöður Kennarar eru í valdastöðu gagnvart nemendum sínum og í kennslustofunni gangast nemendur undir vald kennarans. Það er rétt sem fram kemur í leiðaranum að við Háskóla Íslands stundar fullorðið fólk nám. En eins og lýst var hér að framan þá hefur fjöldi kvenna orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Þess vegna er ástæða til þess að velta fyrir sér stöðu nemenda. Hvernig líður nemanda að sitja í tíma hjá kennara sem orðið hefur uppvís að þeirri háttsemi sem um ræðir? Getur nemandi treyst viðkomandi? Hvað ef í nemendahópnum eru einstaklingar sem orðið hafa fyrir einhvers konar kynferðislegu ofbeldi eða einstaklingar sem eru nánir fólki sem orðið hefur fyrir slíku? Ég hef nokkur undanfarin ár kennt í Háskóla Íslands og hef upplifað það að þegar rætt er um kynferðislegt ofbeldi eða kynferðislega áreitni í kennslu þá eru alltaf einhverjir nemendur sem annað hvort í tíma eða í samtölum við kennara greina frá reynslu sinni eða reynslu einhvers sem er þeim nákominn. Umræðan ein um málefnið vekur hjá þessum hópi nemenda mjög erfiðar tilfinningar jafnvel þótt reynsla þeirra eða reynsla einhvers sem þeim er nákominn sé áratuga gömul eða eldri. Það er ekki ástæða til að ætla að þessir nemendahópar séu endilega frábrugðnir öðrum nemendahópum og því er mikilvægt að allir nemendur njóti þess eins og framast er unnt að kennari þeirra, sem eðli málsins samkvæmt er í ákveðinni valdastöðu gagnvart nemendum, hafi ekki gerst uppvís að háttsemi sem er til þess fallin að valda þeim vanlíðan og grafa undan því trausti sem á að ríkja og þeirri virðingu sem kennarinn ætti að njóta.Skrímslavæðing Ég er sammála því að við sem samfélag þurfum að ræða hvað sé boðlegt og hvað ekki, eins og fram kemur í leiðaranum: „Hvað þurfa menn að hafa gert af sér til að vera ekki gjaldgengir í störf sem þeir hafa klárlega reynslu og hæfni til að gegna?“ Í fræðunum er sjónum beint að svokallaðri skrímslavæðingu. Það gerir engum gott og leysir engan vanda að útmála kynferðisbrotamenn sem skrímsli. Það er oft í óþökk þolenda, sem eru nátengdir viðkomandi og þekkja viðkomandi einnig að góðu, og oft gleymist að kynferðisbrotamenn eins og aðrir eiga fjölskyldur sem verða þá þolendur í málinu. Hér þarf því að vega og meta ólíka hagsmuni og samfélagið, við, þurfum að finna leiðir til að koma til móts við þolendur án þess að útskúfa gerendum. Sérstaklega þarf að huga að valdastöðum og þeim aðstæðum, sem eðli aðstæðnanna samkvæmt, bjóða upp á misnotkun valds. Og í því sambandi þarf einnig að vera val. Val um að sækja sér eða hafna þeirri menntun/þjónustu o.s.frv. sem viðkomandi geranda er ætlað að veita.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar