Sjóður Gamma vill byggja 50-60 íbúðir við Hverfisgötu Haraldur Guðmundsson skrifar 21. maí 2014 07:00 Landsbankinn og Valitor voru áður með skrifstofur og útibú við Laugaveg 77. Vísir/GVA Fagfjárfestasjóður á vegum fjármálafyrirtækisins Gam Management hf. (Gamma) vill reisa fjögur til fimm þúsund fermetra húsnæði á bílastæðinu fyrir aftan Laugaveg 77. Unnið er að hönnun byggingarinnar og er þar gert ráð fyrir 50-60 íbúðum. Framkvæmdir gætu hafist í haust og heildarkostnaður verkefnisins er um tveir milljarðar króna. „Þetta er í skipulagsferli eins og staðan er núna og skipulagsyfirvöld hafa tekið mjög vel í þetta,“ segir Gísli Hauksson, forstjóri Gamma. „Við stefnum að því að reisa þarna íbúðarhúsnæði og þar á meðal minni íbúðir sem henta yngra fólki. Planið er að hafa þær á viðráðanlegu verði,“ segir Gísli.Gísli HaukssonGamma hefur vakið mikla athygli á undanförnum mánuðum fyrir umsvif sín á fasteignamarkaði. Fyrirtækið rekur meðal annars sjóðina Centrum, Eclipse og Novus sem eiga Leigufélag Íslands. Leigufélagið á nú um 350 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu en stefnir á að bæta við 850 íbúðum á næstu þremur árum. Fagfjárfestasjóðurinn keypti Laugaveg 77 og lóðina fyrir aftan í apríl 2013. Húsið og lóðin voru áður í eigu Landsbankans. „Við vorum að klára að fylla húsið nú í maí. Stærstu leigjendurnir eru Reykjavíkurborg og Plain Vanilla og síðan má nefna að þarna verður einnig stórt kaffihús Pennans á jarðhæð,“ segir Gísli. Hann gerir ráð fyrir að íbúðirnar verði tilbúnar um einu og hálfu ári eftir að framkvæmdir hefjast. „Þetta svæði er að verða eitt helsta vaxtarsvæðið í miðbænum og það er ekki ólíklegt að íbúum á þessu svæði muni fjölga um 1.500 til 2.000 á næstu þremur árum ef áætlanir um uppbyggingu í kringum Hlemmsvæðið ná fram að ganga.“550 íbúðir byggðar nálægt Hlemmi Um 550 íbúðir eru í byggingu eða á leið í byggingu á nokkrum lóðum nálægt Hlemmi, samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg. Búseti byggir nú 230 íbúðir í Þverholti, 140 íbúðir eiga að rísa á Hampiðjureitnum, 100 stúdentaíbúðir í Brautarholti og 75 íbúðir á Höfðatorgi. Einnig er verið að byggja nokkur hótel á svæðinu með samtals 500 hótelherbergjum og má þar nefna 350 herbergja hótel á Höfðatorgi. Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Viðskipti innlent Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Sjá meira
Fagfjárfestasjóður á vegum fjármálafyrirtækisins Gam Management hf. (Gamma) vill reisa fjögur til fimm þúsund fermetra húsnæði á bílastæðinu fyrir aftan Laugaveg 77. Unnið er að hönnun byggingarinnar og er þar gert ráð fyrir 50-60 íbúðum. Framkvæmdir gætu hafist í haust og heildarkostnaður verkefnisins er um tveir milljarðar króna. „Þetta er í skipulagsferli eins og staðan er núna og skipulagsyfirvöld hafa tekið mjög vel í þetta,“ segir Gísli Hauksson, forstjóri Gamma. „Við stefnum að því að reisa þarna íbúðarhúsnæði og þar á meðal minni íbúðir sem henta yngra fólki. Planið er að hafa þær á viðráðanlegu verði,“ segir Gísli.Gísli HaukssonGamma hefur vakið mikla athygli á undanförnum mánuðum fyrir umsvif sín á fasteignamarkaði. Fyrirtækið rekur meðal annars sjóðina Centrum, Eclipse og Novus sem eiga Leigufélag Íslands. Leigufélagið á nú um 350 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu en stefnir á að bæta við 850 íbúðum á næstu þremur árum. Fagfjárfestasjóðurinn keypti Laugaveg 77 og lóðina fyrir aftan í apríl 2013. Húsið og lóðin voru áður í eigu Landsbankans. „Við vorum að klára að fylla húsið nú í maí. Stærstu leigjendurnir eru Reykjavíkurborg og Plain Vanilla og síðan má nefna að þarna verður einnig stórt kaffihús Pennans á jarðhæð,“ segir Gísli. Hann gerir ráð fyrir að íbúðirnar verði tilbúnar um einu og hálfu ári eftir að framkvæmdir hefjast. „Þetta svæði er að verða eitt helsta vaxtarsvæðið í miðbænum og það er ekki ólíklegt að íbúum á þessu svæði muni fjölga um 1.500 til 2.000 á næstu þremur árum ef áætlanir um uppbyggingu í kringum Hlemmsvæðið ná fram að ganga.“550 íbúðir byggðar nálægt Hlemmi Um 550 íbúðir eru í byggingu eða á leið í byggingu á nokkrum lóðum nálægt Hlemmi, samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg. Búseti byggir nú 230 íbúðir í Þverholti, 140 íbúðir eiga að rísa á Hampiðjureitnum, 100 stúdentaíbúðir í Brautarholti og 75 íbúðir á Höfðatorgi. Einnig er verið að byggja nokkur hótel á svæðinu með samtals 500 hótelherbergjum og má þar nefna 350 herbergja hótel á Höfðatorgi.
Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Viðskipti innlent Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Sjá meira
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent