Sjö þúsund verkamenn á næstu árum sem toppar árin fyrir hrun Sæunn Gísladóttir skrifar 29. mars 2017 07:00 Mesti skorturinn á vinnuafli er í byggingageiranum en einna síst í sjávarútvegi að því er kemur fram í Hagspánni. vísir/vilhelm Á þessu ári og fram til ársins 2019 mun starfandi fólki á vinnumarkaði fjölga um tæplega 15 þúsund samkvæmt nýrri hagspá Arion banka. Gert er að ráð fyrir að rúmlega 7 þúsund þeirra muni koma frá útlöndum, miðað við forsendur um hagvöxt.Hlutfall erlendra ríkisborgara af heildarvinnuafli gæti því samkvæmt spánni orðið hærra en uppsveifluárin 2007 eða 2008. „Þetta er byggt á mjög ströngum forsendum sem við erum að gefa okkur um bæði atvinnuþátttöku og framleiðni vinnuafls og hvernig það mun þróast. Við höfum séð atvinnuleysi fara lengra niður, ef það gerist þá þarf kannski ekki að flytja inn alveg jafn mikið vinnuafl. En til að geta unnið að þessum gríðarlega hagvexti þá þarf að koma til innflutningur á vinnuafli,“ segir Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka. Mest skortir vinnuafl í byggingageiranum en einna síst í sjávarútvegi að því er kemur fram í hagspánni. Einnig er mikil eftirspurn í ferðaþjónustu, iðnaði og framleiðslu og ýmiss konar sérhæfðri þjónustu. Erna telur að ef hlutfall erlends vinnuafls verður hærra en í aðdraganda hrunsins skýrist það helst af lengra uppsveiflutímabili nú en síðast. Í hagspánni kemur fram að hagvöxtur á síðasta ári kom greiningaraðilum í opna skjöldu. Landsframleiðslan jókst um 7,2 prósent árið 2016 og spáir greiningardeildin áframhaldandi kröftugum hagvexti, eða um 5,9 prósentum á þessu ári. Vöxturinn verður drifinn áfram af einkaneyslu og fjárfestingu. „Stærstu fréttirnar í hagspánni eru hversu mikill kraftur er í hagkerfinu, hversu hagfelld þróunin hefur verið, og sérstaklega hvernig hagvöxturinn er samsettur. Árin 2018 og 2019 er svipaður vöxtur á innflutningi og útflutningi þannig að framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar er ekki neikvætt, heldur hlutlaust ef svo má að orði komast,“ segir Erna. Spáð er að þó muni hægja á hagvexti á komandi árum og hann mælast 3 prósent árið 2018 og 2,9 prósent árið 2019. Erna segir að það sem skýri það aðallega sé að atvinnuvegafjárfesting dragist saman á næsta ári. „Það má ekki túlka það sem svo að við séum að spá að það verði lítil fjárfesting, heldur dregur úr vextinum,“ segir Erna Björg Sverrisdóttir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Sjá meira
Á þessu ári og fram til ársins 2019 mun starfandi fólki á vinnumarkaði fjölga um tæplega 15 þúsund samkvæmt nýrri hagspá Arion banka. Gert er að ráð fyrir að rúmlega 7 þúsund þeirra muni koma frá útlöndum, miðað við forsendur um hagvöxt.Hlutfall erlendra ríkisborgara af heildarvinnuafli gæti því samkvæmt spánni orðið hærra en uppsveifluárin 2007 eða 2008. „Þetta er byggt á mjög ströngum forsendum sem við erum að gefa okkur um bæði atvinnuþátttöku og framleiðni vinnuafls og hvernig það mun þróast. Við höfum séð atvinnuleysi fara lengra niður, ef það gerist þá þarf kannski ekki að flytja inn alveg jafn mikið vinnuafl. En til að geta unnið að þessum gríðarlega hagvexti þá þarf að koma til innflutningur á vinnuafli,“ segir Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka. Mest skortir vinnuafl í byggingageiranum en einna síst í sjávarútvegi að því er kemur fram í hagspánni. Einnig er mikil eftirspurn í ferðaþjónustu, iðnaði og framleiðslu og ýmiss konar sérhæfðri þjónustu. Erna telur að ef hlutfall erlends vinnuafls verður hærra en í aðdraganda hrunsins skýrist það helst af lengra uppsveiflutímabili nú en síðast. Í hagspánni kemur fram að hagvöxtur á síðasta ári kom greiningaraðilum í opna skjöldu. Landsframleiðslan jókst um 7,2 prósent árið 2016 og spáir greiningardeildin áframhaldandi kröftugum hagvexti, eða um 5,9 prósentum á þessu ári. Vöxturinn verður drifinn áfram af einkaneyslu og fjárfestingu. „Stærstu fréttirnar í hagspánni eru hversu mikill kraftur er í hagkerfinu, hversu hagfelld þróunin hefur verið, og sérstaklega hvernig hagvöxturinn er samsettur. Árin 2018 og 2019 er svipaður vöxtur á innflutningi og útflutningi þannig að framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar er ekki neikvætt, heldur hlutlaust ef svo má að orði komast,“ segir Erna. Spáð er að þó muni hægja á hagvexti á komandi árum og hann mælast 3 prósent árið 2018 og 2,9 prósent árið 2019. Erna segir að það sem skýri það aðallega sé að atvinnuvegafjárfesting dragist saman á næsta ári. „Það má ekki túlka það sem svo að við séum að spá að það verði lítil fjárfesting, heldur dregur úr vextinum,“ segir Erna Björg Sverrisdóttir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent