Sjálfstæðismenn með afgerandi forystu Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. október 2016 00:15 Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.127 manns dagana 24. og 25. október þar til náðist í 802 samkvæmt lagskiptu slembiúrtaki. Svarhlutfallið var því 71,2 prósent. Könnunin fór fram 24. og 25. október. grafík/fréttablaðið „Þetta er mjög alvarleg staða fyrir Samfylkinguna. Nú ríður á að safna öllum mögulegum atkvæðum fyrir laugardaginn. Ég bara bendi fólki á að hér verður ekki raunveruleg umbótastjórn nema Samfylkingin verði með sterkari stöðu. Það er mikið í húfi,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík norður, um nýja skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Könnunin var gerð í gær og í fyrrakvöld. Niðurstöðurnar benda til þess að Sjálfstæðisflokkurinn fái flest atkvæði allra flokka. Alls segist 25,1 prósent þeirra sem afstöðu taka ætla að kjósa flokkinn, en 23,7 prósent sögðust ætla að kjósa flokkinn í síðustu viku.Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík norður.Píratar eru næststærsti flokkurinn með 20,3 prósenta fylgi og Vinstri græn eru með 16,4 prósenta fylgi. Framsóknarflokkurinn og Viðreisn eru álíka stórir, fyrrnefndi flokkurinn með 11,2 prósenta fylgi en Viðreisn með 10,8 prósent. Báðir flokkar bæta við sig milli vikna því að í síðustu viku mældist Framsóknarflokkurinn með 8,5 prósent og Viðreisn með einungis 6,6 prósent. Samfylkingin er núna með sex prósenta fylgi, sem er svipað og flokkurinn var með í síðustu viku, og Björt framtíð tapar fylgi milli vikna, er með 5,1 prósent núna en var með 7,4 prósent. Undanfarið hafa Píratar, VG, Samfylkingin og Björt framtíð rætt saman um samstarf eftir kosninga. Sigríður Ingibjörg segir Samfylkinguna þó ekki geta tekið þátt í stjórnarsamstarfi ef niðurstöður kosninga verða í samræmi við kannanir. „Ekki við þessar aðstæður en við þurfum að styrkja stöðu okkar til að geta farið í slíkt samstarf.“ Fleiri taka afstöðu í þessari könnun en í fyrri könnunum Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis, eða 76,6 prósent. Rúm sex prósent segjast ekki ætla að kjósa eða skila auðu, níu prósent segjast óákveðin og tæp átta prósent kjósa að svara ekki spurningunni. Í könnun sem gerð var fyrir viku tóku 68 prósent svarenda afstöðu. Ein leið til að túlka þá niðurstöðu er að fólk sé í auknum mæli farið að velta fyrir sér kosningunum sem eru á laugardaginn. Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.127 manns dagana 24. og 25. október þar til náðist í 802 samkvæmt lagskiptu slembiúrtaki. Svarhlutfallið var því 71,2 prósent. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
„Þetta er mjög alvarleg staða fyrir Samfylkinguna. Nú ríður á að safna öllum mögulegum atkvæðum fyrir laugardaginn. Ég bara bendi fólki á að hér verður ekki raunveruleg umbótastjórn nema Samfylkingin verði með sterkari stöðu. Það er mikið í húfi,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík norður, um nýja skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Könnunin var gerð í gær og í fyrrakvöld. Niðurstöðurnar benda til þess að Sjálfstæðisflokkurinn fái flest atkvæði allra flokka. Alls segist 25,1 prósent þeirra sem afstöðu taka ætla að kjósa flokkinn, en 23,7 prósent sögðust ætla að kjósa flokkinn í síðustu viku.Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík norður.Píratar eru næststærsti flokkurinn með 20,3 prósenta fylgi og Vinstri græn eru með 16,4 prósenta fylgi. Framsóknarflokkurinn og Viðreisn eru álíka stórir, fyrrnefndi flokkurinn með 11,2 prósenta fylgi en Viðreisn með 10,8 prósent. Báðir flokkar bæta við sig milli vikna því að í síðustu viku mældist Framsóknarflokkurinn með 8,5 prósent og Viðreisn með einungis 6,6 prósent. Samfylkingin er núna með sex prósenta fylgi, sem er svipað og flokkurinn var með í síðustu viku, og Björt framtíð tapar fylgi milli vikna, er með 5,1 prósent núna en var með 7,4 prósent. Undanfarið hafa Píratar, VG, Samfylkingin og Björt framtíð rætt saman um samstarf eftir kosninga. Sigríður Ingibjörg segir Samfylkinguna þó ekki geta tekið þátt í stjórnarsamstarfi ef niðurstöður kosninga verða í samræmi við kannanir. „Ekki við þessar aðstæður en við þurfum að styrkja stöðu okkar til að geta farið í slíkt samstarf.“ Fleiri taka afstöðu í þessari könnun en í fyrri könnunum Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis, eða 76,6 prósent. Rúm sex prósent segjast ekki ætla að kjósa eða skila auðu, níu prósent segjast óákveðin og tæp átta prósent kjósa að svara ekki spurningunni. Í könnun sem gerð var fyrir viku tóku 68 prósent svarenda afstöðu. Ein leið til að túlka þá niðurstöðu er að fólk sé í auknum mæli farið að velta fyrir sér kosningunum sem eru á laugardaginn. Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.127 manns dagana 24. og 25. október þar til náðist í 802 samkvæmt lagskiptu slembiúrtaki. Svarhlutfallið var því 71,2 prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira