Sjálfstæðismenn með afgerandi forystu Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. október 2016 00:15 Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.127 manns dagana 24. og 25. október þar til náðist í 802 samkvæmt lagskiptu slembiúrtaki. Svarhlutfallið var því 71,2 prósent. Könnunin fór fram 24. og 25. október. grafík/fréttablaðið „Þetta er mjög alvarleg staða fyrir Samfylkinguna. Nú ríður á að safna öllum mögulegum atkvæðum fyrir laugardaginn. Ég bara bendi fólki á að hér verður ekki raunveruleg umbótastjórn nema Samfylkingin verði með sterkari stöðu. Það er mikið í húfi,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík norður, um nýja skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Könnunin var gerð í gær og í fyrrakvöld. Niðurstöðurnar benda til þess að Sjálfstæðisflokkurinn fái flest atkvæði allra flokka. Alls segist 25,1 prósent þeirra sem afstöðu taka ætla að kjósa flokkinn, en 23,7 prósent sögðust ætla að kjósa flokkinn í síðustu viku.Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík norður.Píratar eru næststærsti flokkurinn með 20,3 prósenta fylgi og Vinstri græn eru með 16,4 prósenta fylgi. Framsóknarflokkurinn og Viðreisn eru álíka stórir, fyrrnefndi flokkurinn með 11,2 prósenta fylgi en Viðreisn með 10,8 prósent. Báðir flokkar bæta við sig milli vikna því að í síðustu viku mældist Framsóknarflokkurinn með 8,5 prósent og Viðreisn með einungis 6,6 prósent. Samfylkingin er núna með sex prósenta fylgi, sem er svipað og flokkurinn var með í síðustu viku, og Björt framtíð tapar fylgi milli vikna, er með 5,1 prósent núna en var með 7,4 prósent. Undanfarið hafa Píratar, VG, Samfylkingin og Björt framtíð rætt saman um samstarf eftir kosninga. Sigríður Ingibjörg segir Samfylkinguna þó ekki geta tekið þátt í stjórnarsamstarfi ef niðurstöður kosninga verða í samræmi við kannanir. „Ekki við þessar aðstæður en við þurfum að styrkja stöðu okkar til að geta farið í slíkt samstarf.“ Fleiri taka afstöðu í þessari könnun en í fyrri könnunum Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis, eða 76,6 prósent. Rúm sex prósent segjast ekki ætla að kjósa eða skila auðu, níu prósent segjast óákveðin og tæp átta prósent kjósa að svara ekki spurningunni. Í könnun sem gerð var fyrir viku tóku 68 prósent svarenda afstöðu. Ein leið til að túlka þá niðurstöðu er að fólk sé í auknum mæli farið að velta fyrir sér kosningunum sem eru á laugardaginn. Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.127 manns dagana 24. og 25. október þar til náðist í 802 samkvæmt lagskiptu slembiúrtaki. Svarhlutfallið var því 71,2 prósent. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
„Þetta er mjög alvarleg staða fyrir Samfylkinguna. Nú ríður á að safna öllum mögulegum atkvæðum fyrir laugardaginn. Ég bara bendi fólki á að hér verður ekki raunveruleg umbótastjórn nema Samfylkingin verði með sterkari stöðu. Það er mikið í húfi,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík norður, um nýja skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Könnunin var gerð í gær og í fyrrakvöld. Niðurstöðurnar benda til þess að Sjálfstæðisflokkurinn fái flest atkvæði allra flokka. Alls segist 25,1 prósent þeirra sem afstöðu taka ætla að kjósa flokkinn, en 23,7 prósent sögðust ætla að kjósa flokkinn í síðustu viku.Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík norður.Píratar eru næststærsti flokkurinn með 20,3 prósenta fylgi og Vinstri græn eru með 16,4 prósenta fylgi. Framsóknarflokkurinn og Viðreisn eru álíka stórir, fyrrnefndi flokkurinn með 11,2 prósenta fylgi en Viðreisn með 10,8 prósent. Báðir flokkar bæta við sig milli vikna því að í síðustu viku mældist Framsóknarflokkurinn með 8,5 prósent og Viðreisn með einungis 6,6 prósent. Samfylkingin er núna með sex prósenta fylgi, sem er svipað og flokkurinn var með í síðustu viku, og Björt framtíð tapar fylgi milli vikna, er með 5,1 prósent núna en var með 7,4 prósent. Undanfarið hafa Píratar, VG, Samfylkingin og Björt framtíð rætt saman um samstarf eftir kosninga. Sigríður Ingibjörg segir Samfylkinguna þó ekki geta tekið þátt í stjórnarsamstarfi ef niðurstöður kosninga verða í samræmi við kannanir. „Ekki við þessar aðstæður en við þurfum að styrkja stöðu okkar til að geta farið í slíkt samstarf.“ Fleiri taka afstöðu í þessari könnun en í fyrri könnunum Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis, eða 76,6 prósent. Rúm sex prósent segjast ekki ætla að kjósa eða skila auðu, níu prósent segjast óákveðin og tæp átta prósent kjósa að svara ekki spurningunni. Í könnun sem gerð var fyrir viku tóku 68 prósent svarenda afstöðu. Ein leið til að túlka þá niðurstöðu er að fólk sé í auknum mæli farið að velta fyrir sér kosningunum sem eru á laugardaginn. Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.127 manns dagana 24. og 25. október þar til náðist í 802 samkvæmt lagskiptu slembiúrtaki. Svarhlutfallið var því 71,2 prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira