Erlent

Sjálfsmorðsárás gerð á hermenn NATO í Afganistan

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá vettvangi árásarinnar.
Frá vettvangi árásarinnar. Vísir/AFP
Sjálfsmorðsárás var gerð á bílalest hermanna NATO í Kabúl, höfuðborg Afganistan í nótt. Ekki liggur fyrir hvort einhver hafi fallið eða særst, en þetta er önnur sjálfsmorðsárásin gegn erlendum hermönnum í Afganistan á einni viku. Flestir hermenn NATO yfirgáfu landið í lok síðasta árs.

Talíbanar hafa hert árásir sínar undanfarið eftir að NATO flutti svo marga hermenn á brott. Samkvæmt Guardian hefur ástandið versnað sérstaklega vegna árlegrar vorsóknar Talíbana sem stendur yfir fram á haust.

Nú eru um 9.800 bandarískir hermenn í landinu, en árið 2011 voru þeir um hundrað þúsund. Flestir hermannanna sem eftir eru vinna að því að þjálfa heimamenn. Þó eru enn bandarískir hermenn sem taka þátt í bardögum í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×