Sjáið hvernig bóndinn smalar fé með flygildi Kristján Már Unnarsson skrifar 21. október 2016 20:00 Bændur í Fljótum í Skagafirði hafa í haust notað fjarstýrðan dróna í eftirleitum á Tröllaskaga. Reynsla þeirra bendir til að flygildi geti reynst íslenskum bændum þarfaþing við smalamennsku í erfiðu landslagi. Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar drónamyndir af smölun og rætt við Halldór Gunnar Hálfdánarson, bónda á Molastöðum í Fljótum. „Það fækkar alltaf í sveitinni og við eldumst. Sporin verða erfiðari fyrir okkur þannig að við ætlum að láta þetta tæki leita fyrir okkur hlíðarnar og flýta fyrir göngum,“ segir Halldór.Halldór Gunnar Hálfdánarson, bóndi á Molastöðum í Fljótum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Tröllaskagi er rómaður fyrir hrikalega fjallasali en þeir geta verið þeim mun erfiðari fyrir bændur að leita uppi eftirlegukindur seint á haustin. Dróninn sparar þeim sporin. „Við notum þetta í eftirleitum aðallega, förum og fljúgum um dalina og upp í þessi vik, sem við köllum, og látum hann skyggnast fyrir okkur. Við sitjum svo bara niðri og horfum í skjá og dæmum hvort við þurfum að fara upp eða ekki.“ Kindurnar sem í fyrstu hlupu undan drónanum voru hins vegar fljótar að yfirstíga óttann. Þær urðu forvitnar um þetta fljúgandi töfrartæki en þá var bara að fljúga örlítið nær.Séð niður Héðinsfjörð úr linsu drónans.Drónamynd/Halldór Gunnar Hálfdánarson.En geta bændurnir notað drónann til að smala? Getur hann rekið féð? „Já, við höfum prófað það. Það þyrfti að gefa frá sér hávaða. Það vantar á hann flautu. Það er næsta verkefni vetrarins að græja það.“ Þeir eru sex bændur í Fljótum sem sameinuðust um kaup á drónanum í vor. Þeir notuðu svo sumarið til að æfa sig. Halldór segir drónann virka vel. „Já, svo lengi sem þú hefur sjónlínu við hann. Það er verra að missa sjónlínuna. Þá týnir þú honum. En hann kemur þá heim aftur. Hann er víst forritaður þannig." Séð yfir Molastaði úr flygildinu. Fljót eru sú sveit Skagafjarðar sem næst er Siglufirði.Drónamynd/Halldór Gunnar Hálfdánarson.Bændurnir hafa hins vegar rekið sig á vegg, sem er reglur flugmálayfirvalda um 500 metra hæðartakmörkun flygilda. Fjöllin á Fljótunum eru hins vegar 900 til 1.000 metra há. „Þannig að við komumst ekki alveg upp á topp. Við erum góðir að fá undanþágur, við bændur. Það er kannski spurning að fá undanþágu fyrir þetta.“ -Finnst ykkur þetta vera framtíðin? „Já, ég er alveg klár á því. Þetta gagnast við ýmislegt annað. Ég hef notað hann í veiðivörslu í Fljótaá líka og að njósna um nágrannana. Þannig að þetta er mjög þarft tæki á hverjum bæ.“ Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fleiri fréttir Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Sjá meira
Bændur í Fljótum í Skagafirði hafa í haust notað fjarstýrðan dróna í eftirleitum á Tröllaskaga. Reynsla þeirra bendir til að flygildi geti reynst íslenskum bændum þarfaþing við smalamennsku í erfiðu landslagi. Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar drónamyndir af smölun og rætt við Halldór Gunnar Hálfdánarson, bónda á Molastöðum í Fljótum. „Það fækkar alltaf í sveitinni og við eldumst. Sporin verða erfiðari fyrir okkur þannig að við ætlum að láta þetta tæki leita fyrir okkur hlíðarnar og flýta fyrir göngum,“ segir Halldór.Halldór Gunnar Hálfdánarson, bóndi á Molastöðum í Fljótum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Tröllaskagi er rómaður fyrir hrikalega fjallasali en þeir geta verið þeim mun erfiðari fyrir bændur að leita uppi eftirlegukindur seint á haustin. Dróninn sparar þeim sporin. „Við notum þetta í eftirleitum aðallega, förum og fljúgum um dalina og upp í þessi vik, sem við köllum, og látum hann skyggnast fyrir okkur. Við sitjum svo bara niðri og horfum í skjá og dæmum hvort við þurfum að fara upp eða ekki.“ Kindurnar sem í fyrstu hlupu undan drónanum voru hins vegar fljótar að yfirstíga óttann. Þær urðu forvitnar um þetta fljúgandi töfrartæki en þá var bara að fljúga örlítið nær.Séð niður Héðinsfjörð úr linsu drónans.Drónamynd/Halldór Gunnar Hálfdánarson.En geta bændurnir notað drónann til að smala? Getur hann rekið féð? „Já, við höfum prófað það. Það þyrfti að gefa frá sér hávaða. Það vantar á hann flautu. Það er næsta verkefni vetrarins að græja það.“ Þeir eru sex bændur í Fljótum sem sameinuðust um kaup á drónanum í vor. Þeir notuðu svo sumarið til að æfa sig. Halldór segir drónann virka vel. „Já, svo lengi sem þú hefur sjónlínu við hann. Það er verra að missa sjónlínuna. Þá týnir þú honum. En hann kemur þá heim aftur. Hann er víst forritaður þannig." Séð yfir Molastaði úr flygildinu. Fljót eru sú sveit Skagafjarðar sem næst er Siglufirði.Drónamynd/Halldór Gunnar Hálfdánarson.Bændurnir hafa hins vegar rekið sig á vegg, sem er reglur flugmálayfirvalda um 500 metra hæðartakmörkun flygilda. Fjöllin á Fljótunum eru hins vegar 900 til 1.000 metra há. „Þannig að við komumst ekki alveg upp á topp. Við erum góðir að fá undanþágur, við bændur. Það er kannski spurning að fá undanþágu fyrir þetta.“ -Finnst ykkur þetta vera framtíðin? „Já, ég er alveg klár á því. Þetta gagnast við ýmislegt annað. Ég hef notað hann í veiðivörslu í Fljótaá líka og að njósna um nágrannana. Þannig að þetta er mjög þarft tæki á hverjum bæ.“
Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fleiri fréttir Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Sjá meira