Lífið

Sjáðu óborganleg viðbrögð farþega eftir að sessunauturinn endurheimti fremur harkalega sætisarminn

Birgir Olgeirsson skrifar
Spurning hvort svona hegðun sé réttlætanleg.
Spurning hvort svona hegðun sé réttlætanleg.
Það kannast eflaust margir við það sem hafa þurft að nýta sér áætlunarflug flugfélaga til að komast á milli staða, hvað það getur verið pirrandi þegar sessunauturinn er frekur til plássins og gefur ekki tommu eftir þegar kemur að sætisörmunum.

Sumir lifa eftir þeirri reglu í flugi, þegar kemur að þriggja sæta röðum, að þeir sem sitja við ganginn geta hallað sér að ganginum, þeir sem sitja við glugga geta hallað sér að glugganum, en þeir sem eru miðjunni hafa ekkert til að halla sér að og eiga því að fá sætisarmana.

Hér má sjá einn flugfarþega grípa til sinna ráða þegar sessunauturinn hafði tekið yfir sætisarminn. Það má segja að þetta hafi verið fremur harkalegt viðbragð og spurning hvort það sé réttlætanlegt, en farþeginn náði viðbrögðum sessunautarins á myndband og verður að segjast eins og er að þau séu svo einlæg að þau séu allt að því ómetanleg. 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×