Lífið

Sjáðu krúttlegasta augnablik mótmælanna til þessa

Bjarki Ármannsson skrifar
Ungur drengur fékk óvænta gjöf frá lögregluþjóni.
Ungur drengur fékk óvænta gjöf frá lögregluþjóni.
Boðað var til mótmæla gegn sitjandi ríkisstjórn á Austurvelli í kvöld, fimmta daginn í röð. Rúmlega tvö þúsund manns boðuðu komu sína á Facebook.

Mótmælin hafa farið nokkuð friðsællega fram alla þessa viku og ekki komið til átaka milli lögreglu og mótmælenda. Ef marka má meðfylgjandi myndskeið, sem deilt var á Twitter á meðan mótmælum stóð, er meira að segja nokkuð gott samband á milli hópanna.

Í myndskeiðinu, sem vakið hefur nokkra lukku á Twitter, sést einn þeirra lögreglumanna sem stendur vaktina rétta ungum dreng orígamí-fugl sem hann virðist hafa dundað sér að við að brjóta saman.



Í samtali við Vísi fyrr í vikunni
 sagðist sálfræðingurinn Kolbrún Baldursdóttir telja að betra væri fyrir foreldra að halda börnum utan við mótmælaaðgerðir sínar.

Í þessu tilfelli virðist þó sem ekki hafi sakað að leyfa barninu að koma með, enda segir í Twitter-færslunni að hinn ungi Liljar Þór sé hæstánægður með gjöfina.


Tengdar fréttir

Mögulega stærstu mótmæli Íslandssögunnar

Stefán Pálsson sagnfræðingur hallast að því að mótmælin á Austurvelli í dag hafi verið þau stærstu, séu þau borin saman við önnur hörð pólitísk mótmæli hérlendis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×