FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER NÝJAST 07:44

Flugmaðurinn kvartaði yfir vélavandræðum

FRÉTTIR

Sjáðu hina hliðina á Pollapönk - ósköp venjulegir pabbar

 
Lífið
14:45 14. FEBRÚAR 2014
Sjáðu hina hliðina á Pollapönk - ósköp venjulegir pabbar
Ellý Ármanns skrifar

Haraldur, Guðni, Heiðar og Arnar sem skipa hljómsveitina Pollapönk eru allir fjölskyldufeður en eins og alþjóð veit keppa þeir í úrslitakeppni sjónvarpsins á morgun laugardag með lagið Enga fordóma. Við fáum hér að sjá aðra hlið þar sem þeir eru í faðmi fjölskyldunnar klæddir í eitthvað annað en íþróttagalla.


Myndin er tekin á Borgarfirði eystra á hringferð Húna II. Lára gengur nú með annað barn. Hér eru þau ásamt Emblu dóttur þeirra.
Myndin er tekin á Borgarfirði eystra á hringferð Húna II. Lára gengur nú með annað barn. Hér eru þau ásamt Emblu dóttur þeirra.

Nafn: Arnar Gíslason - bleikur polli.
Starf: Trommuleikari og starfsmaður Hljóðfærahússins - Tónabúðarinnar.
Maki: Lára Rúnarsdóttir.
Börn: Embla Guðríður Arnarsdóttir og væntanlegur einstaklingur.


Myndin var tekin í verslunarleiðangri með börnunum.
Myndin var tekin í verslunarleiðangri með börnunum.

Nafn: Guðni Finnsson - gulur polli.
Starf: Tónlistarmaður (bassaleikari) og starfsmaður Hljóðfærahússins.
Maki: Margrét Benediktsdóttir.
Börn: Rökkvi Hrafn Guðnason, Álfrún Tinna Guðnadóttir og Kolfinna Kristínardóttir.


Feðgarnir Heiðar og Myrkvi grjótharðir í Hellisgerði og Linda, Eneka og Myrkvi á þrívíddarlistasýningu í miðbæ Hafnarfjarðar.
Feðgarnir Heiðar og Myrkvi grjótharðir í Hellisgerði og Linda, Eneka og Myrkvi á þrívíddarlistasýningu í miðbæ Hafnarfjarðar.

Nafn: Heiðar Arnar Kristjánsson - blár polli.
Starf: Leikskólakennari og tónlistarmaður.
Maki: Linda Sigurjónsdóttir.
Börn: Myrkvi og Eneka Aris.
Stjúpbörn: Margrét Lena og Kjartan Ernir.


Sigríður og Haraldur á afmælinu hans og þegar fjölskyldan fór í frí til Spánar.
Sigríður og Haraldur á afmælinu hans og þegar fjölskyldan fór í frí til Spánar.

Nafn: Haraldur Gíslason - rauður polli.
Starf: Leikskólakennari, gítarleikari og formaður Félags leikskólakennara.
Maki: Sigríður Eir Guðmundsdóttir.
Börn: Gabríel Gísli Haraldsson, Hrönn Haraldsdóttir og Huld Haraldsdóttir.


Deila
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIÐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesið
  • Fréttir
  • Sport
  • Viðskipti
  • Lífið

TAROT DAGSINS

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.
Forsíða / Lífið / Lífið / Sjáðu hina hliðina á Pollapönk - ósköp venjulegir pabbar
Fara efst