Sport

Sjáðu einn ótrúlegasta sigur í sögu NFL-deildarinnar | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
T.J. Ward og félagar fagna ótrúlegum sigri.
T.J. Ward og félagar fagna ótrúlegum sigri. vísir/getty
Super Bowl-meistarar Denver Broncos unnu einn ótrúlegasta sigur í sögu NFL-deildarinnar í nótt þegar þeir lögðu New Orleans Saints á útivelli, 25-23.

Flestir stuðningsmenn Denver héldu að þeir væru nú líklega búnir að tapa leiknum þegar Drew Brees, leikstjórnandi New Orleans, negldi í eitt 32 jarda snertimark þegar ein mínúta og 22 sekúndur voru eftir.

Með því jafnaði Saints leikinn í 23-23 en heimamenn gátu svo komist yfir með því að skora aukastigið sem er vanalega formsatriði. Denver hafði vissulega þennan tíma sem eftir var til að komast í vallarmarksstöðu en þess þurfti ekki.

Justin Simmons, bakvörður Denver, stökk meistaralega yfir sóknarlínu Saints og varði sparkið fyrir aukastiginu. Boltinn skoppaði svo fullkomlega fyrir annan bakvörð í gestaliðinu, Will Parks, sem gerði sér lítið fyrir og hljóp með boltann alla leið yfir í endamarkið hinum megin.

Tvö stig fást fyrir að skila aukastigi í endamarkið hjá mótherjanum og endaði Denver því á að vinna leikinn með tveimur stigum, 25-23.

Þessa ótrúlegu atburðarrás má sjá hér.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×