Golf

Sjáðu draumahöggið hjá Þórði sem tryggði nýtt mótsmet | Myndband

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Þórður Rafn og Signý, Íslandsmeistarar í höggleik 2015.
Þórður Rafn og Signý, Íslandsmeistarar í höggleik 2015. Mynd/GSÍ
Þórður Rafn Gissurarson tryggði nýtt mótsmet á 18. teig með ótrúlegu upphafshöggi en var hann nálægt því að fara holu í höggi fyrir framan klúbbhúsið á lokaholu mótsins.

Þórður Rafn sem lék nánast óaðfinnanlega fékk alls 22 fugla á mótinu, 41 par, 8 skolla og einn skramba á hringnum og lék hann þrjá hringi undir pari.

Kylfingur.is var með myndavélar á staðnum og náði þessu glæsilega golfhöggi á myndband sem tryggði endanlega titilinn.


Tengdar fréttir

Signý: Sonurinn nýi lukkugripurinn minn

Þórður Rafn Gissurarson, GR, varð Íslandsmeistari í höggleik í fyrsta sinn og sló um leið meira en hálfrar aldar gamalt mótsmet. Signý Arnórsdóttir, GK, vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil eftir langa bið eftir spennandi lokasprett í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×