Situr Ísland eftir í fjórðu iðnbyltingunni? Jóhann Þór Jónsson skrifar 9. nóvember 2016 12:24 Hingað til lands koma ferðamenn frá öllum heimshornum til að upplifa einstaka náttúru og taka þátt í fjölbreyttu menningarlífi og þeim fjölgar stöðugt. Ef við ætlum okkur að nýta öll tækifærin sem þeim fylgja er mikilvægt að hér séu til staðar öflugir samgönguinnviðir því án þeirra verðum við af verðmætum möguleikum til uppbyggingar nýrra atvinnutækifæra. Þessa sömu mynd má draga upp fyrir aðra atvinnugrein hér á landi en það er gagnaversiðnaðurinn.Ísland: áhugaverðasta landið í Evrópu Það eru nefnilega ekki bara ferðamenn sem horfa hýrum augum til Íslands heldur einnig þeir sem leita að staðsetningu fyrir gagnaver. Með nýlegri lagasetningu var kveðið skýrar á um skyldur viðskiptavina gagnavera en með þessari lagabreytingu jókst samkeppnishæfni íslenska gagnaversiðnaðarins til muna og er Ísland nú loks orðinn góður kostur fyrir erlenda aðila samanborið við lönd á borð við Frakkland, Bretland og Írland. Það er raunar svo að Boston Consulting Group metur Ísland sem áhugaverðasta landið í Evrópu fyrir uppsetningu gagnavera og þegar horft er á heiminn allan er Ísland þar í öðru sæti á eftir Bandaríkjunum. Sagan er þó ekki öll sögð þar. Þetta sama greiningarfyrirtæki setur Ísland einungis í 15. sæti þegar horft er til gagnatenginga. Með öðrum orðum metur greiningarfyrirtækið það þannig að upplýsingahraðbrautin til Íslands sé svo gott sem lokuð. En hvað veldur þessum sleggjudómi?Eins og flugfélag sem fyllir bara 5% sætanna Á Íslandi sér einn aðili um rekstur gagnatenginga til og frá landinu og staðreyndin er einfaldlega sú að það kostar of mikið að ferðast um þær. Þetta háa verðlag veldur því einnig að hér notum við einungis 5% afkastagetunnar sem gagnatengingarnar okkar bera. Þessu mætti líkja við að hér væri starfrækt eitt flugfélag sem hagaði verðlagi sínu þannig að einungis 5% sætanna væru nýtt í hverri flugferð. Með háu verðlagi tryggir flugfélagið vissulega afkomu sína en takmarkar um leið fjölda ferðamanna til landsins og þau tækifæri sem fylgja komu þeirra. Nágrannalönd okkar vinna nú hörðum höndum að uppbyggingu öflugs gagnaversiðnaðar og eru strax farin að njóta góðs af iðnaði sem byggir á grænni orku, nýjum hátæknistörfum og notendum á raforku sem greiða talsvert meira en hin hefðbundna stóriðja. Bein erlend fjárfesting Facebook í Svíþjóð nemur þannig um 1,5 milljörðum sænskra króna (18,5 milljarðar ISK) og eru áhrif þeirrar fjárfestingar á sænskan efnahag metin á 9 milljarða sænskra króna (111 milljarðar ISK). Á 10 ára tímabili er talið að fjárfestingin muni skapa 4.500 starfsár í beinum, óbeinum og afleiddum störfum.Nýtum tækifærin sem fjórða iðnbyltingin ber í skauti Við stöndum nú á krossgötum þar sem tækifæri til sóknar í tækni og nýsköpun blasa við. Ef ekkert verður aðhafst munum við sitja á hliðarlínunni og fylgjast með nágrannalöndum okkar njóta góðs af fjórðu iðnbyltingunni sem þegar er hafin. Samtök gagnavera kalla því eftir skýrri stefnu nýrra stjórnvalda um það hvernig nýta á tækifærin sem standa Íslandi til boða. Í því samhengi hvetja samtökin til tafarlausrar leiðréttingar á þeirri stöðu sem ríkir á íslenskum gagnaflutningsmarkaði. Slík aðgerð myndi skila ríkinu og íslensku samfélagi mun meiri ávinningi en núverandi fyrirkomulag gerir. Jóhann Þór Jónsson, formaður Samtaka gagnavera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Sjá meira
Hingað til lands koma ferðamenn frá öllum heimshornum til að upplifa einstaka náttúru og taka þátt í fjölbreyttu menningarlífi og þeim fjölgar stöðugt. Ef við ætlum okkur að nýta öll tækifærin sem þeim fylgja er mikilvægt að hér séu til staðar öflugir samgönguinnviðir því án þeirra verðum við af verðmætum möguleikum til uppbyggingar nýrra atvinnutækifæra. Þessa sömu mynd má draga upp fyrir aðra atvinnugrein hér á landi en það er gagnaversiðnaðurinn.Ísland: áhugaverðasta landið í Evrópu Það eru nefnilega ekki bara ferðamenn sem horfa hýrum augum til Íslands heldur einnig þeir sem leita að staðsetningu fyrir gagnaver. Með nýlegri lagasetningu var kveðið skýrar á um skyldur viðskiptavina gagnavera en með þessari lagabreytingu jókst samkeppnishæfni íslenska gagnaversiðnaðarins til muna og er Ísland nú loks orðinn góður kostur fyrir erlenda aðila samanborið við lönd á borð við Frakkland, Bretland og Írland. Það er raunar svo að Boston Consulting Group metur Ísland sem áhugaverðasta landið í Evrópu fyrir uppsetningu gagnavera og þegar horft er á heiminn allan er Ísland þar í öðru sæti á eftir Bandaríkjunum. Sagan er þó ekki öll sögð þar. Þetta sama greiningarfyrirtæki setur Ísland einungis í 15. sæti þegar horft er til gagnatenginga. Með öðrum orðum metur greiningarfyrirtækið það þannig að upplýsingahraðbrautin til Íslands sé svo gott sem lokuð. En hvað veldur þessum sleggjudómi?Eins og flugfélag sem fyllir bara 5% sætanna Á Íslandi sér einn aðili um rekstur gagnatenginga til og frá landinu og staðreyndin er einfaldlega sú að það kostar of mikið að ferðast um þær. Þetta háa verðlag veldur því einnig að hér notum við einungis 5% afkastagetunnar sem gagnatengingarnar okkar bera. Þessu mætti líkja við að hér væri starfrækt eitt flugfélag sem hagaði verðlagi sínu þannig að einungis 5% sætanna væru nýtt í hverri flugferð. Með háu verðlagi tryggir flugfélagið vissulega afkomu sína en takmarkar um leið fjölda ferðamanna til landsins og þau tækifæri sem fylgja komu þeirra. Nágrannalönd okkar vinna nú hörðum höndum að uppbyggingu öflugs gagnaversiðnaðar og eru strax farin að njóta góðs af iðnaði sem byggir á grænni orku, nýjum hátæknistörfum og notendum á raforku sem greiða talsvert meira en hin hefðbundna stóriðja. Bein erlend fjárfesting Facebook í Svíþjóð nemur þannig um 1,5 milljörðum sænskra króna (18,5 milljarðar ISK) og eru áhrif þeirrar fjárfestingar á sænskan efnahag metin á 9 milljarða sænskra króna (111 milljarðar ISK). Á 10 ára tímabili er talið að fjárfestingin muni skapa 4.500 starfsár í beinum, óbeinum og afleiddum störfum.Nýtum tækifærin sem fjórða iðnbyltingin ber í skauti Við stöndum nú á krossgötum þar sem tækifæri til sóknar í tækni og nýsköpun blasa við. Ef ekkert verður aðhafst munum við sitja á hliðarlínunni og fylgjast með nágrannalöndum okkar njóta góðs af fjórðu iðnbyltingunni sem þegar er hafin. Samtök gagnavera kalla því eftir skýrri stefnu nýrra stjórnvalda um það hvernig nýta á tækifærin sem standa Íslandi til boða. Í því samhengi hvetja samtökin til tafarlausrar leiðréttingar á þeirri stöðu sem ríkir á íslenskum gagnaflutningsmarkaði. Slík aðgerð myndi skila ríkinu og íslensku samfélagi mun meiri ávinningi en núverandi fyrirkomulag gerir. Jóhann Þór Jónsson, formaður Samtaka gagnavera.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun