Situr Ísland eftir í fjórðu iðnbyltingunni? Jóhann Þór Jónsson skrifar 9. nóvember 2016 12:24 Hingað til lands koma ferðamenn frá öllum heimshornum til að upplifa einstaka náttúru og taka þátt í fjölbreyttu menningarlífi og þeim fjölgar stöðugt. Ef við ætlum okkur að nýta öll tækifærin sem þeim fylgja er mikilvægt að hér séu til staðar öflugir samgönguinnviðir því án þeirra verðum við af verðmætum möguleikum til uppbyggingar nýrra atvinnutækifæra. Þessa sömu mynd má draga upp fyrir aðra atvinnugrein hér á landi en það er gagnaversiðnaðurinn.Ísland: áhugaverðasta landið í Evrópu Það eru nefnilega ekki bara ferðamenn sem horfa hýrum augum til Íslands heldur einnig þeir sem leita að staðsetningu fyrir gagnaver. Með nýlegri lagasetningu var kveðið skýrar á um skyldur viðskiptavina gagnavera en með þessari lagabreytingu jókst samkeppnishæfni íslenska gagnaversiðnaðarins til muna og er Ísland nú loks orðinn góður kostur fyrir erlenda aðila samanborið við lönd á borð við Frakkland, Bretland og Írland. Það er raunar svo að Boston Consulting Group metur Ísland sem áhugaverðasta landið í Evrópu fyrir uppsetningu gagnavera og þegar horft er á heiminn allan er Ísland þar í öðru sæti á eftir Bandaríkjunum. Sagan er þó ekki öll sögð þar. Þetta sama greiningarfyrirtæki setur Ísland einungis í 15. sæti þegar horft er til gagnatenginga. Með öðrum orðum metur greiningarfyrirtækið það þannig að upplýsingahraðbrautin til Íslands sé svo gott sem lokuð. En hvað veldur þessum sleggjudómi?Eins og flugfélag sem fyllir bara 5% sætanna Á Íslandi sér einn aðili um rekstur gagnatenginga til og frá landinu og staðreyndin er einfaldlega sú að það kostar of mikið að ferðast um þær. Þetta háa verðlag veldur því einnig að hér notum við einungis 5% afkastagetunnar sem gagnatengingarnar okkar bera. Þessu mætti líkja við að hér væri starfrækt eitt flugfélag sem hagaði verðlagi sínu þannig að einungis 5% sætanna væru nýtt í hverri flugferð. Með háu verðlagi tryggir flugfélagið vissulega afkomu sína en takmarkar um leið fjölda ferðamanna til landsins og þau tækifæri sem fylgja komu þeirra. Nágrannalönd okkar vinna nú hörðum höndum að uppbyggingu öflugs gagnaversiðnaðar og eru strax farin að njóta góðs af iðnaði sem byggir á grænni orku, nýjum hátæknistörfum og notendum á raforku sem greiða talsvert meira en hin hefðbundna stóriðja. Bein erlend fjárfesting Facebook í Svíþjóð nemur þannig um 1,5 milljörðum sænskra króna (18,5 milljarðar ISK) og eru áhrif þeirrar fjárfestingar á sænskan efnahag metin á 9 milljarða sænskra króna (111 milljarðar ISK). Á 10 ára tímabili er talið að fjárfestingin muni skapa 4.500 starfsár í beinum, óbeinum og afleiddum störfum.Nýtum tækifærin sem fjórða iðnbyltingin ber í skauti Við stöndum nú á krossgötum þar sem tækifæri til sóknar í tækni og nýsköpun blasa við. Ef ekkert verður aðhafst munum við sitja á hliðarlínunni og fylgjast með nágrannalöndum okkar njóta góðs af fjórðu iðnbyltingunni sem þegar er hafin. Samtök gagnavera kalla því eftir skýrri stefnu nýrra stjórnvalda um það hvernig nýta á tækifærin sem standa Íslandi til boða. Í því samhengi hvetja samtökin til tafarlausrar leiðréttingar á þeirri stöðu sem ríkir á íslenskum gagnaflutningsmarkaði. Slík aðgerð myndi skila ríkinu og íslensku samfélagi mun meiri ávinningi en núverandi fyrirkomulag gerir. Jóhann Þór Jónsson, formaður Samtaka gagnavera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Hingað til lands koma ferðamenn frá öllum heimshornum til að upplifa einstaka náttúru og taka þátt í fjölbreyttu menningarlífi og þeim fjölgar stöðugt. Ef við ætlum okkur að nýta öll tækifærin sem þeim fylgja er mikilvægt að hér séu til staðar öflugir samgönguinnviðir því án þeirra verðum við af verðmætum möguleikum til uppbyggingar nýrra atvinnutækifæra. Þessa sömu mynd má draga upp fyrir aðra atvinnugrein hér á landi en það er gagnaversiðnaðurinn.Ísland: áhugaverðasta landið í Evrópu Það eru nefnilega ekki bara ferðamenn sem horfa hýrum augum til Íslands heldur einnig þeir sem leita að staðsetningu fyrir gagnaver. Með nýlegri lagasetningu var kveðið skýrar á um skyldur viðskiptavina gagnavera en með þessari lagabreytingu jókst samkeppnishæfni íslenska gagnaversiðnaðarins til muna og er Ísland nú loks orðinn góður kostur fyrir erlenda aðila samanborið við lönd á borð við Frakkland, Bretland og Írland. Það er raunar svo að Boston Consulting Group metur Ísland sem áhugaverðasta landið í Evrópu fyrir uppsetningu gagnavera og þegar horft er á heiminn allan er Ísland þar í öðru sæti á eftir Bandaríkjunum. Sagan er þó ekki öll sögð þar. Þetta sama greiningarfyrirtæki setur Ísland einungis í 15. sæti þegar horft er til gagnatenginga. Með öðrum orðum metur greiningarfyrirtækið það þannig að upplýsingahraðbrautin til Íslands sé svo gott sem lokuð. En hvað veldur þessum sleggjudómi?Eins og flugfélag sem fyllir bara 5% sætanna Á Íslandi sér einn aðili um rekstur gagnatenginga til og frá landinu og staðreyndin er einfaldlega sú að það kostar of mikið að ferðast um þær. Þetta háa verðlag veldur því einnig að hér notum við einungis 5% afkastagetunnar sem gagnatengingarnar okkar bera. Þessu mætti líkja við að hér væri starfrækt eitt flugfélag sem hagaði verðlagi sínu þannig að einungis 5% sætanna væru nýtt í hverri flugferð. Með háu verðlagi tryggir flugfélagið vissulega afkomu sína en takmarkar um leið fjölda ferðamanna til landsins og þau tækifæri sem fylgja komu þeirra. Nágrannalönd okkar vinna nú hörðum höndum að uppbyggingu öflugs gagnaversiðnaðar og eru strax farin að njóta góðs af iðnaði sem byggir á grænni orku, nýjum hátæknistörfum og notendum á raforku sem greiða talsvert meira en hin hefðbundna stóriðja. Bein erlend fjárfesting Facebook í Svíþjóð nemur þannig um 1,5 milljörðum sænskra króna (18,5 milljarðar ISK) og eru áhrif þeirrar fjárfestingar á sænskan efnahag metin á 9 milljarða sænskra króna (111 milljarðar ISK). Á 10 ára tímabili er talið að fjárfestingin muni skapa 4.500 starfsár í beinum, óbeinum og afleiddum störfum.Nýtum tækifærin sem fjórða iðnbyltingin ber í skauti Við stöndum nú á krossgötum þar sem tækifæri til sóknar í tækni og nýsköpun blasa við. Ef ekkert verður aðhafst munum við sitja á hliðarlínunni og fylgjast með nágrannalöndum okkar njóta góðs af fjórðu iðnbyltingunni sem þegar er hafin. Samtök gagnavera kalla því eftir skýrri stefnu nýrra stjórnvalda um það hvernig nýta á tækifærin sem standa Íslandi til boða. Í því samhengi hvetja samtökin til tafarlausrar leiðréttingar á þeirri stöðu sem ríkir á íslenskum gagnaflutningsmarkaði. Slík aðgerð myndi skila ríkinu og íslensku samfélagi mun meiri ávinningi en núverandi fyrirkomulag gerir. Jóhann Þór Jónsson, formaður Samtaka gagnavera.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar