Sitkalúsafaraldur á höfuðborgarsvæðinu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. maí 2014 20:00 Grenitré eru mjög ljót víða í höfuðborginni, sem er vegna sitkalúsar en lúsin sýgur safa úr barri trjánna, barrnálarnar verða gular og detta síðan af. Ekki þykir skynsamlegt að úða eitri á trén. Víða má sjá ljót grenitré á höfuðborgarsvæðinu sem má rekja til sitkalúsar en á öðrum stöðum eru fín tré, sem hafa ekki fengið neina lús á sig. Trén við Miklubrautina eru sérstaklega ljót en þau eru 50 til 60 ára. En hvað gerir lúsin ? „Sitkalús er lítið dýr, sem er ekki nema tveir millimetrar á lengd, sem fer á barrið, sérstaklega á eldri nálum. Hún stingur munnrananum sínu inn í barrið, þá myndast eitrun og plantan bregst við með því að reyna að loka nálunum og á endanum drepst þetta og fellur niður,“ segir Kristinn H. Þorsteinsson, fræðslufulltrúi Garðyrkjufélags Íslands. Kristinn er þeirra skoðunar að það þurfi að fella trén við Miklubrautina en þau eru á milli 50 og 60 ára gömul. „Þau verða aldrei aldrei falleg úr þessu og ég get ekki annað séð en að heilu og hálfu greinarnar séu bara steindauðar þó að tréð séð í heild lifandi og efstu topparnir eru grænir. Ef ég ætti þessi tré myndi ég fella þau,“ bætir Kristinn við. Trén eru mikið lýti í umhverfinu. „Þetta er ekki fallegt, þetta eru það sem allir eru að tala um, það helsta sem maður gerir ef maður keyrir hér um er að loka augunum,“ segir Kristinn. En kemur eiturúðun til greina ? „Eiturúðun á svona stór tré má setja spurningarmerki við. Nú eru hæstu tré á Íslandi 26 metrar, það er eins og að standa á áttundu eða níundu hæð í blokk. Ef við ætlum að fara að úða útisvistarsvæði og úða tré sem standa við götu og annað, þá erum við bara komin í eiturhernað, það segir sig bara sjálft,“ segir Kristinn að lokum. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira
Grenitré eru mjög ljót víða í höfuðborginni, sem er vegna sitkalúsar en lúsin sýgur safa úr barri trjánna, barrnálarnar verða gular og detta síðan af. Ekki þykir skynsamlegt að úða eitri á trén. Víða má sjá ljót grenitré á höfuðborgarsvæðinu sem má rekja til sitkalúsar en á öðrum stöðum eru fín tré, sem hafa ekki fengið neina lús á sig. Trén við Miklubrautina eru sérstaklega ljót en þau eru 50 til 60 ára. En hvað gerir lúsin ? „Sitkalús er lítið dýr, sem er ekki nema tveir millimetrar á lengd, sem fer á barrið, sérstaklega á eldri nálum. Hún stingur munnrananum sínu inn í barrið, þá myndast eitrun og plantan bregst við með því að reyna að loka nálunum og á endanum drepst þetta og fellur niður,“ segir Kristinn H. Þorsteinsson, fræðslufulltrúi Garðyrkjufélags Íslands. Kristinn er þeirra skoðunar að það þurfi að fella trén við Miklubrautina en þau eru á milli 50 og 60 ára gömul. „Þau verða aldrei aldrei falleg úr þessu og ég get ekki annað séð en að heilu og hálfu greinarnar séu bara steindauðar þó að tréð séð í heild lifandi og efstu topparnir eru grænir. Ef ég ætti þessi tré myndi ég fella þau,“ bætir Kristinn við. Trén eru mikið lýti í umhverfinu. „Þetta er ekki fallegt, þetta eru það sem allir eru að tala um, það helsta sem maður gerir ef maður keyrir hér um er að loka augunum,“ segir Kristinn. En kemur eiturúðun til greina ? „Eiturúðun á svona stór tré má setja spurningarmerki við. Nú eru hæstu tré á Íslandi 26 metrar, það er eins og að standa á áttundu eða níundu hæð í blokk. Ef við ætlum að fara að úða útisvistarsvæði og úða tré sem standa við götu og annað, þá erum við bara komin í eiturhernað, það segir sig bara sjálft,“ segir Kristinn að lokum.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira