Sigurður Ingi undrast illmælgi í garð Framsóknarflokksins sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 2. september 2016 14:06 Sigurður Ingi ræddi málin við Snærós Sindradóttur blaðamann á Fundi fólksins í dag. Vísir/eyþór Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra undrast það hversu illa sé talað um flokk sinn, Framsóknarflokkinn, í samfélaginu. Um sé að ræða elsta flokk landsins sem hafi gert marga góða hluti. Þetta sagði hann á Fundi fólksins, lýðræðishátíð, í dag. Hann sagðist hafa verið spurður að því í viðtali á dögunum hvort honum þyki það sanngjarnt hversu illa sé talað um Framsóknarflokkinn. „Þetta er elsti flokkur landsins. Hann hefur komið mörgum af bestu málum sem hafa verið gerð hér á Íslandi, til dæmis fæðingarorlofssjóði, svo dæmi séu tekin. Af hverju er þá alltaf verið að tala svona neikvætt og niður til Framsóknarflokksins?“ sagði Sigurður. Hann sagði að inni á bloggsíðum sé oftar en ekki talað afar illa um flokkinn, og tók dæmi um síðuna „Framsóknarlaust Ísland“. Sigurður sagði, léttur í bragði, að fylgi Framsóknarflokksins sé lítið, um níu prósent, og því sé jafnvel hægt að tala um flokkinn sem minnihlutahóp. Hann spurði því hvort það yrði viðurkennt að tala með sambærilegum hætti um aðra minnihlutahópa. „Ef þú setur eitthvað annað orð inn fyrir Framsókn. [...] Hvernig myndi það hljóma? Það er um þrettán þúsund manns í þessum flokki, sem er samvinnufólk, sem er félagshyggjufólk, sem er heiðarlegt fólk, hvernig það er talað um það í þessum miðlum. Er það óeðlilegt? Já, ég held það sé óeðlilegt.“ Sigurður var jafnframt spurður út í komandi alþingiskosningar og hvort hann ætli að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Sigurður Ingi hefur áður sagt að hann muni ekki bjóða sig fram gegn sitjandi formanni, en dró þó heldur í land með þau orð á fundinum í dag þegar hann sagðist ekki útiloka neitt í þeim efnum. „Ég hef sagt það að ég muni ekki bjóða mig fram gegn sitjandi formanni. En ég sagði jafnframt að ég hef tekið að mér öll þau verkefni sem flokkurinn hefur falið mér,“ sagði hann. Aðspurður hvort þetta Sigmundur Davíð þurfi að hætta við formannsframboð, svo hann bjóði sig fram, sagðist hann ekki vilja ræða það í fjölmiðlum. „Okkar flokkur hefur þær aðferðir að við erum ekki að skylmast í fjölmiðlum. Í sumum flokkum hafa menn gengið dálítið langt í að ráðast hver á annan í forystu flokksins. En það gerum við ekki í Framsóknarflokknum. Við fjöllum bara um þetta á okkar vettvangi og það munum við gera.“Viðtalið við Sigurð Inga á Fundi fólksins má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Það hefst þegar um fjórar klukkustundir og sautján mínútur eru liðnar af upptökunni. Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra undrast það hversu illa sé talað um flokk sinn, Framsóknarflokkinn, í samfélaginu. Um sé að ræða elsta flokk landsins sem hafi gert marga góða hluti. Þetta sagði hann á Fundi fólksins, lýðræðishátíð, í dag. Hann sagðist hafa verið spurður að því í viðtali á dögunum hvort honum þyki það sanngjarnt hversu illa sé talað um Framsóknarflokkinn. „Þetta er elsti flokkur landsins. Hann hefur komið mörgum af bestu málum sem hafa verið gerð hér á Íslandi, til dæmis fæðingarorlofssjóði, svo dæmi séu tekin. Af hverju er þá alltaf verið að tala svona neikvætt og niður til Framsóknarflokksins?“ sagði Sigurður. Hann sagði að inni á bloggsíðum sé oftar en ekki talað afar illa um flokkinn, og tók dæmi um síðuna „Framsóknarlaust Ísland“. Sigurður sagði, léttur í bragði, að fylgi Framsóknarflokksins sé lítið, um níu prósent, og því sé jafnvel hægt að tala um flokkinn sem minnihlutahóp. Hann spurði því hvort það yrði viðurkennt að tala með sambærilegum hætti um aðra minnihlutahópa. „Ef þú setur eitthvað annað orð inn fyrir Framsókn. [...] Hvernig myndi það hljóma? Það er um þrettán þúsund manns í þessum flokki, sem er samvinnufólk, sem er félagshyggjufólk, sem er heiðarlegt fólk, hvernig það er talað um það í þessum miðlum. Er það óeðlilegt? Já, ég held það sé óeðlilegt.“ Sigurður var jafnframt spurður út í komandi alþingiskosningar og hvort hann ætli að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Sigurður Ingi hefur áður sagt að hann muni ekki bjóða sig fram gegn sitjandi formanni, en dró þó heldur í land með þau orð á fundinum í dag þegar hann sagðist ekki útiloka neitt í þeim efnum. „Ég hef sagt það að ég muni ekki bjóða mig fram gegn sitjandi formanni. En ég sagði jafnframt að ég hef tekið að mér öll þau verkefni sem flokkurinn hefur falið mér,“ sagði hann. Aðspurður hvort þetta Sigmundur Davíð þurfi að hætta við formannsframboð, svo hann bjóði sig fram, sagðist hann ekki vilja ræða það í fjölmiðlum. „Okkar flokkur hefur þær aðferðir að við erum ekki að skylmast í fjölmiðlum. Í sumum flokkum hafa menn gengið dálítið langt í að ráðast hver á annan í forystu flokksins. En það gerum við ekki í Framsóknarflokknum. Við fjöllum bara um þetta á okkar vettvangi og það munum við gera.“Viðtalið við Sigurð Inga á Fundi fólksins má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Það hefst þegar um fjórar klukkustundir og sautján mínútur eru liðnar af upptökunni.
Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira