Sigurður Ingi: Sameiginleg sýn að kjósa 29. október Una Sighvatsdóttir og Jóhann Óli Eiðsson skrifa 11. ágúst 2016 18:49 „Allt frá því í vor þá höfum við sagt að það séu verkefni sem við viljum ljúka,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Fundurinn í dag var til að fara yfir þá sýn, sem við höfum, til að við getum lokið [málunum] á þeim tíma sem til stefnu er með það að markmiði að ganga til kosninga 29. október.“ Um leið og Sigurður Ingi Jóhannsson tók við af Sigmundi Davíð sem forsætisráðherra í vor í kjölfar Panamaskjala hneykslisins boðaði ný ríkisstjórn að kjörtímabilið yrði stytt um eitt löggjafarþing og kosningum flýtt til haustsins. Allir stjórnmálaflokkarnir eru komnir á skrið við að búa sig undir haustkosningar. Aðspurður um hvaða mál það væru sem þyrfti að klára sagði forsætisráðherrann að þar væri að mestum hluta mál sem ekki náðist að klára í vor. Þau mál hafa verið í vinnslu í þingnefndum og væru mislangt komin í ferlinu. „Það eru nokkur ný mál sem við kynntum í vor sem verða lögð fram í þinginu á næstu dögum.“ Sigurður Ingi deilir ekki þeim áhyggjum Gunnars Braga Sveinssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að aukin hætta sé á málþófi ef kjördagur liggur fyrir. „Þingstörf gengu mjög vel í vor og ég hef enga ástæðu til að ætla annað en það haldi áfram. Við erum sammála um 29. október og ég vona að menn séu tilbúnir til að vinna verkin með þeim hætti, að ljúka þeim, fyrir þann tíma. Þetta eru allt mál sem skipta landi og þjóð miklu máli.“ Alþingi Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
„Allt frá því í vor þá höfum við sagt að það séu verkefni sem við viljum ljúka,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Fundurinn í dag var til að fara yfir þá sýn, sem við höfum, til að við getum lokið [málunum] á þeim tíma sem til stefnu er með það að markmiði að ganga til kosninga 29. október.“ Um leið og Sigurður Ingi Jóhannsson tók við af Sigmundi Davíð sem forsætisráðherra í vor í kjölfar Panamaskjala hneykslisins boðaði ný ríkisstjórn að kjörtímabilið yrði stytt um eitt löggjafarþing og kosningum flýtt til haustsins. Allir stjórnmálaflokkarnir eru komnir á skrið við að búa sig undir haustkosningar. Aðspurður um hvaða mál það væru sem þyrfti að klára sagði forsætisráðherrann að þar væri að mestum hluta mál sem ekki náðist að klára í vor. Þau mál hafa verið í vinnslu í þingnefndum og væru mislangt komin í ferlinu. „Það eru nokkur ný mál sem við kynntum í vor sem verða lögð fram í þinginu á næstu dögum.“ Sigurður Ingi deilir ekki þeim áhyggjum Gunnars Braga Sveinssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að aukin hætta sé á málþófi ef kjördagur liggur fyrir. „Þingstörf gengu mjög vel í vor og ég hef enga ástæðu til að ætla annað en það haldi áfram. Við erum sammála um 29. október og ég vona að menn séu tilbúnir til að vinna verkin með þeim hætti, að ljúka þeim, fyrir þann tíma. Þetta eru allt mál sem skipta landi og þjóð miklu máli.“
Alþingi Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira