Innlent

Sigurður Einarsson sviptur réttinum til að bera fálkaorðuna

Birgir Olgeirsson skrifar
Sigurður Einarsson og Ólafur Ragnar Grímsson ræðast við.
Sigurður Einarsson og Ólafur Ragnar Grímsson ræðast við. Vísir
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, sem er stórmeistari íslensku fálkaorðunnar, hefur svipt Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann kaupþings, rétt til þess að bera fálkaorðuna, sem forsetinn sæmdi Sigurð 1. janúar árið 2007.

Þetta kemur fram á heimasíðu forsetaembættisins.

Þetta kemur fram á vef forsetaembættisins.forseti.is
Sigurður hlaut orðuna fyrir forystu í útrás íslenskra fjármálastarfsemi en hefur eftir hrun verið dæmdur í fangelsi fyrir markaðsmisnotkun í Al-Thani málinu. Hann afplánar nú refsingu á Kvíabryggju.

Sjá einnig: Dómur fallinn í Al-Thani málinu: Þungur dómur yfir Hreiðari staðfestur

Guðni Ágústsson formaður orðunefndar segir í viðtali við Morgunblaðið að eftir að nefndin hafi kynnt sér hvernig tekið sé á því að dæmdir menn beri opinberar orður á hinum Norðurlöndunum, hafi nefndin lagt það til við forsetann, að Sigurður yrði sviptur orðunni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×