Sigríður María fer fram fyrir Viðreisn í Reykjavík: „Lengi blundað í mér löngun til þess að hafa áhrif“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. september 2016 12:23 Sigríður María Egilsdóttir. „Ég ætla ekki að neita því að það hefur lengi blundað í mér löngun til þess að hafa áhrif og taka þátt í stjórnmálum en ég hef ekki fundið mig nógu mikið í þeim stjórnmálaflokkum sem hafa verið í boði. Svo það er ekki fyrr en fyrst núna sem ég finn virkilega löngun til þess að taka þátt í stjórnmálastarfi og treysti mér til að þess að binda mig við ákveðinn flokk,“ segir Sigríður María Egilsdóttir 22 ára lögfræðinemi en hún mun skipa eitt af efstu sætum Viðreisnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu fyrir komandi þingkosningar. Sigríður kveðst vilja taka þátt í starfi Viðreisnar vegna þess að hún sjái þar flokk sem endurspegli strauma jafnréttis og frjálslyndis á sama tíma og verið sé að bjóða upp á raunhæfar lausnir í átt að betra samfélagi. Margir muna eflaust eftir Sigríði Maríu og ræðu sem hún flutti á ráðstefu BBC í London 100 Women árið 2013 en umfjöllunarefnið var framtíðarmarkmið kvenna. Ræðan vakti mikla athygli og hlaut Sigríður María mikið lof fyrir hana en hún var aðeins 19 ára gömul þegar hún flutti ræðuna, en hana má sjá hér að neðan.Sigríður María segir að ungt fólk hafi raunverulegra hagsmuna að gæta að því að eiga málsvara inni á þingi þar sem ákvarðanir eru teknar sem hafa bein áhrif á það bæði í dag og í framtíðinni. Aðspurð hvað brenni sérstaklega á ungu fólki í dag segir Sigríður: „Ég held að það brenni verulega á þeim staðan í skólakerfinu, hvernig LÍN er rekið og hvernig standa skuli að breytingum á námslánakerfinu. Ég held að ungt fólk sé að miklu leyti óánægt með það sem þeim hefur verið boðið upp á seinustu misseri. Það hefur miklu verið lofað en niðurstöðurnar kannski ekki alveg í samræmi við væntingar og ég tengi mikið við það. Síðan er það auðvitað húsnæðisvandinn sem við stöndum frammi fyrir og er raunverulegt vandamál.“ Hún segir að framundan sé málþing hjá Viðreisn þar sem málefni ungs fólks verði tekin upp og stefna flokksins í þeim efnum verði mótuð enn frekar.Fylgdi ákveðin sorg fréttum helgarinnar af konum í stjórnmálum Sigríður er ekki bara ung heldur er hún ung kona og undanfarna daga hefur farið fram mikil umræða um stöðu kvenna í stjórnmálum, bæði almennt og svo í einstökum flokkum, meðal annars eftir niðurstöður prófkjara Sjálfstæðisflokksins um liðna helgi. Aðspurð hvernig stjórnmálin snúa að henni sem konu segir Sigríður: „Út frá þeim forsendum er ég ekkert sérstaklega hvumpin eða hrædd og ekkert hrædd við að takast á við hvaða grýlur sem leynast þar. Vissulega er það samt svo, og án þess að tjái mig beint um prófkjör einstakra flokka, þá fylgdi ákveðin sorg fréttum helgarinnar. Það gleður mig því að á listum Viðreisnar er jafnt hlutfall kynja og þar er enginn skortur á frambærilegum og flottum konum, en það var meðal annars eitt af því sem fékk mig til að ganga til liðs við flokkinn.“ Til gamans má geta þess að ein af þeim konum sem bjóða sig fram fyrir Viðreisn er móðir Sigríðar, Herdís Hallmarsdóttir, en hún skipar 23. sætið á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Ræða Sigríðar Maríu hitti í mark Hin 19 ára gamla Sigríður María Egilsdóttir flutti ræðu á 100 Women, ráðstefnu BBC um framtíðarmarkmið kvenna. 25. október 2013 18:00 Kominn tími til að konur hætti að biðjast afsökunar á því að vera til Sigríður María Egilsdóttir er bara nítján ára en hún hefur vakið verðskuldaða athygli undanfarið. Hún varð í vetur Ræðumaður Íslands í Morfískepnninni og hélt nýlega fyrirlestur um jafnréttismál á TEDxReykjavík sem hefur vakið mikla athygli á Youtube. 3. ágúst 2013 11:00 Framúrskarandi ungir Íslendingar verðlaunaðir Verðlaunin Framúrskarandi ungir Íslendingar sem veitt eru árlega af JCI Íslandi, eru fyrst og fremst hvatningarverðlaun til ungs fólks sem er að takast á við krefjandi og athyglisverð verkefni. 28. maí 2014 12:48 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
„Ég ætla ekki að neita því að það hefur lengi blundað í mér löngun til þess að hafa áhrif og taka þátt í stjórnmálum en ég hef ekki fundið mig nógu mikið í þeim stjórnmálaflokkum sem hafa verið í boði. Svo það er ekki fyrr en fyrst núna sem ég finn virkilega löngun til þess að taka þátt í stjórnmálastarfi og treysti mér til að þess að binda mig við ákveðinn flokk,“ segir Sigríður María Egilsdóttir 22 ára lögfræðinemi en hún mun skipa eitt af efstu sætum Viðreisnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu fyrir komandi þingkosningar. Sigríður kveðst vilja taka þátt í starfi Viðreisnar vegna þess að hún sjái þar flokk sem endurspegli strauma jafnréttis og frjálslyndis á sama tíma og verið sé að bjóða upp á raunhæfar lausnir í átt að betra samfélagi. Margir muna eflaust eftir Sigríði Maríu og ræðu sem hún flutti á ráðstefu BBC í London 100 Women árið 2013 en umfjöllunarefnið var framtíðarmarkmið kvenna. Ræðan vakti mikla athygli og hlaut Sigríður María mikið lof fyrir hana en hún var aðeins 19 ára gömul þegar hún flutti ræðuna, en hana má sjá hér að neðan.Sigríður María segir að ungt fólk hafi raunverulegra hagsmuna að gæta að því að eiga málsvara inni á þingi þar sem ákvarðanir eru teknar sem hafa bein áhrif á það bæði í dag og í framtíðinni. Aðspurð hvað brenni sérstaklega á ungu fólki í dag segir Sigríður: „Ég held að það brenni verulega á þeim staðan í skólakerfinu, hvernig LÍN er rekið og hvernig standa skuli að breytingum á námslánakerfinu. Ég held að ungt fólk sé að miklu leyti óánægt með það sem þeim hefur verið boðið upp á seinustu misseri. Það hefur miklu verið lofað en niðurstöðurnar kannski ekki alveg í samræmi við væntingar og ég tengi mikið við það. Síðan er það auðvitað húsnæðisvandinn sem við stöndum frammi fyrir og er raunverulegt vandamál.“ Hún segir að framundan sé málþing hjá Viðreisn þar sem málefni ungs fólks verði tekin upp og stefna flokksins í þeim efnum verði mótuð enn frekar.Fylgdi ákveðin sorg fréttum helgarinnar af konum í stjórnmálum Sigríður er ekki bara ung heldur er hún ung kona og undanfarna daga hefur farið fram mikil umræða um stöðu kvenna í stjórnmálum, bæði almennt og svo í einstökum flokkum, meðal annars eftir niðurstöður prófkjara Sjálfstæðisflokksins um liðna helgi. Aðspurð hvernig stjórnmálin snúa að henni sem konu segir Sigríður: „Út frá þeim forsendum er ég ekkert sérstaklega hvumpin eða hrædd og ekkert hrædd við að takast á við hvaða grýlur sem leynast þar. Vissulega er það samt svo, og án þess að tjái mig beint um prófkjör einstakra flokka, þá fylgdi ákveðin sorg fréttum helgarinnar. Það gleður mig því að á listum Viðreisnar er jafnt hlutfall kynja og þar er enginn skortur á frambærilegum og flottum konum, en það var meðal annars eitt af því sem fékk mig til að ganga til liðs við flokkinn.“ Til gamans má geta þess að ein af þeim konum sem bjóða sig fram fyrir Viðreisn er móðir Sigríðar, Herdís Hallmarsdóttir, en hún skipar 23. sætið á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Ræða Sigríðar Maríu hitti í mark Hin 19 ára gamla Sigríður María Egilsdóttir flutti ræðu á 100 Women, ráðstefnu BBC um framtíðarmarkmið kvenna. 25. október 2013 18:00 Kominn tími til að konur hætti að biðjast afsökunar á því að vera til Sigríður María Egilsdóttir er bara nítján ára en hún hefur vakið verðskuldaða athygli undanfarið. Hún varð í vetur Ræðumaður Íslands í Morfískepnninni og hélt nýlega fyrirlestur um jafnréttismál á TEDxReykjavík sem hefur vakið mikla athygli á Youtube. 3. ágúst 2013 11:00 Framúrskarandi ungir Íslendingar verðlaunaðir Verðlaunin Framúrskarandi ungir Íslendingar sem veitt eru árlega af JCI Íslandi, eru fyrst og fremst hvatningarverðlaun til ungs fólks sem er að takast á við krefjandi og athyglisverð verkefni. 28. maí 2014 12:48 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Ræða Sigríðar Maríu hitti í mark Hin 19 ára gamla Sigríður María Egilsdóttir flutti ræðu á 100 Women, ráðstefnu BBC um framtíðarmarkmið kvenna. 25. október 2013 18:00
Kominn tími til að konur hætti að biðjast afsökunar á því að vera til Sigríður María Egilsdóttir er bara nítján ára en hún hefur vakið verðskuldaða athygli undanfarið. Hún varð í vetur Ræðumaður Íslands í Morfískepnninni og hélt nýlega fyrirlestur um jafnréttismál á TEDxReykjavík sem hefur vakið mikla athygli á Youtube. 3. ágúst 2013 11:00
Framúrskarandi ungir Íslendingar verðlaunaðir Verðlaunin Framúrskarandi ungir Íslendingar sem veitt eru árlega af JCI Íslandi, eru fyrst og fremst hvatningarverðlaun til ungs fólks sem er að takast á við krefjandi og athyglisverð verkefni. 28. maí 2014 12:48